Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir þeim þrimur S. Jóhannis pistlum

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar  (1540)  höfundur Oddur Gottskálksson
(Formáli yfir þeim þrimur S. Jóhannis pistlum)

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Þessi hinn fyrsti pistill sankti Jóhannis er réttilega einn postullegur pistill og skyldi með réttu strax hans guðsspjöllum eftirfylgja. Því að líka svo sem hann út í guðsspjöllunum trúna framknýir, líka svo mætir hann hér í þessum pistli þeim sem sér hrósa trúarinnar án verkanna og lærir margfaldlega það verkin eigi eftirblífi, hvar eð trúan er. En ef verkin verða eigi, þá er sú trúa ekki réttileg, heldur lygi og myrkur. En þetta sama gjörir hann eigi með rekstri upp á lögmálið líka sem Jakobs pistill gjörir, heldur með tillokkan það vér einninn skulum elska líka svo sem Guð hefir oss elskað.

Hann skrifar hér og einninn inni hart í gegn þeim Kerinter og í gegn anda hins Antikrists sem þá þegar í það sinni upphóf Kristum að afneita það hann hefði holdgan á sig tekið, hvað nú allra fyrst rétt í sveifing gengur. Því þótt vær nú um stundir ekki opinskárlega afneitum með munninum það Kristur hafi holdgan á sig tekið, þá afneita þeir þó það með hjartanu, með lærdóminum og með lifnaðinum. Því að hver eð fyrir sín verk og gjörðir vill frómur og hjálplegur verða, hann gjörir jafnt líka svo mikið sem sá er Kristum afneitar af því að Kristur hefir þar fyrir holdgan á sig tekið það hann oss án vorra verka alleinasta fyrir sitt blóð fróma og hjálplega gjörði.

Svo stríðir nú þessi pistill í gegn báðum pörtum, sem er í gegn þeim er algjörlega án verkanna vilja í trúnni vera og í gegn þeim sem með sínum verkum vilja frómir verða og heldur oss svo upp á þeirri réttri miðgötu það vér fyrir trúna verðum frómir og syndalausir. Og þar eftir á, nær vér erum frómir, þá iðkum sjálfkrafa kærleikann og góð verk fyrir Guðs sakir án alla eftirleiting vors ábata.

Hinir aðrir tveir pistlarnir eru öngvir lærdómspistlar, heldur eftirdæmi kærleiksins og trúarinnar og hafa einninn einn réttan postullegan anda.