Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir S. Jakobs pistil

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540)
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Formáli yfir S. Jakobs pistil)
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Þennan pistil hins heilaga Jakobi, þótt að hann sé af hinum gömlu fyrir óðal lagður, þá lofa eg hann þó og held góðan vera, helst þar fyrir það hann öngva mannasetninga innsetur og Guðs lögmál allharðlega rekur. En það eg segi mína meining þar um, en öngum þó til villu né hjátrúar neinnrar, þá þyki mér sem hann sé eigi nokkurs postula ritning, og er þetta mitt tilefni.

Í fyrstu það hann svo strengilega í gegn S. Páls og allri annarri ritning réttlætið verkunum tileignar og segir það Abraham sé af sínum verkum réttlátur vorðinn þann tíð hann son sinn offraði sem að S. Páll (Ró. iii) þar í gegn lærir og segir það Abraham sé án verka réttlátur vorðinn alleinasta fyrir trú sína og útvísar það meður Moysen (Gene. xv) löngu áður en hann syni sínum offraði. Nú þótt þessum pistli yrði við hjálpað og ein glóseran fyndist yfir slíkt réttlæti verkanna, þá kann hann þó ekki þar inni að forsvarast sem hann þá málsgrein Moysi (Gene. xv) (hver eð alleinasta um Abrahams trú og ekki um hans verk talar eftir því sem S. Páll, Róma. iv, útskýrir) verkunum tileignar. Fyrir því úrskurðar það þessi brestur það hann varla megi vera nokkurs postula. Í annarri grein það hann vill kristnum lýð kenna og getur ekki eitt sinn í svo langri orðræðu pínunnar og Krists upprisu né hans náðarinnar anda. Hann nefnir þó Kristum í sumum stöðum, en kennir ekki grandið af honum utan segir af almennilegri trú á Guð. Því að embætti eins réttilegs postula þá er það hann af písl og upprisu Kristi og hans embætti prediki og leggja þess sama grundvöll svo sem að sjálfur hann segir (Jóh. xv): Þér munuð vitnisburð af mér gefa. Í því verða allar þær sem réttilega heilagar bækur eru inni samhljóðandi að þær allar saman predika Kristum og eyrindi reka. Svo er það og einninn rétt próf til allar bækur að straffa nær vér sjáum hvort þær reka Krists eyrindi eður ekki eftir því að öll ritningin tjáir og lærir eigi annað en Kristum líka sem hinn heilagi Páll, Ró. iii, vill eigi af öðru vita utan alleinasta Kristo sem hann segir í Korint. ii: Hvað Kristum ekki lærir, það er ei postullegs embættis þótt það einninn sjálfir höfuðspekingarnir kenndu. En þar í mót hvað helst Kristum predikar, það sé postullegt þótt það síðstur manna segði.

En þessi Jakobus gjörir eigi meir utan hann drífur til lögmálsins og þess verka og fleygir svo óskikkanlega einu í annað svo að mér þykir sem hann muni verið hafa einn góður, dugandi mann, sá er stöku greinir út af lærisveinum postulanna hafi höndlað og hafi svo upp á bókfelli ritað. Elligar kann að ske að það sé út af predikan hins heilaga Jakobi uppskrifað af einum öðrum til. Hann kallar og lögmálið eitt lögmál frelsisins, hvert að S. Páll kallar þó eitt lögmál þrælkunarinnar og reiðinnar, syndarinnar og dauðans.

Fram yfir það þá iðkar hann málsgreinir hins heilaga Petri, það að kærleikurinn hylji syndafjöldann, item: Lítillætið yður undir Guðs hönd, item málsgrein S. Páls (Galatas v) það andann lysti í gegn holdinu. Svo þó að hinn heilagi Jakobus var langri ævi af Heródes til Jerúsalem (fyrr en S. Pétur) líflátinn, hvað að þó sýnist það hann hafi löngu seinni verið en þeir Pétur og Páll.

Summan er það þessi hefir viljað verja þeim sem sig upp á trúna án verkanna forlétu og hefir til þeirrar málsvarnar næsta bjúgur verið og viljandi því með lögmálsre postularnir með hvatning til kærleiksins útvega. Fyrir því kann eg hann (segir doktorinn) ekki að telja meðal réttra höfuðbóka, viljandi þó öngum þar með hamla það hann telji hann setji og upphefji svo hátt sem honum sjálfum vel líkar. Því að þar eru margar ágætar og góðar greinir inni skrifaðar.