Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/S. Jakobs pistill

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Fyrsti kapítuli

breyta

Jakob, þjón Guðs vors Drottins Jesú Kristi, þeim tólf kynkvíslum, sem sundurdreifð fögnuð nær þér í margvíslegar freistanir íhratið. Og vitið það að reynslan yðvarrar trúar verkar þolinmæði, en þolinmæðin hefir fullkomið verk svo að þér séuð fullkomnir og algjörðir og í öngu brest hafandi.

Og ef einhver yðar þarf við vísdóms, hann biðji af Guði, sá er nóglega gefur hverjum manni og útdrepur það öngum, svo og einninn mun honum það gefast. En hann biðji í trúnni og efi ekki. Því að sá sem efablandinn er, hann er líka sem sjávarbylgja, sú er af vindi verður drifin og uppvægð. Þvílíkur maður þenki ekki það hann muni af Guði nokkuð öðlast því efablandinn maður er óstöðugur í öllum sínum vegum.

En sá bróðir, sem sig lækkar, hann hrósast í sinni upphafning. Og hann sem ríkur er, hann hrósast í sinni lítillæting. Því að líka svo sem blómstur grassins mun hann forganga s og blómstrið affellur og þess fagra álit fordjarfast. Líka svo man auðigur í ríkdæmi sínu uppþorna.

Sæll er sá maður sem freistingina þolinmóðlega líður því þar með hann verður reyndur mun hann öðlast lífsins kórónu, hverri Guð hefir fyrirheitið þeim sem hann elska. Enginn segi nær hann freistast það hann af Guði freistaður verði. Því að Guð er enginn freistari hins vonda, og einskis freistar hann, heldur freistast hver einn nær hann tilteygist af sinni eigin girnd og lokkaður verður. Og síðan, það girndin hefir getið, fæðir hún syndina, en nær syndin er fullkomnuð, fæðir hún dauðann. Villist eigi, kærir bræður. Öll góð gjöf og öll fullkomin gjöf kemur að ofan frá föðurnum ljóssins, í hjá hverjum er engin umskipting né býting ljóssins og myrkursins. Því hann hefir oss getið eftir sinni vild fyrir sannleiksins orð upp á það vér værum frumburðir hans skepna.

Fyrir því, kærir bræður, sé hver maður fljótur að heyra, en tregur að tala og til reiði tregur. Því að mannsins reiði gjörir það eigi, hvað fyrir Guði réttferðugt er.

Þar fyrir afleggið allan óhreinleik og illsku og viðtakið orðið með hógværi, það í yður er rótsett, hvað er kann yðrar sálir hjálplegar gjöra.* Verið og einninn gjörendur orðsins, en eigi alleinasta tilheyrendur, hvar þér sjálfa yður með á tálar dragið. Því ef einnhver er orðsins tilheyrari og enginn gjörari, sá er líkur þeim manni sem sína líkamlega ásjánu í spegli skoðar. Því eftir það hann hefir skoðað sig og jafnskjótt sem hann gengur burt þaðan, þá gleymir hann hverninn hans yfirlit var. En hver í gegnum skoðar hið algjörða lögmál frelsisins og staðnæmist þar inni og er enginn forgleymanlegur heyrari, heldur gjörningsins gjörari, sá sami mun hjálplegur vera í sínu verki.

En ef einhverjum á meðal yðar lætur sér þykja það hann þjóni Guði og teymir eigi sína tungu, heldur forvillir sitt hjarta, þess guðrækni er hégómi. En skær og óflekkuð guðrækni hjá Guði föður er hún sem vitjar ekkna og föðurlausra í þeirra hörmungum og sig óflekkaðan af heiminum varðveitir.*

Annar kapítuli

breyta

Bræður mínir, þér skuluð eigi meina það trúan á Jesúm Kristum, vorn Drottin dýrðarinnar, hafi manngreinarálit. Því þó að inngangi í yðra samkund maður berandi gullbaug og í kostulegum klæðum, en þar kæmi einninn fátækur í ljótum klæðnaði og þér sæjuð á þann sem dýrlegan klæðnað bæri, segðuð til hans: Sit þú hér í góðum sessi, -og til hins fátæka segðuð: Statt þú þarna, - eða: Set þig hér á skör fóta minna, - það úrskurðið þér ekki rétt með sjálfum yður, heldur verðið þér dómarar vondra hugrenninga.

