Jónsbók
Útgáfur af
Jónsbók
Höfundur: óþekktur
Jónsbók
Höfundur: óþekktur
Jónsbók er lögbók sem lögtekin var árið 1281 og feldi úr gildi Járnsíðu. Ákvæði úr henni eru í gildi enn. Lögbókin er varðveitt í vel á þriðja hundrað handritum, mest allra íslenskra handrita. Mismunandi getur verið eftir útgáfum hversu margar réttarbætur eru látnar fylgja með og hvernig farið er með þær.
Útgáfur af Jónsbók eru eftirfarandi:
- Lógbok Islendinga (1578), Jón Jónsson (1536–1606)
- Fullur titill: Lỏgbok Islendinga / Hueria saman hefur sett Magnus Noregs kongr / Lofligrar minningar / So sem hans bref og formale vottar.
- Lógbok Islendinga (1580), Jón Jónsson (1536–1606)
- Fullur titill: Lỏgbok Islendinga / Hueria saman hefur sett Magnus Noregs kongr / Lofligrar minningar / So sem hans bref og formale vottar.
- Lögbók Islendinga (1582), Jón Jónsson (1536–1606)
- Fullur titill: Lỏgbok Islendinga / Hueria saman hefur sett Magnus Noregs kongr / Lofligrar minningar / So sem hans bref og formale vottar.
- Hier hefur Løgbok Islendinga (1707), Björn Þorleifsson (1663–1710)
- Fullur titill: Løgbok Islendinga / Hvøria saman̄ hefur sett Magnus Noregs kongur / 〈Loflegrar min̄ingar〉 So sem han̄s bref og formꜳle vottar.
- Løgbok Islendinga (1709), Björn Þorleifsson (1663–1710)
- Fullur titill: Løgbok Islendinga / Hvøria saman̄ hefur sett Magnus Noregs kongur / 〈Loflegrar min̄ingar〉.
- Den Islandske Lov, Jons Bogen (1763), Egill Þórhallason (1734–1789)
- Gefin út í Kaupmannahöfn. Texti á dönsku. Fullur titill: Den Islandske Lov, Jons Bogen, udgiven af Magnus Lagabætir Anno 1280.
- Lögbók Magnúsar konungs, Lagabætis, handa Íslendingum (1858), Sveinn Skúlason (1824–1888)
- Fullur titill: Lögbók Magnúsar konungs, Lagabætis, handa Íslendingum, eður Jónsbók hin forna: lögtekin á alþingi 1281.
- Norges gamle Love, 4. bindi (1885), Gustav Storm (1845–1903)
- Jónsbók er birt í kafla „III. Den islandske Lov eller Jónsbók, udgiven af Kong Magnus Haakonssön“.
- Jónsbók (1904), Ólafur Halldórsson (1855–1930)
- Gefin út í Kaupmannahöfn. Texti á dönsku og fornnorrænu. Fullur titill: Jónsbók: Kong Magnus Hakonssons Lovbog for Island, vedtaget paa Altinget 1281 og Réttarbœtr: De for Island givne Retterbøder af 1294, 1305 og 1314.
- Jónsbók (1970), Ólafur Halldórsson (1855–1930) og Gunnar Thoroddsen (1910–1983)
- Gefin út í Óðinsvé. Texti á dönsku og fornnorrænu. Fullur titill: Jónsbók: Kong Magnus Hakonssons Lovbog for Island, vedtaget paa Altinget 1281 og Réttarbœtr: De for Island givne Retterbøder af 1294, 1305 og 1314.
- Jónsbók (2004), Már Jónsson (f. 1959), Gísli Baldur Róbertsson (f. 1973), Haraldur Bernharðsson (f. 1968)
- Texti færður til samræmdrar nútímastafsetningar. Fullur titill: Jónsbók: Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1587.