Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Eftirmáli

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540)
Höfundur: Oddur Gottskálksson
([Eftirmáli])
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Öllum Guðs útvöldum, yður Íslands innbyggjurum. Ávaxtist Guðs náð, friður með fagnaði í sannri viðurkenningu vors lausnara, Drottins Jesú Kristi.

Þér góðir menn, mínir herrar, kristilegir bræður, hér hafi þér nú Guðs hreinu orð, hans dýrmætu evangelia, útlögð á norrænu, hvað eg gjarnan vilda, kærir bræður, að það væri (þó mitt sé ómjúkt orðfæri) fyrst almáttugum Guði, vorum allra föður (fyrir Kristum), til loflegrar dýrðar, en yður (elskulegir) til sannrar undirstöðu réttferðugrar trúar, þeirrar sem er á Kristum Jesúm. Því það er Guðs föðurs vilji að vér skulum trúa á þann sem faðirinn sendi, það er á Jesúm Kristum, sá sem að er lífið, sannleikurinn og vegurinn til eilífs lífs etc.

En þessi Guðs eingetni sonur, vor endurlausnari, Jesús Kristus, gaf oss í síðastri sinni líkamlegri hérvist þessi sín blessuðu, dýrmætu evangelia í testament til ævinlegrar sáluhjálpar. Því að í þessum hans guðsspjallsorðum upplykst yður sem þess beiðast af Guði, vorum skapara, (út af allri hjartans alúð) viskubrunnurinn andlegrar speki (sem er Kristur), hver yður leiðir til eilífrar sælu. Því Guðs orð eru andi og líf sem Jóhannes segir, einninn Guðs eiginlegur kraftur, sá aldri dvínar því að fyrir þau gefst heilagur andi, sá sem að oss gefur fyrir Krists verðskuldan guðsspjalllega réttlætistrú, hver að vorri syndugri samvisku aflar friðar með fagnaði viður Guð í gegn allri lögmálsins ásakan sem Pistillinn að Róm gnóglega útvísar.

En svo það þér mættuð (bræður mínir) þess gjörr undirstanda hvað eður hvílík þessi guðsspjallleg réttlætistrúa er, sem hér verður um talað í þessari bók, vil eg, (þó mitt sé fáfróðlegt tungutæki), yður gjarnan undirvísan á gjöra það fremsta sem Guð hefir mér efni á gefið svo að þeir sem héðan í frá af vilja leggja allan fúlan rangsnúinn hjátrúnað, hégómlega siðvana, en eftirfylgja þeirri guðsspjallsins réttlætistrú sem er á Jesúm Kristum, hver að er þessi það vér trúum að þar sé einn ævinlegur, sannarlegur Guð, almáttugur faðir, skapari himins og jarðar.

Og það þetta orð (sem er Guðs sonur) hafi meðtekið fyrir heilags anda verkan manndóm í blessuðum kviði Maríu meyjar svo að þar eru tvær náttúrur, guðdómsins og manndómsins, í einingu persónunnar óaðskiljanlega samantengdar, einn Kristur, sannarlega Guð og sannarlega maður, sá að fæddur er af hreinni, óspjallaðri meyju, hver eð með sínum blessaða dýrmætum hingaðburði hreinsað hefir og heilgað vorn syndsamlegan kjötlegan burð af Adam til.

Hann sé og að sönnu píndur, krossfestur, deyddur og jarðaður upp á það hann forlíkti oss svo við sinn himneska föður með sínum beiskum, biturlegum, saklausum dauða, verandi fórn sú ævinleg er eigi einasta fyrir upprunasyndina, heldur jafnvel fyrir allar gjöranlegar syndir mannanna. Hann sé og niðurstiginn til helvíta, hafi svo djöfulinn og alla hans átrúendur með öllu hans valdi, vélum og illsku fjötrað og niðurþrykkt.

Og á þriðja degi sé hann upp aftur risinn frá dauðum oss öllum þeim á hann trúa til að gefa réttlætislíferni og hafi oss svo meður sér uppvakið í náð og anda héðan í frá eigi meir syndir að drýgja, heldur honum einum að þjóna í allsháttaðri náð og manndyggðum.

Hann sé og uppstiginn til himna og hafi af föðurnum meðtekið dýrð, vald út yfir alla engla og skepnur, sitji nú til Guðs föðurs hægri handar það er hann hefir jafna makt og faðirinn, verandi einn valdskonungur og herra yfir öllum Guðs auðæfum á himnum, jörðu og helvíti.

Og hann muni koma á efsta degi til að dæma lifendur, það er þá sem þann tíma verða lifandi fundnir, og dauða, það er þá sem framliðnir eru. Því þá hljóta allir englar, menn sem djöflar fyrir hans dómstóli saman að safnast, hann þar líkamlega að sjá. Og þá muni hann gefa öllum sínum útvöldum meður heilögum englum eilífa sælu, en vantrúuðum meður djöflunum óendalegan helvískan dauða.

Vér skulum og trúa það heilagur andi sé einninn líka einn sannarlegur, voldugur Guð af föður og syni framfarandi og það hann fyrir Guðs sonar líf, dauða, upprisu, uppstigning og fyrir allt hvað af Jesú Kristo skrifað og sagt er oss til föðursins laði, meður hverjum anda að faðir og sonur alla trúaða áhrærir og fyrir þennan og í þessum hinum sama Kristi heilaga og andlega gjörir. Og öllum útvöldum í allri veröld, hversu margháttuð lönd eður tungumál eru, þá samansafni hann í einingu kristilegrar trúar, hver samsafnan að er sameiginleiki heilagrar kristilegrar kirkju, hver að er samkund heilagra í þeirri sem Guðs evangelium verður predikað, í hverri að oss fyrirgefast allar vorar syndir og það allar bænir, góð verk og hvað helst það heilagir hafa, sé einninn líka vort sem þeirra.

