Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Annar s. Jóhannis pistill

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Hinni eldri útvaldri frú og hennar börnum, hver eg elska í sannleika. Og eigi einasta eg, heldur einninn allir þeir sem viðurkennt hafa sannleikinn fyrir sannleikans sakir sem í oss blífur og í hjá oss mun vera að eilífu.

Náð, miskunn, friður af Guði föður og af Drottni Jesú Kristo, syni föðursins, í sannleik og kærleika sé yður með.

Næsta glaður em eg það eg hefi fundið meðal þinna barna þá í sannleiknum ganga svo sem það vér höfum boðorðið af föðurnum meðtekið. Og nú bið eg þig, frúa, eigi sem skrifi eg þér nýtt boðorð, heldur það hvað vér höfum haft frá upphafi að vér elskum oss innbyrðis. Og það er kærleikurinn að vér göngum eftir hans boðorði.

Þetta er það boðorð sem þér hafið heyrt af upphafi upp á það þér gangið þar inni. Því að margir svikarar eru útfarnir í heiminn sem ekki viðurkenna Jesúm Kristum í holdgan kominn vera. Þessi svikari er sá Antakristur. Sjáið yður fyrir að þér glatið ekki því hvað þér hafið verkað, heldur svo að þér meðtakið full verðlaun. Hver hann skrikar og blífur ekki í lærdómi Krists, sá hefir öngvan Guð. Hver eð blífur í lærdóminum, sá hefir bæði föðurinn og soninn.

Ef einhver kemur til yðar og meðflytur eigi þennan lærdóm, hann meðtakið ekki í húsið og heilsið honum einninn ekki. Því hver honum heilsar, sá gjörir sig hluttakara hans vondra verka. Eg hefði margt að skrifa yður, en eg vil eigi með bókfelli og bleki, heldur vona eg að koma til yðar og það munnur við munn mæli upp á það vor fögnuður fullkomlegur sé. Þér heilsa börn systur þinnar, hinnar útvöldu. Amen.