Heyrið til, bræður mínir elskulegir. Hefir Guð ekki útvalið fátæka þessarar veraldar, þá í trúnni ríkir eru og erfingjar ríkisins, hverju hann hefir fyrirheitið þeim sem hann elska? En þér hafið vanheiðrað hina fátæku. Eru hinir ríku eigi þeir sem með yfirgangi niðurþrykkja yður og þeir eð framdraga yður fyrir dómstóla? Hæða þeir ekki það hið góða nafn sem þér eruð afkallaðir.

Og ef þér fullkomnið það konunglega lögmál eftir ritningunum það elska skulir þú náunga þinn svo sem sjálfan þig, þá gjöri þér vel. En ef þér hafið manngreinarálit, þá drýgi þér synd og verðið ávítaðir af lögmálinu svo sem yfirtroðslumenn. Því þótt að einnhver héldi allt lögmálið og brotlegur verður í einu, þá er sá þegar alls þess sekur. Því að hann sem sagt hefir það eigi skulir þú hór drýgja, sá hefir einninn sagt það eigi skulir þú í hel slá. Þótt að þú drýgir nú eigi hór, en í hel slær, þá ert þú yfirtroðslumaður hins lögmálsins. Líka svo talið og svo gjörið sem að þeir eð skulu fyrir lögmál frelsisins dæmdir verða. En þar mun ómiskunnsamur dómur yfir þann ganga sem öngva miskunnsemi hefir gjörða, og miskunnin, hún hrósar sér í móti dóminum.

Hvað stoðar það, kærir bræður, þótt einnhver segi hann hafi trúna og hefir eigi verkin? Getur trúan gjört hann hjálplegan? En ef nokkur bróðir eða systir væri nakin og þörf hefði daglegrar næringar og þó einnhver yðar segi til þeirra: Farið í friði, gjörið yður heitt og mettið yður, - en gefi þeim ekki hvað líkamans nauðþurft er, hvað hjálpaði þeim það? Svo og líka trúan nær eð hún hefir engin verkin, þá er hún dauð í sjálfri sér.

En þar mætti einnhver segja: Þú hefir trúna, og eg hefi verkin. Sýn þú mér trú þína út af verkum þínum, og man eg sýna þér mína trú af mínum verkum. Þú trúir að einn sé Guð. Það gjörir þú vel. Djöflarnir trúa einninn og eru þó óttaslegnir.

En viltu vita, þú hégómamaður, það trúan án verkanna sé dauð? Er eigi Abraham, faðir vor, af verkunum réttlátur vorðinn þá hann offraði syni sínum, Ísak, yfir altarið? Þar sér þú það trúan hefir samverkað hans gjörðum, og út af verkunum er trúan fullkomleg vorðin. Og ritningin er uppfyllt sem að segir: Abraham trúði Guði, og það er honum talið til réttlætis, - og er Guðs vin kallaður. Svo sjái þér nú það maðurinn verður af verkunum réttlátur og eigi alleinasta út af trúnni. Svo og einninn portkonan Rahab. Er hún ekki af verkunum réttlát vorðin þá hún meðtók sendiboðana og lét þá um annan veg í burt fara? Því að líka sem líkaminn er án andans dauður, svo er og einninn trúan án verkanna dauð.

