Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Opinberingar sankti Jóhannis

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Fyrsti kapítuli breyta

Opinberan Jesú Kristi, hverja Guð gaf honum til að kunngjöra sínum þjón hver ske skal snarlega, og tilteiknað og sent hefir fyrir sinn engil til síns þénara, Jóhannis, hver vitnað hefir Guðs orð og vitnisburðinn af Jesú Kristo, hvað helst hann hefir. Sæll er sá sem les og sá sem heyrir orðið spádómsins og varðveitir hvað í honum skrifað er því að tíminn er nálægur.

Jóhannes þeim vii samkundum sem í Asía eru. Náð sé með yður og friður af þeim sem er og þeim sem var og þeim sem koma mun og af þeim vii öndum sem eru fyrir hans stóli og af Jesú Kristo, sá sem er trúr vottur og frumgetningur framliðinna og höfðingi jarðarinnar konunga, hver oss hefir elskað og þvegið af syndunum í sínu blóði og hefir gjört oss til konunga og kennimanna fyrir Guði og sínum föður. Þeim hinum sama sé dýrð og vald um aldir alda að eilífu. Amen. Sjáið, hann kemur með skýinu, og öll augu munu hann sjá og þeir eð hann stungið hafa, og allar kynkvíslir jarðar munu kveina. Svo sé, amen. Eg em A og O, upphaf og endi, segir Drottinn, sá sem er og sá eð var og sá sem koma mun, hinn almáttugi.

Eg, Jóhannes, yðar bróðir og hluttakari í hörmunginni og á ríkinu og þolinmæði Jesú Kristi, var í eynni Patmos fyrir Guðs orðs sakir og vitnisburðar Jesú Kristi. Eg var í anda á sunnudegi, og eg heyrða á bak mér aftur raust mikla sem lúðurs, svo segjandi: Eg em A og O, fyrstur og síðastur. Og hvað þú sér, það skrifa í bók og sent það til samkundanna í Asía, til Efeso og til Smýrnem, til Pergamon og til Týatíras, til Sarden og til Fíladelfían og til Laódíkeam.

Og eg snera mér við það eg líta þá raust sem við mig talaði. Og sem eg snera mér við, sá eg vii ljósastikur gulllegar, og milli gulllegra stjakanna þann líkur var mannsins syni. Sá var klæddur síðri slyppu og spenntur um bringuna gulllegum linda, en hans höfuð og hár voru hvít sem hvít ull og líka sem snjár hans rödd sem niður mikilla vatna og hafði vii stjörnur í sinni hægri hendi. Og út af hans munni gekk hvasst tvíeggjað sverð, og hans andlit lýsti sem skínanda sól.

Og sem eg sá hann, féll eg til hans fóta svo sem dauður. Og hann lagði sína hæ yfir mig og sagði til mín: Hræðst þú ekki, eg em fyrstur og síðastur og lifandi. Eg var dauður, og sjá, að eg em lifandi um aldir að eilífu og hefi lykla helvítanna og dauðans. Skrifa hvað þú séð hefir og hvað þar er og hvað þar eftir á ske skal, leyndan dóm þeirra v hendi og þær vii gulllegar stikur. Þessar vii stjörnur eru englar vii samkundna, og þær vii ljósastikur, þú hefir séð, eru vii samkundur.

Annar kapítuli breyta

Og englinum samkundunnar til Efeso skrifa þú: Þetta segir sá sem heldur vii stjörnum í sinni hægri hendi, sá sem gengur mitt á milli vii gulllegra stikna. Eg veit þín verk og þitt erfiði og þína þolinmæði og það þú kannt ekki hina vondu að umlíða og freistaðir þá sem sig segja postula vera og eru þó eigi. Og þú fannt þá ljúgara og leiðst það og þolinmæði hefir, og þú þoldir fyrir míns nafns sakir og þreyttist ekki. En það hefi eg á móti þér það þú hinn fyrsta kærleik forlést. Minnst á hvar þú ert affallinn, og gjör iðran, og gjör þín fyrru verkin. En ef ekki, man eg þér snarlega koma og þína ljósastiku í burtu hrinda úr sínum stað utan þú gjörir iðran. En það hefir þú að þú hatar verk þeirra Nikólaítarum, hver eg og einninn hata. Hver eyru hefir að heyra, hann heyri hvað andinn segir samkundunum. Hver hann yfirvinnur, þeim mun eg gefa að eta af lífstrénu, að í Guðs paradís er.

Og þeim engli samkundunnar til Smýrnen skrifa þú: Þetta segir hinn fyrsti og síðasti, sá dauður var og lifir. Eg veit þín verk og þína hörmung og fátækt, en þú ert auðigur, og lastan þeirra sem segja sig Gyðinga vera og eru ekki, heldur eru þeir Satans söfnuður. Hræðst þú ekkert þeirra hvað þú líða munt. Sjá, djöfullinn mun nokkra af yður í dýplissu fleygja upp á það þér freistaðir verðið, og þér munuð hörmung hafa í tíu daga. Vert trúr allt til dauðans, svo man eg gefa þér kórónu lífsins. Hver eyru hefir, sá heyri hvað andinn segir samkundunum. Hver helst yfirvinnur, þeim skal ekkert mein ske af þeim öðrum dauða.

Og þeim engli samkundunnar til Pergamon skrifa þú: Þetta segir sá sem hefir hið hvassa, tvíeggjaða sverð. Eg veit hvað þú gjörir og hvar þú býr, hvar helst að er andskotans sæti. Og þú heldur mitt nafn og afneitaðir eigi mína trú, og á mínum dögum er Antípas, minn trúr vottur, hjá yður í hel sleginn, hvar eð Satan byggir. En eg hefi fátt eina á móti þér, það þú þar sjálfur hefir þá sem lærdóm Balam halda, sá sem lærði fyrir Balak að senda hneykslan fyrir sonum Íraelis til að eta af því sem skurgoðum offraðist og hóranir að drýgja. Líka svo einninn hefir þú þá sem halda kenningar Níkólaítarum, hvað er eg hata. Gjör yfirbót. En ef ekki þá mun eg þér snarlega koma og stríða viður þá meður sverði míns munns. Hver eyru hefir, sá heyri hvað andinn segir samkundunum. Hver hann yfirvinnur, þeim man eg gefa að eta af því fólgnu manna, og eg mun gefa honum góðan vitnisburð og með vitnisburðinum nýtt nafn skrifað, það enginn kennir utan sá það meðtekur.

Og þeim engli samkundunnar til Týatíra skrifa þú: Þetta segir sonur Guðs, sá augu hefir sem eldsloga og hans fætur sem glóanda látún. Eg veit þín verk og þinn kærleika og trú og þína þolinmæði og það hin síðari verkin munu hinum fyrrum fleiri. En fátt nokkuð hefi eg á móti þér, það þú leyfir þeirri kvinnu, Jessabel, sem segir sig spákonu vera, að læra og villa mína þjóna, hóranir að drýgja og skurgoðafórnir að eta. Og eg hefi henni tíma gefið það hún skyldi iðran gjöra fyrir hennar hóranir, og hún gjörir öngva iðran. Sjá, eg fleygi henni í rekkju, og hverjir með henni hórdóm drýgt hafa í hinar mestu hörmungar nema hún gjöri yfirbót fyrir sín verk. Og hennar börn mun eg dauða deyða, og allar samkundur skulu viðurkenna það eg em nýrnanna og hjartanna rannsakari, og eg mun gefa hverjum yðar sem einum eftir sínum verkum.

En yður segi eg og hinum öðrum sem eru til Týatíra, þeir þennan lærdóm eigi hafa og hverjir ekki viðurkennt hafa dýpt andskotans (sem að þeir segja): Og öngvan annan þunga man eg á yður senda. Þó hvað þér hafið, það haldið þar til að eg kem. Og hver yfirvinnur og varðveitir mín verk allt til enda, þeim mun eg vald gefa yfir hina heiðnu. Og hann skal stjórna þeim meður járnvendi, og svo sem leirgjörarans ker skal hann þá í sundur mola líka sem eg af mínum föður meðtekið hefi. Og morgunstjörnuna mun eg gefa honum. Hver eyru hefir, sá heyri hvað andinn segir samkundunum.

Þriðji kapítuli breyta

Og þeim engli samkundunnar til Sarden skrifa þú: Þetta segir sá sem hefir vii anda Guðs og stjörnunnar vii. Eg veit þín verk því að þú hefir það nafn að þú lifir og ert dauður. Vert vakandi og styrk hið annað hvað deyja vill. Þín verk hefi eg ekki fullkomleg fundin fyrir Guði. Því legg í minni hvað þú hefir meðtekið og heyrt, og varðveit það og gjör iðran. Því ef þú mant eigi vaka, þá mun eg yfir þig koma sem þjófur, og eigi munt þú vita á hverri stundu er eg mun koma yfir þig. Þú hefir fáein nöfn til Sarden er eigi hafa saurgað sín klæði, og þeir munu meður mér ganga í hvítum klæðum því að þeir eru þess verðir. Hver yfirvinnur, sá skal meður hvítum klæðum klæddur verða, og eigi mun eg hans nafn útplána af lífsbókinni. Og eg mun játa hans nafn fyrir mínum föður og fyrir hans englum. Hver eyru hefir, sá heyri hvað andinn segir samkundunum.

