Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/S. Páls pistill til Kolossenses
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(S. Páls pistill til Kolossia)
Fyrsti kapítuli
breytaPáll postuli Jesú Kristi fyrir Guðs vilja og Tímóteus bróðir. Þeim heilögum til Kolossia og þeim trúuðum bræðrum í Kristo. Náð sé með yður og friður af Guði vorum, föður og Drottni Jesú Kristo. Vér þökkum Guði og föður vors Drottins Jesú Kristi og biðjum alla tíma fyrir yður af því vér höfum heyrt af yðvarri trú á Jesúm Kristum og af kærleiknum til allra heilagra fyrir þeirrar vonar sakir sem yður er tillögð á himnum, af hverri þér hafið til forna heyrt fyrir sannleiksins orðið í evangelio það til yðar er komið svo sem það er um allan heiminn, grær og frjóvgast. Svo og einninn líka meðal yðar allt í frá þeim degi er þér höfðuð það heyrt og viðurkennt Guðs náð í sannleika svo sem þér lært hafið af Epafra, vorum kæra meðþénara, hver að er trúr þjón Kristi fyrir yður, sá oss einninn kunngjörði yðvarn kærleika í andanum.
Hvar fyrir vér einninn, allt í frá þeim degi þá vér höfðum það heyrt, gefu vér eigi upp fyrir yður að beiða og biðja það þér uppfyllist meður viðurkenning hans vilja í allsháttuðum vísdómi og skilningi svo að þér gangið Drottni verðuglegana til allrar þókknunar og verið ávaxtarsamir í öllum góðum verkum og að vaxa í Guðs játningu og styrkjast í öllum krafti eftir hans dýrðlegri makt í allri þolinmæði og langlundargeði meður fögnuði og þakkir gjöra föðurnum sem oss hefir skapfellega gjört til arfskiptis heilagra í ljósinu.
Sá að oss hefir frelsað af yfirvaldi myrkranna og hefir oss sett um í ríki síns elskulega, á hverjum vér höfum endurlausnina fyrir hans blóð sem er syndanna fyrirgefning.* Sá sem að er ímynd ósýnilegs Guðs, hinn frumgetni fyrir allar skepnur. Því að fyrir hann eru allir hlutir skapaðir það á himnum og á jörðu er, hið sýnilega og hið ósýnilega, bæði yfirkórar og drottnanir, höfðingjadómar og valdsstéttir. Allt saman er það fyrir hann og í honum skapað. Og hann er fyrir öllum, og allir hlutir standast í honum.
Hann er höfuð líkamans sem er söfnuðurinn, hver að er upphafið og hinn frumgetni frá dauðum upp á það hann hafi í öllum hlutum fyrirgang. Því að það er svo þakknæmt verið að í honum skyldi öll fylling byggja og allir hlutir yrði fyrir hann forlíktir til hans sjálfs, það sé á jörðu eður á himnum, þar með að hann friðinn gjörði fyrir blóðið á sínum krossi fyrir sjálfan sig.
Og yður, þér sem forðum daga voruð framandi og óvinir fyrir hugskotið í vondum verkum, en nú hefir hann forlíkt yður meður líkama síns holds fyrir dauðann upp á það hann upprétti yður heilaga og óstraffanlega og sakalausa í sínu augliti ef þér blífið annars í trúnni grundvallaðir, staðfastir og óhræranlegir af voninni þessa evangelii sem þér hafið heyrt, hvert predikað er meðal allra skepna sem undir himninum er, þess þénari eg, Páll, em vorðinn.
Eg gleð mig nú í mínum harmkvælingum, þær eg líð fyrir yður, og uppfylli á mínu holdi hvað að vantar á þær harmkvælingar í Kristo fyrir hans líkama, hver að er söfnuðurinn, þess þénari eg em vorðinn eftir guðlegu predikunarembætti sem mér er gefið meðal yðar að eg það Guðs orð ríkulega predika skal, sem er leyndur dómurinn, hver hulinn er verið frá veraldar upphafi og um ævi, en nú opinberaður er hans heilögum, hverjum Guð hefir viljað kunngjöra hver að sé sá dýrðlegur ríkdómur þessa leyndardóms meðal heiðinna þjóða (hver að er Kristur) sem er vonin dýrðarinnar, hvern vér boðum, áminnandi alla menn og lærandi alla menn í allsháttaðri speki upp á það vér uppréttuðum hvern mann algjörðan í Kristo Jesú, þar eg inni erfiða og stunda eftir verkan þess sem í mér kröftuglega verkar.