Þriðji kapítuli

breyta

Hirðið eigi, bræður mínir, fleiri lærimeistarar að vera. Og vitið það vér munum þess meira dóm fá því að allir vér brjótum margfaldlega. En hver hann verður eigi brotlegur í neinu orði, sá er algjörður maður og kann öllum líkamanum í taumi að halda. Sjáið það vér beislum hestana svo að þeir hlýði oss og snúum um öllum þeirra líkam. Sjáið skipin, þó að þau sé stór og verða af megnum vindi rekin, þá verður þeim þó vent af litlu stýri, hvert út sem sá vill er stýrir. Svo er einninn tungan lítill limur og uppbyrjar þó stóra hluti.

Sjáið hverninn svo lítill eldur, hversu mikinn skóg hann kann upp að tendra. Tungan er einninn eldur, veröld full ranglætis. Svo er tungan meðal vorra lima og flekkar allan líkamann og uppkveikir alla vora sýslan nær hún af helvískum upptendruð er.

Því að allar náttúrur dýra, fugla og orma og sjóskrímslanna verða tamdar og eru tamdar af mannlegri náttúru, en tunguna getur enginn manna tamið, hið óspakláta, illt, fullt dauðlegs eiturs. Meður henni dýrkum vér Guð föður og með henni formælu vér náunganum, eftir Guðs mynd gjörðum. Af hinum sama munni framgengur blessan og bölvan. Það skal eigi svo vera, kærir bræður. Útvellir nokkuð brunnurinn af samri upprás sætu og beisku vatni? Getur nokkuð, bræður mínir, fíkjutré, viðsmjör eða vínviður fíkjur borið? Líka svo kann ekki hinn sami brunnur salt vatn og sætt að gefa.

Hver hann er vitur og forsóktur á meðal yðar, hann auðsýni af góðri umsýslan sín verk í hógværð og hyggindi. En ef hafi þér beiska öfund og hatur í yðrum hjörtum, svo hrósið yður ekki og ljúgið ekki í gegn sannleikanum. Því að það er ekki sú viska sem af ofan kemur, heldur jarðleg, líkamleg og djöfulleg. Því hvar öfund og hatur er, þar er óstaðfesti og allir hlutir illir. En sú viska, sem af ofan kemur, er fyrst hreinlíf, þar næst friðsöm, hóglát, málhlýðin, góðu samlunduð, full miskunnsemda og góðs ávaxtar, óágreiningarsöm, án smjaðurs. En réttlætisins ávöxtur verður þeim í friði sáður sem friðinn halda.

Fjórði kapítuli

breyta

Hvaðan koma stríð og baráttur á meðal yðar? Koma þær eigi af yðar girndum sem stríða í yðrum limum? Þér eruð lostagjarnir og öðlist þar með ekkert, þér hatið og öfundið og vinnið þar með ekkið. Þér sláist og berjist og hafið ekki því þér biðjið ekki. Þér biðjið og öðlist ekki af því þér biðjið vondslega svo að þér sóið því í yðrum lostagirndum. Þér hórunarmenn og hórdómskonur, viti þér ekki það veraldarinnar vinfengi er Guðs óvinskapur. Hver veraldarvinur vill vera, sá man Guðs óvin vera. Eða meini þér það ritningin segi til ónýts það að þann anda sem í yður byggir það hann lysti í gegn öfundinni og gefur náðina meiri?

Hvar fyrir segir hann: Guð mótstendur dramblátum, en lítillátum gefur hann náð. Því verið Guði undirgefnir, standið í mót djöflinum, svo flýr hann frá yður. Nálægið yður að Guði, svo nálægir hann sig til yðar. Hreinsið yðar hendur, þér syndugir, og hreinferðug gjörið yðar hjörtu, þér efunarsamir. Verið vesallegir, sýtið og harmið. Því yðar hlátur skal umsnúast í grát og yðvar gleði í hryggð. Lækkið yður fyrir Guði, þá mun hann upphefja yður. Bakbítið ekki hver annan, kærir bræður. Því hver hann bakmælir bróður sínum og hjalar um hann, sá bakmælir lögmálinu og dæmir um lögmálið. En dæmir þú um lögmálið, þá ert þú ekki gjörningsmaður lögmálsins, heldur dómari. Því einn er sá lögmálsgjafari og dómari sem að um náunga þinn dæmir?