Og þeim engli samkundunnar til Fíladelfía skrifa þú: Þetta segir hinn heilagi og sannarlegi, sá sem hefir lykilinn Davíðs, hver eð upplætur og öngvan innibyrgir, sá er innibyrgir og öngvan upplætur. Eg veit þín verk. Sjá, eg lét fyrir þér opnar dyr, og enginn fær þær aftur látið. Því að þú hefir nokkurn lítinn kraft og hefir varðveitt mín orð og hefir ekki mitt nafn afneitað. Sjá, eg mun gefa út af Satans safnaði þá sem segja sig Gyðinga vera og eru ekki, heldur ljúga. Sjá, eg man þeim gjöra það þeir skulu koma og tilbiðja fyrir þínum fótum og viðurkenna það eg hefi þig elskað.

Með því þú hefir varðveitt orð minnar þolinmæði, man eg einninn varðveita þig frá freistingartíma sem koma mun yfir alla heimsins kringlu til að freista þeirra sem á jörðu byggja. Sjá, eg kem snarlega. Halt hvað þú hefir svo það enginn taki þína kórónu. Hver yfirvinnur, þann mun eg gjöra að stólpa í musteri Guðs míns, og hann skal eigi meir úti ganga. Og yfir honum mun eg skrifa nafn Guðs míns og nafn hinnar nýju Jerúsalem sem er borg míns Guðs, sú af himnum ofan kemur frá mínum Guði, og mitt hið nýja nafn. Hver eyru hefir að heyra hvað andinn segir samkundunum. Og þeim engli samkundunnar til Laódíkea skrifa þú: Þetta segir amen, trúr og sannarlegur vottur, hver að upphaf er skepnunnar Guðs: Eg veit þín verk, það þú ert hvorki kaldur né heitur. Eg kjöra það þú værir annaðhvort kaldur eða heitur. En með því þú ert volgur og hvorki kaldur né heitur, mun eg útskyrpa þér af mínum munni. Því að þú segir: Eg em ríkur og auðigur nóg og þarf einskis, - og veist ekki það þú ert vesall, aumur og volaður, blindur og fatlaus. Eg ræð þér að þú kaupir gull af mér það í eldi er reynt svo þú auðigur verðir og þú íklæðist hvítum klæðum svo að ekki uppbirtist vanvirðing þinnar fatleysi, og smyr þín augu meður augnasmyrslum svo að þú sjáir.

Hverja eg elska, þá straffa eg og tyfta. Því vert kostgæfinn og gjör iðran. Sjá, eg stend fyrir dyrum og klappar upp á. Ef nokkur heyrir mína rödd og upplýkur dyrunum, til hans mun eg innganga og kveldverð með honum snæða og hann meður mér. Hver yfirvinnur, honum mun eg gefa meður mér að sitja á mínum stóli líka sem eg yfirunnið hefi og setið með mínum föður á hans stóli. Hver eyru hefir, sá heyri hvað andinn segir samkundunum.

Fjórði kapítuli breyta

Eftir það sá eg, og sjá, að dyr upplukust á himni, og hin fyrsta röddin, hverja eg hafði heyrt við mig tala sem annars lúðurs, hún sagði: Far þú upp hingað, og mun eg sýna þér hvað hér eftir skal ske. Og jafnsnart var eg í anda. Og sjá, að stóll var settur á himnum, og á stólnum sat nokkur. Og sá sem sat, hann var líka álits sem steinninn jaspis og sardis, og regnbogi var kringum stólinn líka álits sem smaragðar. Og umhverfis stólinn voru xxiv stólar, og á þeim stólum sátu xxiv öldungar skrýddir hvítum skrúða og báru á sínum höfðum gulllegar kórúnur.

Og af stólinum útgengu eldingar, reiðarþrumur og raddir. vii eldslampar brunnu fyrir stólnum, hverjir að eru vii andar Guðs. Og fyrir stólnum var glersjór líka sem kristallar og mitt í stólnum og kringum stólinn fjögur dýr full augna á bak og fyrir. Og hið fyrsta dýrið var líkt leóni og hið annað líkt kálfi og hið þriðja dýrið hafði ásján sem maður og hið fjórða var líkt fljúganda erni. Og hvert þeirra fjögra dýranna hafði sex vængi og utan um kring og innan full augna og höfðu eigi hvíld dag og nótt, segjandi: Heilagur, heilagur, heilagur er Guð Drottinn almáttugur, sá sem var og sá sem er og sá sem koma mun.

Og þá dýrin gáfu dýrð og heiðran og blessan þeim er á stólnum sat, sá er lifir um aldir að eilífu, féllu fram xxiv öldungar fyrir þann sem á stólnum sat og tilbáðu þann sem lifir um aldir og að eilífu og snöruðu sínum kórónum fram fyrir stólinn og sögðu: Þú Drottinn ert verðugur að meðtaka dýrð og heiðran og kraft því að þú hefir alla hluti skapað, og fyrir þinn vilja urðu þeir og eru skapaðir.

Fimmti kapítuli breyta

Og eg sá í hægri hendi þess sem á stólnum sat bók skrifaða innan og utan, innsiglaða með vii innsiglum. Og eg sá sterkan engil predika mikilli raust: Hver er verðugur þessari bók upp að lúka og hennar innsiglin upp að brjóta? Og enginn, hvorki á himnum né á jörðu né undir jörðu, kunni þeirri bók upp að lúka né þar í að sjá. Og eg æpta ógurlega að enginn fannst þar verðugur þeirri bók upp að lúka og að lesa né þar í að sjá.

Og einn af öldungunum segir til mín: Grát ekki. Sjá, það leónið sem er af slekti Júda, rót Davíðs, hefir yfirunnið að það opni bókina og uppbrjóti hennar vii innsigli. Og eg gáði að, og sjá, í miðið stólsins og þeirra fjögra dýra og mitt á milli öldunganna, standa lamb líka sem væri það drepið og hafði vii horn og vii augu, hver að eru andar Guðs, útsendir um öll lönd. Og það kom og tók bókina úr hægri hendi þess sem á stólnum sat.

Og þá er það tók bókina, þá féllu fram þau fjögur dýrin og fjórir og tuttugu öldungarnir fyrir lambinu. Og hver einn hafði hörpu og gullker full reykilsis, hver að eru bænir heilagra, og sungu nýjan lofsöng og sögðu: Þú ert verðugur að meðtaka bókina og upp að brjóta hennar innsiglin því að þú ert slátraður og endurleystir oss með þínu blóði út af allsháttuðum kynkvíslum og tungum, fólki og þjóðum og hefir oss gjört Guði til konunga og kennimanna. Og vér munum ríkja á jörðu.

Og eg sá og heyrði rödd margra engla umhverfis stólinn og um dýrin og umkring öldungana, og þeir voru að tölu þúsund þúsunda og sögðu hárri raust: Verðugt er lambið, það slátrað er, að meðtaka kraft og ríkidóm og visku og styrk, dýrð og heiður. Og allar skepnur, þær á himnum eru og á jörðu og undir jörðu og í sjónum og allt hvað í þeim er, heyrða eg segja til hans sem á stólinum sat og til lambsins: Lof, heiður og dýrð og vald um aldir og að eilífu. Og þau fjögur dýrin sögðu: Amen. Og þeir fjórir og tuttugu öldungar féllu fram og tilbáðu þann sem lifir um aldir alda að eilífu.

Sétti kapítuli breyta

Og eg sá það að lambið opnaði eitt af innsiglunum, og eg heyrði eitt af þeim fjórum dýrunum segja líka sem með reiðarþrumuskryð: Kom og skoða. Og eg gætta að, og sjá, að hvítur hestur, og sá þar upp á sat hafði boga, og honum varð gefin kóróna, og hann fór út að yfirvinna og það hann yfirvynni.

Og þá það opnaði hið annað innsiglið, heyrða eg hið annað dýrið segja: Kom og gæt að. Og þar gekk út annar hestur, sá var rauður, og þeim sem þar sat á varð gefið friðinn í burt að taka af jörðu svo að þeir dræpist niður innbyrðis. Og honum varð gefið stórt sverð. Og er það opnaði hið þriðja innsiglið, heyrða eg hið þriðja dýrið segja: Kom og skoða. Og eg gætta að, og sjá, að brúnn hestur, og sá þar sat á hafði met í sinni hendi. Og eg heyrða meðal þeirra fjögra dýra röddina segja: Mælir hveitis um einn pening og þrír mælir byggs um einn pening, og víni og viðsmjöri gjör öngvan skaða.