Annar kapítuli
breytaEg vil yður vita láta hverja áhyggju eg hefi fyrir yður og fyrir þeim í Laódíkea og öllum þeim sem mitt auglit hafa ei séð í holdinu svo að þeirra hjörtu hugsvöluðust og samlynduð yrði í kærleikanum og í allri auðgan fullkomins skilnings að viðurkenna leyndan dóm Guðs föðurs og Kristi, í hverjum huldir liggja allir sjóðar viskunnar og viðurkenningarinnar.
En eg segi þar af það enginn tæli yður með skynsamlegri ræðu því að þó eg sé þar ekki eftir holdinu, þá em eg þó í andanum hjá yður fagnandi það eg sé yðra skikkan og yðra staðfasta trú á Kristum. Líka svo sem þér hafið nú meðtekið Drottin, Kristum Jesúm, svo líka gangið í honum og verið innrættir og uppbyggðir í honum. Verið og staðfastir í trúnni sem þér eruð lærðir til og yfirgnæfið í honum með þakkargjörð.
Sjáið til það enginn herleiði yður fyrir fílosófíam og hégómlegar tælingar eftir mannasetningi og veraldarinnar setningi, en eigi eftir Kristo Jesú. Því að í honum byggir öll gnægð guðdómsins líkamlega, og þér eruð fullkomnir í honum. Hann sem er höfuð alls höfðingjadóms, valdsstéttar, í hverjum þér eruð umskornir með umskurn án handa fyrir aflögu syndsamlegs líkama fyrir umskurning Kristi í því þar þér eruð með honum greftraðir fyrir skírnina, í hverri þér eruð upp aftur risnir fyrir trúna sem Guð verkar, hver eð hann uppvakti af dauða.
Og hefir yður einninn með honum lifandi gjört þann tíð þér voruð dauðir í syndum og í yfirhúð yðvars holds og hefir oss fyrirgefið allar vorar syndir og afskafið þá handskrift sem móti oss var, hver fyrir setningana sannaðist og oss gagnstaðleg var, og hefir hana mitt á burt frá oss tekið og á krossinn neglt og hefir afflett höfðingjadóma og volduga og til sýnis fram leitt opinberlega og sigri hrósað yfir þeim fyrir sig sjálfan.
Af því látið öngvan gjöra yður samvisku neina í mat eður drykk elligar með sérdeilis helgihöld eða tunglkomur eður þvottdaga, hvert að er skuggi af því sem tilkomandi var, en sjálfur kroppurinn er í Kristo. Látið öngvan svipta yður málteikninu af þeim sem eftir eigin þótta ganga í eyðmýkt og andlegleik englanna, hverja hann sá aldri og er til ónýts upphrokaður í sínu kjötlegu sinni og heldur sig ekki við höfuðið sem er Kristur, á hverjum allur líkaminn fyrir limu og liðanna samtenging öðlast styrking og samanhald og vex svo til guðlegrar stærðar.
Fyrst þér eruð nú dauðir með Kristi frá veraldarinnar setningum, hverninn láti þér þá veiða yður með setningum líka svo sem að lifðu þér enn nú í veröldinni? Hinir sem segja: Eigi skaltu á því taka, eigi skaltu því bergja, eigi skaltu það áhræra, - hvert þó allt slitnar eður mást ef það er með höndum haft og eru manna boðorð og kenningar, hverjar eð hafa yfirlit viskunnar fyrir sjálfvaldan hugarins andlegleik og eyðmýkt og fyrir það þeir þyrma eigi líkamanum og gjöra eigi holdinu sína %sæmd til sinnar nauðþurftar.
Þriðji kapítuli
breytaEru þér nú upp aftur risnir með Kristi, þá leitið þess hvað þar uppi er þar eð Kristur situr til Guðs hægri handar. Kostgæfið eftir því sem þar uppi er og ei eftir því sem á jörðu er. Því að þér eruð dauðir og yðart líf er fólgið með Kristo í Guði. En nær Kristur yðvart líf man sig opinbera, þá munu þér einninn meður honum opinberaðir verða í dýrðinni.* Svo deyðið nú yðra limu sem á jörðu eruð, hórdóma, fúlan lifnað, lostasemi, vondar girndir, saurlífi og ágirni (sem er skurgoðadýrkan), fyrir hvað að kemur Guðs reiði yfir börn vantrúarinnar, í hverjum þér hafið og forðum daga gengið þá þér lifðuð í þeim.
En afleggið nú allt í frá yður, reiði, grimmd, illsku, háðung, skemmileg orð af yðrum munni. Ljúgið ekki innbyrðis, afklæðist hinum gamla manni með sínum verkum og íklæðist hinum nýja, sá sem endurnýjast til viðurkenningar eftir þess ímynd sem hann hefir skapað þar enginn girskur, Gyðingur, umskorinn, yfirhúð, útlendur, Sýta, þræll og frelsingi að er, heldur allir hlutir og í öllum Kristur.
