Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir S. Páls pistil til Kolossia

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540)
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Formáli yfir S. Páls pistil til Kolossia)
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Líka svo sem að sá pistill til þeirra í Galata térar sér og hegðan hefir eftir þeim pistli til Rómverja og það sama í stuttu máli innilykur hvað sá til Rómverja víðar og ríkulegar útbreiðir, svo térar sér og þessi pistill til Kolosenses eftir þeim til Efesios og inniheldur það sama í skömmu máli.

Í hinum fyrsta lofar postulinn þá og æskir þeim í Kolossia það þeir blífi í trúnni og áauki sig og útbreiðir hvað evangelium og trúan sé, einkum þá visku sem viðurkennir Kristum einn Drottin og Guð fyrir oss krossfestan sem af veraldar upphafi var hulinn, og nú sé hann fyrir sitt embætti auglýstur. Það er hinn fyrsti kapítuli.

Í öðrum kapítula varar hann þá við mannalærdómi sem ætíð er trúnni mótstaðlegur og uppkastar þá sömu svo réttlegana það þeir eru í skriftinni hvergi svo uppmálaðir, straffandi þá meistarlegana.

Í hinum þriðja áminnir hann þá það þeir sé ávaxtarsamir í skærri trú með allsháttuðum góðum verkum hver við annan og skrifar allsháttaðri stétt hennar eiginleg verk.

Í hinum fjórða bífalar hann sig í þeirra bænahald, heilsar þeim og styrkir þá.