Og þá það opnaði hið fjórða innsiglið, heyrða eg rödd hins fjórða dýrsins, segjandi: Kom skoða. Og sjá, að bleikur hestur og sá þar á sat, þess nafn hét Dauði, og helvíti honum eftirfylgdi. Og honum varð makt gefin til að deyða í fjórum áttum jarðar meður sverði og hungri og meður drápi af dýrum jarðar. Og þá það opnaði hið fimmta innsiglið, leit eg undir altarinu sálir þeirra sem líflátnir voru fyrir Guðs orðs sakir og fyrir vitnisburðarins sakir sem þeir höfðu. Og þær kölluðu hárri röddu og sögðu: Drottinn, þú hinn heilagi og sannarlegi, hversu lengi þá dæmir þú og hefnir ekki vors blóðs á þeim sem á jörðu búa? Og þeim sérhverjum einum varð gefið hvítt klæði og til þeirra varð sagt að þeir hvíldist enn um nokkra stund þangað til það uppfylltist að þeirra samþjónar og bræður kæmi þar og til, hverjir einninn líflátnir skyldu verða líka sem þeir.

Og eg sá að það opnaði hið sétta innsiglið. Þá gjörðist mikill jarðarskjálfti, og sólin varð svört sem hærusekkur og tunglið sem blóð. Og stjörnur himins hrundu á jörðina líka sem annað fíkjutré, nær það hristist af vindi miklum, affleygir sínum fíkjum. Og himinninn undanlét sem sú bók er saman verður vafin, og öll fjöll og eyjar hrærðust úr sínum stöðum. Og jarðarinnar konungar og höfðingjar, ríkismenn og foringjar og maktarmenni og allir þrælar og frelsingjar skýldu sér í holum og hellum fjallanna og sögðu til hellnanna og fjallanna: Fallið yfir oss og hyljið oss fyrir augliti þess sem á stólinum situr, og fyrir reiði lambsins því að hinn mikli dagur hans reiði er kominn, hver fær staðið?

Sjöundi kapítuli breyta

Og eftir það sá eg fjóra engla standa á fjórum hornum jarðarinnar. Og þeir héldu inni fjórum vindum jarðarinnar svo að enginn vindur blés á jörðina né á sjóinn né á nokkurt. Og eg sá annan engil uppstíga út af uppgöngu sólarinnar. Sá hafði teikn lifanda Guðs og kallaði hárri röddu til hinna fjögra englanna, hverjum gefið er að granda jörðunni og sjónum og sagði: Grandið ekki jörðinni, eigi sjónum né trjánum svo lengi það vér teiknum þjóna vors Guðs í þeirra ennum.

Og eg heyrða tölu þeirra sem teiknaðir urðu, hundrað fjórar og fjörutigir þúsundir sem teiknaðir voru af öllum kynkvíslum Íraelssona, af kyni Júda tólf þúsundir teiknaðir, af kyni Rúben tólf þúsundir teiknaðir, af kyni Gað xii þúsundir teiknaðir, af kyni Asser xii þúsundir teiknaðir, af kyni Neftalín xii þúsundir teiknaðir, af kyni Manasse xii þúsundir teiknaðir, af kyni Símeon xii þúsundir teiknaðir, af kyni Leví xii þúsundir teiknaðir, af kyni Ísaskar xii þúsundir teiknaðir, af kyni Sabúlon xii þúsundir teiknaðir, af kyni Jósef xii þúsundir teiknaðir, af kyni Benjamín xii þúsundir teiknaðir.

Og eftir það leit eg, og sjá, að skari mikill, hvern enginn gat talið, af öllum þjóðum og fólki og tungumálum standa fram fyrir stólnum og frammi fyrir lambinu og umskrýddir hvítum skrúða og pálmaviður í þeirra höndum og kölluðu hárri röddu og sögðu: Heilsa sé þeim sem á stólinum situr, Guði og lambinu. Og allir englar stóðu umhverfis stólinn og kringum öldungana og um kring þau fjögur dýrin og féllu fyrir stólnum fram á þeirra ásjánu og tilbáðu Guð og sögðu: Amen, lof og dýrð og speki og þakkir og heiður og kraftur og sterkleiki sé vorum Guði um aldir og að eilífu. Amen.*

Og einn af öldungunum andsvaraði og sagði til mín: Hverjir eru þessir, sem umskrýddir eru hvítum skrúða, og hvaðan eru þeir að komnir? Og eg sagða til hans: Herra, þú veist það. Og hann sagði til mín: Þessir eru þeir sem komnir eru úr miklu harmkvæli og sinn skrúða þvegið hafa og hvítfágað í blóði lambsins. Af því eru þeir fram fyrir stóli Guðs, og sá upp á stólnum situr, mun búa yfir þeim. Eigi man þá hér eftir hungra né þyrsta, og eigi man yfir þá falla sólarinnar né nokkurs konar hiti. Því að lambið mitt á stólnum mun stjórna þeim og leiða til lifandi vatsbrunna. Og Guð mun afþvo allan grát af þeirra augum.

Áttundi kapítuli breyta

Og þá það opnaði hið sjöunda innsiglið, gjörðist kyrrleiki mikill á himnum nær um hálfa stund. Og eg sá vii engla, þeir gengu fyrir Guð, og þeim urðu vii básúnir gefnar. Og annar engill kom og stóð við altarið og hafði gulllegt reykilsisker. Og honum varð mikið reykelsi gefið það hann gæfi til bæna allra heilagra upp á altarið fyrir stólnum. Og reykur reykilsisins gekk upp af hendi engilsins fyrir Guð. Og engillinn tók reykilsiskerið og fyllti það með eldi af altarinu og hellti því á jörðina. Og þá urðu raddir og reiðarþrumur og eldingar og jarðskjálftar.

Og þeir vii englar, sem höfðu þær vii básúnir, tilbjuggu sig að básúna. Og hinn fyrsti básúnaði, og þá gjörðist hagl og eldur með blóði blandaður og féll á jörðina. Og þriðjungur trjánna brann, og allt græna grasið brann.

Og hinn annar engill básúnaði. Og þá fór líka sem bjarg mikið eldi brennanda í sjóinn. Og þriðjungur sjávarins gjörðist blóð, og þriðjungur lifandi skepna dóu, og þriðjungur skipanna fyrirfórst.

Og hinn þriðji engill básúnaði. Og þar féll stór stjarna af himni, og hún logaði sem kveikur og féll yfir þriðjung vatnanna og yfir vatsbrunnana. Og nafn stjörnunnar hét Remma því að þriðjungur snerist í remmu, og margir menn dóu af vötnunum af því þau voru svo römm vorðin.

Og hinn fjórði engill básúnaði. Og þriðjungur sólarinnar varð sleginn og þriðjungur tunglsins og þriðjungur stjarnanna svo það þriðjungur þeirra varð myrkvaður. Og þriðjungur dagsins lýsti ekki, líka einninn náttarinnar. Og eg sá einn engil fljúga mitt í gegnum himininn og segja með hárri raust: Vei, vei, vei þeim sem á jörðu búa fram yfir hinar aðrar raddir básúnsins þeirra þriggja engla sem enn skyldu básúna.

Níundi kapítuli breyta

Og hinn fimmti engill básúnaði. Og eg sá stjörnu eina falla af himni á jörðina, og honum varð gefinn lykill til pytts undirdjúpsins. Og hann lauk upp pytti undirdjúpsins, og þar gekk upp reykur svo sem mikils ofns. Og sólin varð myrk og veðrið af reyknum pyttsins. Og út af þeim reyk komu engisprettur á jörðina, og þeim varð makt gefin líka sem það flugormar makt hafa á jörðu. Og þar varð til þeirra sagt það þær skyldu eigi granda grasi jarðar né nokkurs háttar korni eður nokkurs konar viði, utan einasta þeim mönnum sem eigi hafa teiknið í sínum ennum. Og þeim varð það gefið að þær aflífuðu þá eigi, heldur það að þær kveldu þá í fimm mánuðu. Og þeirra kvöl var svo sem flugormakvöl nær þeir slá manninn. Og á þeim sömum dögum munu mennirnir dauðans leita og eigi finna. Þeir munu girnast að deyja, og dauðinn mun frá þeim flýja.

Og þær engisprettur eru líkar þeim hestum sem til bardaga eru búnir og á þeirra höfðum sem kórónur gulli líkar og þeirra andlit sem mannsandlit og höfðu lokka sem konuhár. Og tennur þeirra voru sem leóna og höfðu brynjur svo sem járnbrynjur og þytur þeirra vængja svo sem buldran vagna þeirra margra hesta, sem í bardögum hlaupa, og höfðu hala líka sem flugormar. Og þar voru agnúar á þeirra hölum, og þeirra makt var að granda mönnum í fimm mánuði og höfðu yfir sér konung, engilinn undirdjúpsins, hvers nafn á ebresku Abbadón, en á girsku Appollion. Eitt vei er umliðið. Sjá, þar koma enn nú tvö vei eftir þetta.

