Útgáfur af
Jónsbók
höfundur óþekktur

Jónsbók er lögbók sem lögtekin var árið 1281 og feldi úr gildi Járnsíðu. Ákvæði úr henni eru í gildi enn. Lögbókin er varðveitt í vel á þriðja hundrað handritum, mest allra íslenskra handrita. Mismunandi getur verið eftir útgáfum hversu margar réttarbætur eru látnar fylgja með og hvernig farið er með þær.

Útgáfur af Jónsbók hafa að geyma:
  • Lógbok Islendinga (1578), Jón Jónsson (1536–1606)
    • Fullur titill: Lỏgbok Islendinga / Hueria saman hefur sett Magnus Noregs kongr / Lofligrar minningar / So sem hans bref og formale vottar.
  • Lógbok Islendinga (1580), Jón Jónsson (1536–1606)
    • Fullur titill: Lỏgbok Islendinga / Hueria saman hefur sett Magnus Noregs kongr / Lofligrar minningar / So sem hans bref og formale vottar.
  • Lögbók Islendinga (1582), Jón Jónsson (1536–1606)
    • Fullur titill: Lỏgbok Islendinga / Hueria saman hefur sett Magnus Noregs kongr / Lofligrar minningar / So sem hans bref og formale vottar.
  • Hier hefur Løgbok Islendinga (1707), Björn Þorleifsson (1663–1710)
    • Fullur titill: Løgbok Islendinga / Hvøria saman̄ hefur sett Magnus Noregs kongur / 〈Loflegrar min̄ingar〉 So sem han̄s bref og formꜳle vottar.
  • Løgbok Islendinga (1709), Björn Þorleifsson (1663–1710)
    • Fullur titill: Løgbok Islendinga / Hvøria saman̄ hefur sett Magnus Noregs kongur / 〈Loflegrar min̄ingar〉.
  • Den Islandske Lov, Jons Bogen (1763), Egill Þórhallason (1734–1789)
    • Gefin út í Kaupmannahöfn. Texti á dönsku. Fullur titill: Den Islandske Lov, Jons Bogen, udgiven af Magnus Lagabætir Anno 1280.
  • Lögbók Magnúsar konungs, Lagabætis, handa Íslendingum (1858), Sveinn Skúlason (1824–1888)
    • Fullur titill: Lögbók Magnúsar konungs, Lagabætis, handa Íslendingum, eður Jónsbók hin forna: lögtekin á alþingi 1281.
  • Norges gamle Love, 4. bindi (1885), Gustav Storm (1845–1903)
    • Jónsbók er birt í kafla „III. Den islandske Lov eller Jónsbók, udgiven af Kong Magnus Haakonssön“.
  • Jónsbók (1904), Ólafur Halldórsson (1855–1930)
    • Gefin út í Kaupmannahöfn. Texti á dönsku og fornnorrænu. Fullur titill: Jónsbók: Kong Magnus Hakonssons Lovbog for Island, vedtaget paa Altinget 1281 og Réttarbœtr: De for Island givne Retterbøder af 1294, 1305 og 1314.
  • Jónsbók (1970), Ólafur Halldórsson (1855–1930) og Gunnar Thoroddsen (1910–1983)
    • Gefin út í Óðinsvé. Texti á dönsku og fornnorrænu. Fullur titill: Jónsbók: Kong Magnus Hakonssons Lovbog for Island, vedtaget paa Altinget 1281 og Réttarbœtr: De for Island givne Retterbøder af 1294, 1305 og 1314.
  • Jónsbók (2004), Már Jónsson (f. 1959), Gísli Baldur Róbertsson (f. 1973), Haraldur Bernharðsson (f. 1968)
    • Texti færður til samræmdrar nútímastafsetningar. Fullur titill: Jónsbók: Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1587.