Járnsíða
Útgáfur af
Járnsíða
Höfundur: óþekktur
Járnsíða
Höfundur: óþekktur
Járnsíða er lögbók sem lögtekin var á árunum 1271 til 1273 og feldi úr gildi lög þjóðveldistímabilsins (Grágás). Lögin sem hún inniheldur voru byggð á Frostaþingslögum frá Noregi. Lögbók þessi féll úr gildi með lögtöku Jónsbókar árið 1281. Lögbókin er varðveitt strangt til tekið í einu handriti, Staðarhólsbók (AM 334 fol.), sem að meginhluta geymir Grágás. Til eru 24 önnur handrit sem skrifuð eru upp úr Staðarhólsbók ýmist beint eða óbeint.
Útgáfur af Járnsíða eru eftirfarandi:
- Norges gamle Love, 1. bindi (1846), Jakob Rudolf Keyser (1803–1864) og Peter Andreas Munch (1810–1863)
- Járnsíða er birt í kafla „Anhang: Kong Haakon Haakonssöns islandske Lov. (Hákonarbók.)“.
- Hin forna lögbók Íslendínga sem nefnist Járnsida eðr Hákonarbók (1847), Þórður Sveinbjörnsson (1786–1856)
- Gefin út í Kaupmannahöfn. Texti á latínu og fornnorrænu.
- Norges gamle Love, 5. bindi (1895), Gustav Storm (1845–1903) og Ebbe Carsten Hornemann Hertzberg (1847–1912)
- Útdráttur úr Járnsíðu eftir handritinu AM 125 a 4to er birtur í kafla „IV. Uddrag af Jarnsida (Hákonarbók)“.
- Járnsíða og kristinréttur Árna Þorlákssonar (2005), Haraldur Bernharðsson (f. 1968), Magnús Lyngdal Magnússon (f. 1975) og Már Jónsson (f. 1959)
- Texti færður til samræmdrar nútímastafsetningar.