Og hinn sétti engill básúnaði. Og eg heyrða eina rödd út af fjórum hornum gyllinialtarisins fyrir Guði. Hún sagði til hins sétta engilsins sem básúnað hafði: Leys þú upp þá fjóra engla sem bundnir eru við hið mikla vatnið Eufrates. Og þeir fjórir englar urðu lausir, hverjir reiðubúnir voru á stundu, á degi og á mánuði og á ári að þeir í hel slægi þriðjung mannanna. Og tala þess ríðanda hers var tíu sinnum þúsund þúsunda. Og eg heyrða þeirra tölu. Og sem eg sá hestana í sýn og þá sem þar upp á sátu það þeir höfðu glóandi og gular og brennisteinslegar brynjur og höfuðin hestanna svo sem leónahöfuð. Og út af þeirra munni gekk eldur, reykur og brennisteinn. Af þessu þrennu þá er í hel sleginn þriðjungur mannanna af eldinum og reyknum og brennisteininum er út af þeirra munni gekk. Því að þeirra makt var í þeirra munni, og þeirra halar voru höggormum líkir og höfðu höfuðin, og meður þeim sömum gjörðu þeir skaðann.

Og þar voru enn menn afgangs, þeir sem eigi urðu í hel slegnir af þessum plágum, hverjir ekki yfirbót gjörðu af verkum sinna handa, svo að þeir eigi tilbæðu djöfulinn og gulls og silfurs og eirs og steina og trés afguði sem hvorki sjá né heyra né ganga kunna, hverjir einninn öngva yfirbót gjörðu af sínum manndrápum, fjölkynngi, frillulifnaði og stuldi.

Tíundi kapítuli breyta

Og eg sá annan sterkan engil af himnum ofan koma. Hann var skýi umklæddur og regnbogi á hans höfði, og hans andlit var sem sól og hans fætur líka sem eldsstólpar. Og hann hafði í sinni hendi litla bók opna. Og hann setti sinn hægra fót á sjóinn og hinn vinstra á jörðina. Og hann kallaði hárri rödd líka sem það león grenjar. Og þá hann kallaði, töluðu vii reiðarþrumur sínar raustir. Og þá þær vii reiðarþrumur höfðu talað sínar raustir, vilda eg hafa skrifað þær. Þá heyrða eg rödd af himni segja til mín: Merk þú hvað þær vii reiðarþrumur hafa talað og skrifa þær eigi.

Og engillinn, hvern eg sá standa á sjónum og á jörðunni, hóf upp sína hönd til himins og svór við hinn lifanda um aldir að eilífu, hver himininn hefir skapað og hvað þar inni er og jörðina og hvað þar inni er og sjóinn og hvað þar inni er, það héðan í frá engin tíð meir vera skal, heldur á dögum raddar þess sjöunda engils nær hann man básúna, þá skal fullkomnaður verða leyndur dómur Guðs svo sem hann kunngjörði sínum þjónum og spámönnum.

Og eg heyrða rödd af himni enn aftur við mig tala og segja: Gakk héðan, tak þann opna bækling af hendi engilsins sem á sjónum og á jörðunni stendur. Og eg gekk burt til engilsins og sagða: Gef mér bæklinginn. Og hann sagði til mín: Tak hann í burt og svelg hann, og mun hann remma þinn kvið, en í þínum munni mun hann sætur vera sem hunang. Og eg tók bæklinginn af hendi engilsins og svelgdi hann, og hann var sætur í mínum munni sem hunang. Og þá eg hafða svelgt hann, beiskvaðist kviður minn. Og hann sagði til mín: Þú hlýtur enn að spá heiðnum þjóðunum, fólki og tungumálum og mörgum konungum.

Og mér varð gefinn reyrleggur líka sem hrísla og sagði: Statt upp og mæl mustéri Guðs og altarið og þá sem þar inni tilbiðja. En þann hinn innsta kór mustérisins kasta þú út og mæl hann eigi því að hann er heiðingjum gefinn, og hina heilögu borg munu þeir fótum troða tvo og fjörutigi mánuði.

Ellifti kapítuli breyta

Og eg mun gefa mína tvo votta, og þeir skulu spá þúsund tvö hundruð og sextigi daga, klæddir sekkjum. Þessir eru tvö viðsmjörstré og tveir ljósastjakar, standandi fyrir augliti Guðs jarðarinnar.

Og ef nokkur vill þeim granda, þá gengur eldur út af þeirra munni og svelgir óvini þeirra. Og ef nokkur vill þeim granda, sá hlýtur svo líflátinn að verða. Þessir hafa makt himininn aftur að lúka að það rigni ekki á dögum þeirra spásagna. Og þeir hafa makt yfir vatninu til að umsnúa í blóð og að slá jörðina með allsháttaðri plágu svo oft sem þeir vilja.

Og nær þeir hafa sinn vitnisburð endað, þá man dýrið, það út af undirdjúpinu uppstígur, halda stríð við þá og mun yfirvinna þá og í hel slá. Og þeirra líkamir munu liggja á strætum hinnar miklu borgar, hver eð andlega kallast Sódóma og Egyptum, þar vor Drottinn er krossfestur. Og þeirra líkami munu nokkrir af þjóðunum og kynslóðunum og tungumálunum sjá í þrjá daga og einn hálfan og munu ekki þeirra líkami leggja láta í leiði framliðinna. Og þeir er á jörðu búa, munu gleðja sig yfir þeim og kátir verða og gjöfum sendast innbyrðis því að þessir tveir spámenn kvöldu þá sem á jörðu búa.

Og eftir þrjá daga og einn hálfan fór í þá lífsins andi af Guði, og þeir stóðu á sína fætur. Og mikill ótti féll yfir þá sem þá sáu. Og þeir heyrðu rödd mikla af himni segja til þeirra: Stigið upp hingað. Og þeir stigu upp í himininn í skýinu, og þeirra óvinir sáu þá. Og á þeirri samri stundu varð mikill jarðskjálfti, og þriðjungur borgarinnar hrapaði. Og þar urðu í jarðskjálftanum í hel slegnir vii þúsund mannanöfn. Og hinir aðrir hræddust og gáfu dýrð Guði himinsins. Það annað vei er umliðið. Sjá, hið þriðja vei kemur snart.

Tólfti kapítuli breyta

Og hinn sjöundi engill básúnaði. Og þar gjörðust miklar raddir á himni, þær sögðu: Ríkin þessarar veraldar eru vorðin vors Drottins og hans Krists, og hann mun ríkja um aldir að eilífu. Og þeir fjórir og tuttugu öldungar, sem sitja fyrir Guðs augliti á sínum stólum, féllu fram á sínar ásjónur, tilbáðu Guð og sögðu: Vér þökkum þér Drottinn Guð almáttugur, sá þú ert og sá þú vart og sá þú tilkomandi ert því að þú hefir meðtekið þinn mikla kraft og ríkir. Og hinar heiðnu þjóðir eru reiðar vorðnar, og þín reiði er komin og tími framliðinna það þeir dæmist og laun að gefa þínum þjónum, spámönnum og heilögum og þeim er þitt nafn óttast, smáum og stórum, og að glata þeim sem jörðinni glatað hafa.

Og mustéri Guðs varð upplokið á himni, og hans testamentsörk sást í hans mustéri. Og þar urðu eldingar og raddir og reiðarþrumur og jarðskjálftar og hagl mikið. Og þar birtist teikn mikið á himni: Kona sólunni umskrýdd og tunglið undir hennar fótum, á hennar höfði kóróna af tólf stjörnum. Og hún var þunguð, kallaði og var jóðsjúk og hafði miklar fæðingarhríðir.

Og þar birtist enn annað teikn á himni. Og sjá, að mikill dreki, rauður, sá hafði vii höfuð og tíu horn og á hans höfðum vii kórónur. Og hans hali dró þriðjung stjarnanna og fleygði þeim á jörð.

Og drekinn sté fram fyrir konuna, þá sem fæða skyldi, svo að nær hún hefði fætt að hann æti hennar barn. Og hún fæddi son, eitt piltkorn, sá er stjórna skyldi öllum þjóðum meður járnvendi. Og hennar barni varð kippt til Guðs af hans stóli. Og konan flýði á eyðimörk, hvar hún hafði fyrirbúinn stað af Guði að hún fæddist þar þúsund tvö hundruð sextigi daga.

Og þar gjörðist stríð mikið á himni það Mikael og hans englar börðust við drekann. Drekinn barðist og hans englar og yfirunnu ekki. Þeirra staður varð einninn eigi meir fundinn á himni. Og sá mikli dreki og hinn gamli höggormur, sá sem að heitir djöfull og andskoti, verður útsnaraður á jörðina, hver eð alla veraldarkringluna villir. Og hann varð útsnaraður á jörðina, og hans englar urðu og einninn útsnaraðir.

