Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Þriðji s. Jóhannis pistill

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540)
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Hinn þriðji pistill S. Jóhannis)
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Þeim eldra Gaio, hinum elskulega, hvern eg elska í sannleika. Minn kærasti, eg æski í öllum greinum það að þér vel vegni og heilbrigður sért svo sem það nær þinni sálu vel vegnar. Eg gladdist næsta þá bræðurnir komu og gáfu vitnisburð af þínum sannleika svo sem þú þá gengur í sannleika. Eg hefi eigi nokkurn fögnuð meiri en þann það eg heyri það mín börn ganga í sannleikanum.

Minn ástsamlegi, þú gjörir trúlega hvað þú gjörir við bræðurna og gestina, hverjir af þínum kærleika hafa vitnisburð gefið fyrir söfnuðinum. Og það hefir þú vel gjört að þú hefir þeim fyrir Guði verðuglega til vegar komið. Því fyrir hans nafns sakir eru þeir útfarnir og hafa af heiðingjum ekkert tekið. Því skulu vér þess háttar meðtaka upp á það vér séum samverkendur sannleiksins.

Eg skrifaði safnaðinum, en Díótrefes, sá meðal þeirra vill mikils metinn vera, meðtekur oss eigi. Fyrir því, nær eg kem, vil eg áminna hann sinna verka er hann gjörir og þvættir með vondum orðum í gegn oss og lætur sér eigi nægja það hann meðtekur eigi sjálfur bræðurna og fyrirbýður þeim sem það vilja gjöra og útrekur þá af söfnuðinum.

Minn kærasti, eftirfylg eigi hinu vonda, heldur því hinu góða. Hver illa gjörir, sá sér eigi Guð. Demetríus, hann hefir vitnisburð af hverjum manni og af sannleiknum sjálfum. Og vér berum einninn vitni, og þér vitið það vor vitnisburður er sannur. Eg hefða vel margt að skrifa, en eg vilda eigi með bleki og penna til þín skrifa. En eg vænti það eg muni snarlega sjá þig, og mun þá munnur við munn mæla. Friður sé þér. Þér heilsa vinirnir. Heilsa þú vinunum með nafni.