Því skulu vér og trúa það fyrir heilagan anda munu allir menn, vondir og góðir, með önd og líkama, upprísa og uppvaktir verða, og svo muni þá sakleysi vors Drottins Jesú Kristi og hans bitur dauði, þann sem hann hefir viljuglega liðið fyrir oss synduga, þeim tilreiknaður verða sem honum og hans orðum hafa trúað, og munu vér svo þá meður honum og öllum hans heilögum öðlast eilífa sælu. Það unni oss Guð. Amen.

En þessari kristilegri trú til teikns og staðfestingar þá eru gefin þessi tvö sakramenta, sem er vatsskírn og heilög holdtekja Drottins, þau sem styrkja og staðfesta þessa guðsspjalllega réttlætistrú í yðar hjörtum, hverja Guð fyrir sína óumræðilega mildi reiknar þeim sem skírðir eru í Guðs sonar dauða til réttlætis fyrir sér. Því hver það viðurkennir að hann geti eigi út af sínum eiginlegum mætti, verkum eður verðskuldan réttlátur vorðið fyrir Guði, heldur það hann verði fyrir ekkert utan alla sína verðskuldan Jesú Kristi vegna réttlátur út af þeirri trú er hann trúir sig fyrir þennan sama Jesúm Kristum (hvern Gyðingar kölluðu naðverskan) til náðarinnar meðtekinn vera og syndanna fyrirgefning öðlast hafa, sá sem með sínum dauða fyrir vorar syndir hefir fullnægju gjört. Því hver hann trúir það Jesús Kristur sé sannur Messías, það er Kristur Drottins, sá sem af Guði föður í gamla lögmáli var fyrirheitinn það hann skyldi frelsa allt mannkyn og meðalgöngumaður vera milli Guðs og vor, þar með sannan líknara og ténaðarmann, hver eð oss er gefinn, þeim sem honum og hans orðum trúa til endurlausnar, helgunar, réttlætis og lífgunar því að allir þeir sem Guðs orð heyra og varðveita þau sér í hjarta, þeir eru með Guði og Guð meður þeim svo sem Jóhannes vottar.

Þar fyrir er og tilskikkað (svo að vér öðlumst þessa réttlætistrú) Guðs orða predikunarembætti og heilög sakramenta. Því að fyrir Guðs orða predikan og fyrir heilög sakramenta, svo sem fyrir önnur verkfæri, veitist heilagur andi (hvers mustéri þér eruð sem Guðs orðum trúið), hver eð þessa trú eflir hvar og hvenar að Guði sýnist í þeim sem Guðs evangelium heyra svo að Guð, eigi fyrir vorra verðleika sakir, heldur fyrir sinn son Jesúm Kristum, réttlæti oss sem sig trúa fyrir Kristum í náðina meðtekna.

En út af þessari guðsspjalllegri trú (bræður mínir) framfljóta nú af sonarlegri ást við Guð og af bróðurlegum kærleika til náungans þau réttu miskunnarverkin sem af Guði eru boðin að gjöra fyrir Guðs vilja sakir. En þó eigi svo það vér skulum oss trúa fyrir þau verk réttlætingina að öðlast eður verðskuldað geta fyrir Guði því að syndanna fyrirgefning og réttlætingin höndlast fyrir þá trú sem er á Jesúm Kristum. Fyrir því skeika þeir að næsta, hverjir með verkunum trúa sig náðina verðskuldað geta, fyrirlítandi svo Kristi náð og verðskuldan með því þeir leita af mannlegum mætti (án Krists) að veginum til Guðs með því þó það sjálfur lausnarinn segir það að enginn komi til föðursins nema fyrir sig og hann sé vegurinn, sannleikurinn og lífið, en Drottinn vor Jesús Kristur, sá sem að er þessi sannleiksvegurinn, leiði yður á réttan veg, þann er liggur til eilífs lífs.

Af því er það nú mín innileg bón til yðar (kristilegir bræður), hverjir Guðs orð elska, (ef ske kann) það hér finnast nokkrar þær greinir inni sem þér þykist eigi fullan skilning á bera, hverju valda má mitt stirt tungutæki elligar það prentarinn kunni hafa misgáð sig því að honum er tungumálið næsta óskiljanlegt, það þér leggið hér eigi neina glóseran yfir eftir yðrum þótta þá er hneigir til ins verra. Því ef hér er nokkuð inni forséð, þá veldur því meir gleymska mín og lítil kunnátta en viljaleysi. Því Guð sé minn þess vottur, á hvern eg trúi, þó öngvan yðvarn vilda eg villa, heldur gjörið svo, bræður ástsamlegir, sem Guðs elskulegum útvöldum ástvinum hæfir, það er að snúa öllu til betrunar og svo lítillátlegana þess biðjið (af allri hjartans eyðmýkt) Guð yðvarn himneskan föður í Jesú Kristi síns signaða sonar nafni það hann gefi yður fyrir heilags anda uppbirting réttan skilning sinna blessaðra orða, þau sem alla andlega visku í yður margfalda. En Drottinn, sá sem er rót og uppsprettubrunnur alls hins góða, hann hélt í öllum greinum yður í hjörtu (fyrir Jesú Kristi verðskuldan) af sinni blessaðri andagift allri guðsdómsins guðsspjalllegri speki svo að þér séuð honum þægilegir í öllu, hverjum Guði að sé lof um aldir að eilífu. Náð vors Drottins sé með yðrum anda, kærir bræður. Amen.

Þrykkt útí konunglegum stað, Roskyld, af mér, Hans Barth, xii. dag aprílis, anno domini mdxl.