Og eg heyrða rödd mikla á himni, segjandi: Nú er heilsa og kraftur og ríki og máttur vors Guðs vorðinn hans Krists með því hann er útsnaraður sem þá ásakaði dag og nótt fyrir Guði. Og þeir hafa hann yfirunnið fyrir lambsins blóð og fyrir orðið þeirra vitnisburðar, og þeir hafa eigi elskað sitt líf allt til dauðans. Þar fyrir gleðjist þér himnar og þér sem þar inni byggið.* Vei þeim sem á jörðu búa og á sjónum því að djöfullinn stígur ofan til yðar, hafandi reiði mikla, og veit það hann hefir stuttan tíma.

Og sem drekinn sá það hann var útsnaraður á jörðina, ofsókti hann þá konu sem sveininn hafði fætt. Og konunni urðu tveir vængir gefnir líka sem mikillar arnar svo það hún flygi á eyðimörk í sinn stað þar hún nærðist um stund og um tíma og um hálfan tíma frá augsýn höggormsins. Og höggormurinn gusaði eftir konunni úr sínum munni vatni líka sem vatsflóði svo að hún drekktist í flóðinu. En jörðin hjálpaði konunni og upplauk sinn munna og svelgdi flóðið, því er drekinn gusaði úr sínum munni. Og drekinn reiddist konunni og gekk burt að berjast við þá sem yfir voru af hennar sæði, þeir Guðs boðorð varðveita og hafa vitnisburð Jesú Kristi.

Þrettándi kapítuli breyta

Og eg stóð á sjávarsandi, og eg sá dýr uppstíga úr sjánum, það hafði vii höfuð og tíu horn og á sínum hornum vii kórónur og á þess höfðum nöfn háðungarinnar. Og það dýr, sem eg sá, var líkt pardelo og þess fætur sem björnafætur og þess kraftur sem leónakraftur. Og drekinn gaf því sinn kraft og sinn stól og mikla makt. Og eg sá eitt af þessum höfðum svo sem væri það sært til dauða, og þess hin banvæna und varð heil. Og öll veraldarkringlan undraðist það dýrið og tilbáðu drekann, þann sem dýrinu gaf maktina og tilbáðu það dýr og sögðu: Hver er dýrinu líkur, og hver kann að stríða við það?

Og því varð gefinn munnur til að tala mikla hluti og háðungar, og því varð máttur gefinn til að höndla í tvo og fjörutigi mánaði. Og það upplauk sínum munni til að hæða í móti Guði og að lasta hans nafn og hans tjaldbúð og þá á himnum byggja. Og því varð gefið að stríða við heilaga og yfirvinna þá, og því varð gefin makt yfir allar kynkvíslir jarðar og tungumál og þjóðir. Og allir, sem á jörðu byggja, tilbáðu það, hverra nöfn eigi eru skrifuð á lífsbókinni lambsins, það líflátið er af upphafi veraldar. Hefir nokkur eyru, sá heyri. Ef einhver í herleiðing leiðir, sá man í herleiðingu ganga. Ef nokkur í hel slær með sverði, sá hlýtur með sverði í hel sleginn að verða. Hér er þolinmæði og trú heilagra.

Og eg sá annað dýr uppstíga af jörðunni og hafði tvö horn líka sem lamb og talaði svo sem drekinn. Og það gjörir alla makt hins fyrra dýrsins í þess augliti, og það gjörði að jörðin og þeir sem þar á búa, tilbáðu það fyrra dýrið, hvers dauðleg und heil var vorðin. Og það gjörir stór tákn svo að það gjörir einninn eld af himni að falla í manna augsýn og villir þá sem á jörðu búa fyrir sakir þeirra teikna sem því eru gefin til að gjöra í augliti dýrsins, segjandi þeim á jörðu byggja að þeir gjöri mynd dýrinu, því sem undina af sverðinu hafði og lifnaði.

Og því varð gefið að það gæfi myndinni dýrsins anda svo það myndin dýrsins talaði og það gjörði að hver sem helst eigi tilbæði mynd dýrsins, að sá yrði í hel sleginn. Og það gjörir alla smá og stóra, ríka og fátæka, frelsingja og þræla að meðtaka það auðkenningarteikn í sína hægri hönd elligar í sín enni svo það enginn fær að selja eður að kaupa utan hann hafi það auðkenningarmerki eður nafn dýrsins eða tölu þess nafns. Hér er speki. Hver undirstöðu hefir, sá samanreikni tölu dýrsins því að það er mannsins tala, og þess tala er sex hundruð sex og sextigi.

Fjórtándi kapítuli breyta

Eg sá og lamb standa á fjallinu Síon og með því hundrað og fjórar og fjörutigi þúsundir, og þeir höfðu nöfn föður þess skrifuð í sínum ennum. Og eg heyrða rödd af himni svo sem mikils vatsfalls og svo sem rödd mikillar reiðarþrumu. Og röddin, sem eg heyrða, var sem hörpuslagarar, þeir eð slá sínar hörpur, og sungu svo sem nýja lofsöngva fyrir stólnum og fyrir þeim fjórum dýrunum og fyrir öldungunum. Og enginn gat þann lofsöng numið utan einasta þeir hundrað og fjórir og fjörutigi þúsundir sem keyptir eru af jörðunni. Þessir eru og þeir, hverjir eigi flekkaðir eru meður konum því að þeir eru meyjar og fylgja lambinu eftir, hvert það gengur. Þessir eru og keyptir út af mönnum Guði til frumburða og lambinu. Og í þeirra munni er engin lygi fundin því að þeir eru utan flekkan frammi fyrir stóli Guðs.

Og eg sá annan engil fljúga um miðjan himininn, sá hafði ævinlegt evangelion til að kunngjöra þeim sem á jörðu sitja og byggja og allri þjóð og kynferði og tungumáli og fólki og sagði með hárri rödd: Óttist Guð og gefið honum dýrðina því að kominn er tími hans dóms. Og tilbiðjið þann sem gjört hefir himin og jörð og sjóinn og vatsbrunnana. Og annar engill eftirfylgdi, sá sagði: Fallin er hún, fallin er hún, Babylon hin mikla borg, því að hún hefir með víni síns frillulifnaðar drykkjað allar þjóðir.

Og hinn þriðji engill fylgdi þessum eftir og sagði með hárri raust: Ef nokkur tilbiður dýrið og þess mynd og meðtekur það auðkenningarmerki í sitt enni eður á sína hönd, sá man drekka af víni reiðinnar Guðs sem innbyrlað og skært er í bikar hans bræði og mun kvaldur verða með eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og fyrir augliti lambsins. Og reykur þeirra písla man uppstíga um aldir að eilífu, og þeir hafa eigi neina hvíld dag og nótt sem dýrið hafa tilbeðið og þess mynd og ef nokkur hefir þess auðkenningarmerki meðtekið. Hér er þolinmæði heilagra, hér eru þeir sem varðveita boðorðin og trúna á Jesúm.

Og eg heyrða rödd af himni til mín segja: Skrifa: Sælir eru þeir dauðir sem í Drottni deyja í frá þessu. Já, andinn segir, þeir hvílast af sínu erfiði því að þeirra verk fylgja þeim eftir.

Og eg leit, og sjá, að hvítt ský og á skýinu sitja þann líkur var mannsins syni, sá hafði gullkórónu á sínu höfði og í sinni hendi hvassan sigð. Og annar engill gekk út af mustérinu, sá kallaði með hárri raust til þess sem á skýinu sat: Slá til með sigði þínum og sker upp því að kornskerutíminn er kominn af því að haustyrkjan jarðarinnar er þornuð. Og sá er á skýinu sat, hjó til með sínum sigði á jörðina, og jörðin varð haustunnin.

Og annar engill gekk út af mustérinu af himni, sá hafði einninn hvassan sigð. Og annar engill gekk út af altarinu, sá hafði makt yfir eldinum, og hrópaði með miklu kalli til hans, sem hvassan sigðinn hafði, og sagði: Högg til með þínum hvassa sigð og sníð af vínviðarkvistu jarðarinnar því að þeirra vínber eru fullvaxin. Og engillinn hjó til með sínum hvassa sigð á jörðina og sneið af vínkvistu jarðarinnar og snaraði þeim í hina miklu vínþrúgu Guðs reiði. Og vínþrúgan varð utan borgar fergð, og blóðið gekk út af þrúgunni allt til beisltauma hestanna um þúsund sex hundruð renniskeiða.