Sjáið nú til, þér sem segið: Í dag elligar á morgun munum vér ganga í þessa eður þá borg og viljum þar árið um dveljast og kaupskap fremja og ávinning gjöra. Þér sem þó eigi vitið hvað á morgin ske mun.

Því hvað er yðart líf? Ryk er það sem litla stund varir, en síðan hjaðnar það. Þar fyrir skulu þér segja: Ef að vér lifum og ef Guð vill, þá viljum vér þetta eður það gjöra. En nú metni þér yður í yðvarri drambsemi. Öll svoddan metnan er vond. Því að hann sem kann nokkuð gott gjöra og gjörir það ekki, þeim er það synd.

Fimmti kapítuli

breyta

Nú vel, þér auðigir, ýlið og æpið yfir yðar vesöldum, þeim yfir yður skulu koma. Yðvar ríkidæmi eru úlnuð og klæði yðar eru mölétin, gull yðvart og silfur er forryðgað og þeirra ryð mun yður til vitnisburðar vera og man tæra yðru holdi sem eldur. Þér hafið yður reiðisjóðum safnað á síðustu dögum. Sjáið að launin verkmannanna, þeirra sem yðar akurlönd hafa uppyrkt, og hvað þér hafið þá umsvikið, það hrópar, og það þeirra hróp er komið til eyrna Drottins Sabaots. Þér hafið kræsilega lifað á jörðu og yðrar lostasemdir drýgt og kappalið yðar hjörtu svo sem til slátrunardags. Hinn réttláta hafi þér fordæmt og í hel slegið. Og hann hefir eigi mótstaðið yður.

Fyrir því verið þolinmóðir, kærir bræður, allt upp á tilkomu Drottins. Sjáið það akurkallinn væntir ágætlegs ávaxtar jarðarinnar, það þolinmóðlega umlíðandi þar til hann fær morgunregn og kveldskúra. Veri þér einninn þolinmóðir og styrkið yðar hjörtu því að tilkoma Drottins er í nánd. Mótblásið ekki hver annan, kærir bræður, svo að þér fordæmist eigi. Sjáið, að dómarinn er fyrir dyrum. Takið, mínir kærir bræður, til eftirdæmis mótgöngunnar og þolinmæðinnar spámennina, þeir til yðar hafa talað í nafni Drottins. Sjáið, vér prísum þá sem liðið hafa. Þolan Jobs hafi þér heyrt, og ending Drottins hafi þér séð. Því að Drottinn er miskunnsamur og miskunnari.

En fram um alla hluti, bræður mínir, þá sverjið hvorki við himin né við jörð né nokkurn annan eið. En yðar orð sé já það já er, og nei það nei er svo að þér fallið ekki í skrópasemd. Hryggist nokkur meðal yðar, sá biðji. En hver í góðu geði er, sá syngi sálma. En hver sjúkur er, sá kalli til sín öldungana safnaðarins og láti þá biðja yfir sér og sig viðsmjöri smyrja í nafni Drottins. Og bænin trúarinnar mun frelsa hinn sjúka, og Drottinn mun viðrétta hann. Og þó hann hafi syndir gjört, munu þær honum fyrirgefast.

Játi hver öðrum sínar syndir og biðjið hver fyrir öðrum það þér heilbrigðir verðið. Því að iðuleg réttferðugs bæn má mikið. Elías var maður líka svo sem vér, og hann bað bænar að það skyldi eigi rigna, og það rigndi ekki yfir jörðina í þrjú ár og sex mánaði. Í annað sinn bað hann aftur, og himinninn gaf regn, og jörðin bar sinn ávöxt.

Kærir bræður, ef að nokkur meðal yðar villist frá sannleikanum og umsnýr honum einnhver, sá skal vita það hver eð syndarann umsnýr í frá villu hans vegar, hefir frelsað önd frá dauða og mun niðri byrgja fjöldann syndanna.