Svo íklæðist nú svo sem Guðs útvaldir, heilagir og elskanlegir hjartfólginni miskunnsemi, góðvilja, hógværi, þolinmæði og umlíðið hver annan. Og ef að nokkur hefir klögumál móti öðrum, þá fyrirgefið það hver öðrum innbyrðis. Líka svo sem Kristur hefir fyrirgefið yður, svo skulu þér einninn. En fram yfir allt þetta þá íklæðist kærleikanum, hver að er band algervileiksins. Og friður Guðs regeri í yðrum hjörtum, til hvers að þér eruð einninn kallaðir í einum líkama. Verið og þakklátir.
Látið Kristi orð gnóglega byggja meðal yðar í allri visku. Lærið og áminnið yður með sálmum og lofsöngum og andlegum, ljúflegum kvæðum og syngið Drottni í yðrum hjörtum. Og allt hvað þér gjörið með orð eður verk, það gjörið allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður fyrir hann.
Þér kvinnur, verið yðar bændum undirgefnar í Drottni svo sem að byrjar. Þér menn, elskið yðrar eiginkonur og verið ekki harðúðugir viður þær. Þér börn, verið hlýðug foreldrunum í öllum hlutum því að það er Drottni þakknæmilegt. Þér feður, reitið ekki yðar börn til vanvirðu svo að þau verði ei of körg. Þér þénarar, verið hlýðugir í öllum hlutum yðrum líkamlegum herrum, eigi meður þjónustu fyrir augum svo sem mönnum til þókknunar, heldur með einfaldleik hjartans og meður Guðs ótta. Allt hvað þér gjörið, það gjörið af hjarta svo sem Drottni og eigi mönnum. Og vitið það þér munuð öðlast af Drottni verðlaun arftökunnar. Því að þér þjónið Drottni Kristo. En hver órétt gjörir, sá mun það meðtaka hvað hann hefir órétt gjört, og ekkert manngreinarálit er hjá Guði. Þér drottnar, hvað rétt og heyrilegt er, það auðsýnið þénurunum, og vitið það þér hafið einninn Drottin á himni.
Fjórði kapítuli
breytaVerið stöðugir í bænaákallinu og vakið í því hinu sama með þakkargjörð. Biðjið og einninn með fyrir oss svo að Guð upplúki oss orðsins dyr til að tala leyndan dóm Kristi, fyrir hvað eg em bundinn upp á það að eg opinbera það sama sem mér byrjar að tala. Gangið víslega í bland þeim sem að eru þar fyrir utan og skikkið yður í tíðina. Yðar ræða sé ætíð ljúfleg og með salti krydduð það þér vitið hverninn þér skulið hverjum sem einum andsvara.
Hverninn um mig er háttað, það mun yður allt saman kunngjöra Týkikos, kær bróðir og trúr þénari og meðþjón í Drottni, þann eg hefi þar fyrir til yðar sent það eg vissa hverninn yður færi að og það hann hugsvalaði yðar hjörtum samt Onesímo, þeim trúa og kæra bróður, hver í frá yður er. Og allt hverninn hér fer að, munu þeir kunngjöra yður.
Yður heilsar Aristarkus, minn sambandingi, og Markús, systrungur Barnabe, af hverjum þér hafið nokkurn bífalning meðtekið. Ef svo er það hann kemur til yðar, þá meðtakið hann. Og Jesús, sá kallast Júst, hverjir út af umskurninni eru. Þessir eru alleinasta mínir hjálpendur á Guðs ríki, þeir mér eru huggan vorðnir. Yður heilsar Epafras, hver í frá yður er, einn þjón Kristi og jafnan fyrir yður áhyggju berandi í bænum upp á það þér standið fullkomnir og uppfylltir í öllum Guðs vilja. Eg ber honum það vitni að hann hefir stóra ástúð til yðar og til þeirra í Laódíkea og Híerapóli.
Yður heilsar Lúkas, læknir elskulegur, og Demas. Heilsið bræðrunum til Laódíkea og Nýmfan og söfnuðinum sem að er í hans húsi. Og nær pistillinn er lesinn hjá yður, þá útvegið það hann verði einninn og lesinn í samkundunni til Laódíkea og það þér lesið þann sem til þeirra í Laódíkea er ritaður. Og segið Arkippo það: Sjá upp á embættið það er þú meðtekið hefur í Drottni að þú fullkomnir það. Heilsan af minni hendi, Páls. Verið minnugir minna fjötra. Náðin sé með yður. Amen.
Skrifaður af Róm meður Týkikon og Onesímon.