[Fimmtándi] kapítuli breyta

Og eg sá annað teikn á himni, það var mikið og undarlegt. vii englar höfðu vii hinar síðustu plágur því að meður þeim sömum er fullkomnuð reiði Guðs. Og eg sá svo sem glersjó eldi mengaðan og þá sem sigrað höfðu dýrið og þess mynd og tölu þess nafns það þeir stóðu á glersjónum og höfðu hörpur Guðs og sungu lofsöng Moysi, Guðs þénustumanns, og lofsöng lambsins, segjandi: Mikil og undarleg eru þín verk, Drottinn Guð almáttugur, réttvísir og sannarlegir eru þínir vegir, þú konungur heilagra. Hver skyldi þig eigi hræðast, Drottinn, og mikla þitt nafn? Því að þú einn ert heilagur, af því munu allar þjóðir koma og tilbiðja fyrir þér því þínir dómar eru opinberir vorðnir.

Og eftir það sá eg, og sjá, að upplokið varð mustéri, vitnisburðarins tjaldbúðar, á himni. Og út af mustérinu gengu þeir sjö englar, sem pláguna höfðu, klæddir hreinu skínanda lérefti og gyrtir um brjóstið með gulllindum. Og eitt af fjórum dýrunum gaf þeim sjö englunum sjö gullskálir fullar Guðs reiði, þess er lifir um aldir að eilífu. Mustérið varð fullt með reyk af vegsemd Guðs og hans krafti, og enginn kunni inn að ganga í mustérið þar til það þær vii plágur þeirra vii engla fullkomnaðar verða.

Sextándi kapítuli breyta

Og eg heyrða rödd mikla yfir mustérinu segja til þeirra vii englanna: Farið burt og úthellið þeim skálum Guðs reiði á jörðina. Og hinn fyrsti gekk burt og hellti út sinni skál á jörðina. Og þar urðu ill kaun og skaðsöm á mönnum þeim er auðkenningarmerki dýrsins höfðu og þeir sem þess mynd tilbáðu.

Og sá annar hellti út sinni skálu í sjóinn, og það varð blóð líka sem annars deyðingja, og öll lifandi sál deyði í sjónum.

Og hinn þriðji engill hellti út sinni skálu í vötnin og í vatsbrunnuna, og það varð blóð. Og eg heyrða þann engil segja: Þú Drottinn, sá sem ert og sá sem vart, þú ert réttlátur og heilagur það þú dæmdir þetta. Því að þeir úthelltu blóði heilagra og spámannanna, og blóð hefir þú gefið þeim að drekka því þess eru þeir verðugir. Og eg heyrða annan engil af altarinu segja: Já, Drottinn Guð almáttugur, sannir og réttvísir eru þínir dómar.

Og hinn fjórði engill hellti út sinni skálu í sólina. Og honum varð gefið af hita að kvelja mennina með eldi. Og mönnunum varð heitt af miklum ofurhita og löstuðu nafn Guðs, sá er makt hefir yfir þessar plágur, og gjörðu öngva yfirbót honum dýrð að gefa.

Og hinn fimmti engill hellti út sinni skálu yfir sæti dýrsins. Og þess ríki varð formyrkvað, og af sorg í sundur bitu þeir sínar tungur og löstuðu Guð á himni af sínum sorgum og af sínum kaunum og gjörðu öngva yfirbót fyrir sín verk.

Og hinn sétti engill hellti út sinni skálu í það mikla vatnið Eufrates. Og vatnið þurrkaðist svo að tilreiddur yrði vegur konunganna út af uppgöngu sólarinnar. Og eg sá út af munni drekans og út af munni dýrsins og út af munni þess falska spámanns ganga þrjá óhreina anda líka pöddum, og það eru andar djöfulsins. Þeir gjöra og teikn og ganga út til konunga jarðarinnar og um alla heimskringlu að samansafna þeim til orrustu upp á þann mikla dag Guðs almáttugs. Sjá, eg kem sem þjófur. Sæll er sá sem vakir og varðveitir sín klæði það hann gangi eigi nakinn svo að eigi sjáist hans ósómi. Og hann samansafnaði þeim í þann stað sem kallast á ebresku Harmagedón.

Og sá sjöundi engill hellti út sinni skálu í veðrið, og þar gekk út rödd af himni úr stólnum sem sagði: Það er skeð. Og þar urðu raddir og reiðarþrumur og eldingar, og þar varð mikill jarðskjálfti, hvílíkur að aldri varð upp frá því að menn hafa á jörðu verið þvílíkur jarðskjálfti svo mikill. Og út af þeirri hinni miklu borg urðu þrjár deildir, og borgir heiðinna þjóða hröpuðu. Og hin mikla Babylon varð hugleigð fyrir Guði henni að gefa kalek vínsins sinnar grimmdarreiði. Og allar eyjar flýðu, og engin fjöll urðu fundin. Og hagl stórt sem pund féll af himni á fólkið. Og mennirnir löstuðu Guð fyrir sakir plágu haglsins því að þess plága varð næsta mikil.

Seytjándi kapítuli breyta

Þar kom og einn af sjö englunum, sem höfðu sjö skálirnar, talaði við mig og sagði til mín: Kom, eg man sýna þér dóm hinnar miklu hórkonu sem á mörgum vötnum situr, með hverri hóranir drýgt hafa konungar jarðarinnar, og þeir sem á jörðu búa eru drukknir vorðnir af hennar hóranarvíni. Og hann flutti mig í anda á eyðimörk. Og eg sá þá konu sitja á fögurrauðu dýri, fullt af nöfnum háðungarinnar, hafandi vii höfuð og tíu horn. Og konan var klædd purpura og pelli rauðu og umprýdd gulli og gimsteinum og perlum og hafði í hendinni gullker fullt svívirðinga og óhreininda sinnar hóranar, og í hennar enni nafn skrifað, leyndur dómur: Hin mikla Babylon, móðir frillulifnaðanna og allrar svívirðu á jörðu. Og eg sá þá konu drukkna af blóði heilagra og af blóði píslarvotta Jesú. Og eg undraðist mjög þá eg sá hana.

Og engillinn sagði til mín: Hvar fyrir undrast þú? Eg man segja þér leyndan dóm konunnar og dýrsins, þess sem hana ber og hefir vii höfuð og tíu horn. Það dýr sem þú hefir séð, það var og er eigi og mun upp aftur koma af undirdjúpinu og man svo fara í fyrirdæmingina. Og þeir sem á jörðu búa, hverra nöfn eigi eru skrifuð á lífsbókinni í frá upphafi veraldar, munu undrast nær þeir sjá dýrið, það er var og eigi er, hvert að þó er. Og hér er það hugskot, hvert speki hefir.

Þau vii höfuðin eru vii fjöll, á hverjum það konan situr. Og það eru vii konungar. Fimm eru fallnir, og einn er enn, og sá annar er enn eigi kominn, og nær hann kemur, hlýtur hann stuttan tíma að blífa. Og það dýrið sem var og er eigi, það er sá hinn áttandi og er út af þeim vii og fer í fordæmingina. Og þau tíu horn þú hefir séð, það eru tíu konungar, þeir eð ríkið enn eigi meðtóku, en munu um stutta stund líka sem konungar meðtaka makt með dýrinu. Þessir hafa það eitt ráð að þeir munu gefa sinn kraft og makt dýrinu. Þeir munu og stríða við lambið, og lambið mun þá yfirvinna því að það er Drottinn drottnanna og konungur konunganna og með því þeir sem kallaðir og útvaldir og trúaðir eru.

Og hann sagði til mín: Vötnin, þau þú hefir séð, þar eð hórkonan situr á, eru fólk og lýðir og heiðnar þjóðir og tungumál. Og þau tíu hornin sem þú hefir séð á dýrinu, þau munu hata hórkonuna og munu hana sneyða og nökta gjöra og munu hennar hold eta og hana með eldi brenna því að Guð gaf það í þeirra hjörtu að gjöra hvað honum þókknast að þeir gjöri einn vilja svo að þeir gæfi dýrinu sitt ríki þangað til að fullkomnað yrði Guðs orð. Og konan, sem þú hefir séð, er hin mikla borg, hver sitt ríki hefir út yfir konungum jarðarinnar.

Átjándi kapítuli breyta

Og eftir það sá eg annan engil ofan fara af himni, sá hafði mikla makt, og jörðin var upplýst af hans birti, og kallaði af valdi með hárri rödd og sagði: Hún er fallin, hún er fallin, Babylon hin mikla og er djöflanna heimkynni vorðin og hirsla alls óhreins anda og hirsla alls óhreins og óþakknæmilegs fugls. Því að af reiðinnar víni hennar hóranar hafa allar þjóðir drukkið, og konungar jarðarinnar hafa með henni hóranir drýgt, og hennar kaupmenn eru auðigir vorðnir af hennar miklum munaðsemdum.

Og eg heyrða aðra rödd af himni segja: Útgangið af henni, mitt fólk, svo að þér verðið eigi hluttakarar hennar synda upp á það þér meðtakið eigi sumt af hennar plágum. Því að hennar syndir ná allt til himins, og Drottinn hugleiðir hennar ranglæting. Gjaldið henni svo sem hún hefir goldið yður, og tvefaldið henni það tvefalt aftur eftir hennar verkum. Og með hverjum bikar það hún byrlaði yður, byrlið henni þar í tvefalt aftur. Hve mikið sem hún dýrkaði sig og í sínu munaðlífi var, svo mikið innbyrlið henni kvalir og ekka. Því að hún segir í sínu hjarta: Eg sit og em drottning, og eigi man eg ekkja verða, og öngvan trega mun eg líta. Þar fyrir munu hennar plágur á einum degi koma: Dauði, harmur og hungur, og með eldi mun hún brennd verða því að öflugur er Drottinn Guð, sá er hana mun dæma.

Og konungar jarðarinnar, þeir sem meður henni hafa hóranir drýgt og í munaðsemd lifað, munu gráta hana og kveina sér yfir henni nær þeir sjá reyk af hennar bruna, þeir í fjarlægð standa fyrir hræðslu sakir hennar kvala og segja: Vei, vei, Babylon, hin mikla borg, sú hin sterka borg, það á einni stundu er kominn hennar dómur. Og kaupmenn jarðar munu gráta og harma yfir henni því að þeirra kaupeyri man enginn kaupa meir, kaupeyri gulls og silfurs og gimsteina og perlur og silki og purpura og skarlat og allsháttaðan dýrindis við og allsháttuð ker af fílabeinum og allra handa ker af dýrmætum viði og af eiri og af járni og marmara og jurtir og smyrsl og vín og viðsmjör, rúg og hveiti, kvikfé og sauði, hesta og vagna og líkami og sálir mannanna.

Og það aldini, þar þín sála hafði girnd á, er frá þér vikið, og allt hvað feitt og frjálslegt var, það er frá þér vikið, og þú munt það eigi lengur finna. Kaupmenn þessarar vöru, hverjir af henni auðigir vorðnir eru, munu fjarlægt standa af hræðslu hennar kvala, grátandi og harmandi og segja: Vei, vei, hin mikla borg sem með silfri, purpura og skarlati var klædd og með gulli var fáguð og gimsteinum og perlum. Því að á einni stundu er slíkur ríkidómur að öngu vorðinn.

Og allir skipstjórnarmenn og allur sá skari, sem á skipum hantérar, og skipverjar, þeir á sjónum hantéra, stóðu í fjarska og kölluðu þá þeir sáu reykinn af hennar bruna og sögðu: Hver er lík þessari hinni miklu borg? Og þeir jusu moldu yfir höfuð sér og kölluðu grátandi og harmandi og sögðu: Vei, vei, sú hin mikla borg, í hverri auðigir eru vorðnir allir þeir sem skipin höfðu á sjónum með hennar vöru. Því að á einni stundu er hún í eyði lögð.

Gleð þig yfir henni, himinn og þér heilagir postular og spámenn, því að Guð hefir yðvarn dóm á henni dæmt. Og einn öflugur engill tók upp stein stóran sem kvarnarstein og kastaði honum í sjóinn og sagði: Svo man með einum byl útkastast hin mikla Babylon og eigi meir fundin verða. Og söngmanna rödd og hörpusláttara og þeirra í pípur blása og í lúðra þeyta skal eigi meir heyrast í þér, og enginn embættismaður, hvers sem helst embættis hann er, skal meir í þér fundinn verða. Kvernarhljóð skal eigi meir í þér heyrt verða, og rödd brúðgumans og brúður skal eigi meir í þér heyrð verða. Því að þínir kaupmenn voru höfðingjar á jörðu því að fyrir þína fjölkynngi fóru villar allar þjóðir. Og blóðið spámannanna og heilagra er í henni fundið og allra þeirra sem á jörðu eru í hel slegnir.

Nítjándi kapítuli breyta

Eftir þetta heyrða eg mikla rödd mikils fjölda á himni, segjandi: Hallelúja, heilsa og heiður, dýrð og kraftur sé Guði vorum Drottni. Því að sannir og réttvísir eru hans dómar það hann fordæmdi hina miklu hórkonu sem jörðina meður sinni hóran fordjarfaði, og blóðs sinna þjóna af hennar hendi hefir hann hefnt. Og þeir sögðu enn aftur í annað sinn: Hallelúja. Og rödd gekk út af stólnum sem sagði: Lofið vorn Guð, allir hans þjónar og þeir hann óttast, bæði smáir og stórir.

Og eg heyrða rödd mikils fjölda og svo sem nyð mikilla vatna og svo sem rödd megnrar reiðarþrumu. Þeir sögðu: Hallelúja, því að Guð almáttugur hefir ríkið undir sig lagt. Fögnum og verum glaðir og gefum honum dýrð því að brúðkaup lambsins er komið, og þess húsfrú hefir sig tilreitt. Og henni varð gefið það hún skyldi umklæða sig með hreinu og skínanda silki. En það silki eru réttlætingar heilagra. Og hann sagði til mín: Sælir eru þeir sem til kveldmáltíðar lambsins eru kallaðir. Og hann sagði til mín: Þetta eru sannarleg Guðs orð. Og eg féll niður fyrir honum til fóta hans að eg tilbæði hann, og hann sagði til mín: Sjá til að þú gjör það ei. Eg em þinn samþjón og þinna bræðra og þeirra sem hafa Jesú vitnisburð. Tilbið þú Guð. En vitnisburður Jesú er andi spádómsins.

Og eg sá himininn opinn, og sjá, að hvítur hestur og sá sem þar sat á hét Trúr og Sannarlegur og dæmir og stríðir meður réttlæti. Og hans augu er[u] sem eldslogi og á hans höfði margar kórónur. Og hann hafði nafn skrifað það enginn þekkti nema sjálfur hann og var klæddur því klæði sem með blóði var dreift, og hans nafn hét Guðs orð. Og honum eftirfylgdi allur her, sá á himni er, á hvítum hestum klæddir í hvítu og hreinu silki. Og af hans munni framgekk tvíeggjað sverð það hann slægi þar með heiðnar þjóðir, og hann mun stjórna þeim meður járnvendi. Og hann fóttreður þrúgu bræðinnar víns og reiði Guðs almáttugs og hefir nafn skrifað á sínu fati, á sinni lend líka svo: Konungur konunganna og Drottinn drottnanna.

Og eg sá einn engil standa í sólunni. Og hann kallaði hárri rödd og sagði til allra fugla sem undir himni fljúga: Komið og samansafnið yður til kveldverðar hins mikla Guðs að þér etið hold konunganna og landsstjórnaranna og hold öflugra og hestanna og þeirra sem þar upp á sátu og hold allra frelsingja og þjónustumanna, bæði smárra og stórra. Og eg sá dýrið og konunga jarðarinnar og þeirra lið samansafnað til að halda stríð við þann sem á hestinum sat og við hans her.

Og dýrið varð höndlað og með því sá falski spámaður sem teiknin gjörði fyrir því af hverjum hann villti þá sem auðkenningarmerki dýrsins meðtóku og þá er mynd dýrsins tilbáðu. Þessir báðir tveir urðu lifandi fleygðir í eldsins díki það með brennusteini logar. Og þeir aðrir urðu í hel slegnir með sverði þess sem á hestinum sat það út af hans munni gekk, og allir fuglar urðu saddir af þeirra holdi.

xx. kapítuli breyta

Og eg sá engil ofan stíga af himni. Sá hafði lykil undirdjúpsins og mikla járnhlekki í sinni hendi. Og hann höndlaði drekann hinn gamla höggorm, hver að er djöfullinn og andskotinn, og batt hann um þúsund ár og fleygði honum í undirdjúpið og innilukti hann og innsiglaði þar ofan yfir að hann skyldi eigi meir villa heiðnar þjóðir þangað til að útenduð yrði þúsund ár og eftir það hlyti hann laus að verða um stutta stund.

Og eg sá stóla, og þeir sátu á þeim, og þeim varð dómur gefinn. Og þeirra sálir sem afhöfðaðir voru vegna vitnisburðarins Jesú og fyrir Guðs orðs sakir og þeir sem ekki höfðu tilbeðið dýrið né þess mynd og þeir eigi meðtekið höfðu auðkenningarmerki í sín enni eður á sínar hendur, þessir lifðu og ríktu með Kristi þúsund ára. En hinir aðrir dauðu endurlifnuðu ekki þar til að þúsund ár fullkomnuðust. Þetta er hin fyrsta upprisa. Sæll er sá og heilagur sem hlutdeild hefir á hinni fyrstu upprisu. Yfir þvílíkum hefir sá annar dauði öngva makt, heldur verða þeir kennimenn Guðs og Kristi og ríkja með honum þúsund ára.

Og nær þau þúsund ár eru fullkomnuð, þá man sá andskoti laus verða af sínu fjötri og mun út ganga að villa hina heiðnu sem að eru í fjórum áttum jarðarinnar, Góg og Magóg, að samansafna þeim til baráttu, hverra tala er sem sjávarsandur og hverjir uppstíga yfir vídd jarðar og umkringja herbúðir heilagra og hina elskulegu borg. Og eldur kom að ofan frá Guði af himninum og svelgdi þá. Og djöfullinn, sá þá villti, varð kastaður í eldsins díki og brennistein þar eð dýrið og sá falski spámaður var og verða kvaldir dag og nótt um aldur og ævi að eilífu.

Og eg sá mikinn stól skínanda og þann sem þar upp á sat, fyrir hvers augliti að flýr himinn og jörð, og þeim var enginn staður fundinn. Og eg sá hina dauðu, bæði stóra og smá, standa fyrir Guðs augliti, og bækurnar urðu upplátnar. Og önnur bók varð opnuð, hver að er lífsins. Og hinir dauðu urðu dæmdir eftir því sem skrifað er á bókum eftir þeirra verkum. Og sjórinn gaf fram þá dauðu sem í honum voru, og dauði og helvíti gaf upp þá dauðu sem í þeim voru, og þeir urðu dæmdir, hver einn eftir sínum verkum. Og dauði og helvíti urðu köstuð í eldsins díki, það er sá annar dauði. Og ef nokkur finnst eigi skrifaður á lífsbókinni, sá verður kastaður í eldsins díki.

xxi. kapítuli breyta

Og eg sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrsti himinn og fyrsta jörð forgekk, og sjórinn er eigi meir. Og eg, Jóhannes, sá hina heilögu borg, þá nýju Jerúsalem, ofan fara af himni frá Guði tilreidda svo sem prýdd brúður sínum manni. Og eg heyrði rödd mikla af stólinum segja: Sjá, þar tjaldbúð Guðs hjá mönnum, og hann man hjá þeim byggja, og þeir munu hans fólk vera, og Guð sjálfur meður þeim mun þeirra Guð vera. Og Guð mun þerra öll tár af þeirra augum. Dauði man eigi meir vera, eigi harmur né kveinan eða hryggð mun meir vera, því að hið fyrsta er umliðið. Og sá upp á stólnum sagði: Sjá, eg gjöri það allt saman nýtt. Og hann sagði til mín: Skrifa þú því að þessi orð eru sönn og trúanleg.

Og hann sagði til mín: Það er gjört. Eg em A og O, upphaf og niðurlag. Eg man þyrstum gefa af brunni lifanda vats fyrir ekki. Hver eð yfirvinnur, sá mun eignast allt það, og eg man hans Guð vera, og hann mun minn sonur vera. En þeim óttafullum og vantrúuðum og svívirðilegum og manndrápurum og frillulifnaðarmönnum og töfrurum og skurguðadýrkurum og öllum ljúgurum, þeirra hlutdeild mun vera í díkinu sem með eldi og brennisteini logar, hvert að er sá annar dauði.

Og einn af þeim vii englunum, sem hafði þær vii skálir fullar með þær vii síðustu plágur, kom að mér og talaði við mig og sagði: Kom, eg man sýna þér húsfrúna, brúður lambsins. Og hann tók mig burt í anda upp á hátt og mikið fjall og sýndi mér hina miklu borg, þá heilögu Jerúsalem, ofan fara af himni frá Guði, hafandi bjartleik Drottins. Og hennar ljós var líkt hinum dýrmætasta steini svo sem skær jaspis og hafði mikla og háva múrveggi og hafði tólf hlið og í þeim hliðunum tólf engla og nöfn skrifuð, hver að eru tólf kynkvíslir Íraelssona, af austri þrjú hlið, af norðri þrjú hlið, af suðri þrjú hlið, af vestri þrjú hlið. Og múrveggir borgarinnar höfðu tólf grundvelli og í þeim sömum nöfn þeirra tólf postula lambsins.

Og sá við mig talaði hafði gulllegan reyrkvarða það hann skyldi mæla borgina og hennar hlið og múrveggi. Og borgin er sett ferköntuð, og lengd hennar er svo mikil sem breiddin. Og hann mældi borgina með gullreyrnum upp á tólf þúsund renniskeiða. Lengdin og breiddin og hæðin hennar er líka jafnt. Og hann mældi hennar múrveggi hundrað fjórar og fjörutigi álnir eftir þess manns mæling sem engil hefir. Og smíði hennar múrveggja var af jaspis og borgin af skíru gulli lík skæru gleri. Og grundvellirnir og múrveggir borgarinnar voru prýddir með allsháttaða gimsteina. Hinn fyrsti grundvöllur var jaspis, sá annar safír, þriðji kalsedóníus, fjórði smaragðus, fimmti sardóníkus, sétti sardís, sjöundi krýsólítus, áttandi beryllus, níundi tópasíus, tíundi krýsófras, ellifti hýasintus, tólfti ametýst.

Og þau tólf hliðin voru tólf perlur, og sérhvert hliðið var af sérhverri perlunni. Og strætin borgarinnar voru skíra gull svo sem gegnum skínanda gler. Og eg sá þar ekkert mustéri inni því að Drottinn Guð almáttugur er hennar mustéri og lambið. Og borgin þarf eigi sólar né tungls það þau lýsi í henni því að Guðs bjartleiki upplýsir hana, og ljós hennar er lambið. Og þær þjóðir sem hjálpast, ganga í því sama ljósi, og konungar á jörðu munu innflytja sína dýrð í þá hina sömu. Og hennar hlið verða ekki um daginn afturlukt því að þar man engin nótt vera. Og ekkert saurugt og svívirðilegt og lygn man þar innganga utan þeir sem skrifaðir eru á lífsbókinni lambsins.

Tvö og tuttugasti kapítuli breyta

Og hann sýndi mér hreint vatsfall svo skært sem kristallus framfljótandi af stóli Guðs og lambsins. Mitt á hennar stræti og báðumegin vatsins stóðu lífsins tré, og það bar tólfháttaðan ávöxt og færði sinn ávöxt á sérhverjum mánaði, og laufblöð trésins dugðu til heilsubótar heiðinnar þjóðar. Og þar man ekkert bölvanlegt meir vera. Og stóll Guðs og lambsins mun þar inni vera. Og hans þjónar munu honum þjóna og hans andlit sjá, og hans nafn man í þeirra ennum vera. Og eigi mun þar nótt vera og eigi við þurfa nokkurrar lýsingar eður ljósi sólar því að Guð Drottinn mun sjálfur lýsa þeim, og þeir munu ríkja um aldir að eilífu.

Og hann sagði til mín: Þessi orð eru traust og sönn. Og Drottinn, Guð heilagra spámanna, hefir sent sinn engil til að kunngjöra sínum þjónum hvað snarlega hlýtur að ske. Sjáið, eg kem snart. Sæll er sá sem varðveitir orðin spádómsins í þessari bók. Og eg em Jóhannes sem þetta séð og heyrt hefir. Og þá eg hafða það heyrt og séð, féll eg fram að tilbiðja fyrir fætur engilsins, þess mér sýndi þetta. Og hann sagði til mín: Gæt að þú gjör eigi þetta. Því að eg em þinn samþjón og þinna bræðra, spámannanna og þeirra sem varðveita orð þessarar bókar. Tilbið þú Guð.

Og hann segir til mín: Uppteikna ekki orð spádómsins í þessari bók því að tíminn er í nánd. Hver skaðsamur er, sá sé skaðsamur, hver óhreinn er, sá sé óhreinn, en hver réttvís er, sá verði enn réttvísari, og hver heilagur er, sá verði enn heilagri. Og sjáðu, eg kem snarlega og mín verðlaun meður mér að eg gjaldi hverjum sem einum svo sem hans verk vera mun. Eg em A og O, upphaf og endir, fyrstur og síðastur. Sælir eru þeir sem hans boðorð varðveita upp á það að þeirra makt sé á lífstrénu og um hliðin innganga í borgina. Því að þar fyrir utan eru hundarnir, fjölkynngismenn og saurlifnaðar og manndráparar og skurguðadýrkendur og allir þeir sem elska og gjöra lygina.

Eg, Jesús, útsendi minn engil að hann vitnaði yður þetta í samkundunum. Eg em af rót og kyni Davíðs, skær morgunstjarna. Og andinn og brúðurin sögðu: Kom. Og hver eð heyrir, sá segi: Kom. Og hver hann þyrstir, sá komi. Og hver að vill, sá meðtaki orðið lífsins fyrir ekki.

En eg vitna öllum þeim sem heyra orð spádómsins þessarar bókar að ef einhver setur þar nokkuð til, þá mun Guð tilsetja yfir hann allar plágur sem skrifaðar eru í þessari bók. Og ef einhver tekur þar nokkuð í frá út af orðum bókarinnar þessarar spásögu, þá mun Guð afmá hans deild af lífsbókinni og frá hinni heilögu borg og af því sem í þessari bók skrifað er. Þetta segir sá sem þessu ber vitni: Já, eg kem snarlega. Amen.

Já, kom þú, Drottinn Jesús. Náð vors Drottins Jesú Kristi sé með yður öllum. Amen.