Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir annan S. Páls pistil til Tessalonia

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Í hinum fyrra pistli hafði S. Páll þeim í Tessalonia uppleyst eina spurning af dómsdegi það hann mundi koma sem þjófur á náttarþeli. Og líka svo sem nú plagar að koma, það ein spurning elur ætíð aðra út af falslegum skilningi, svo undirstóðu þeir í Tessalonia það dómadagur mundi þegar fyrir höndum vera. Fyrir það skrifar hann þennan pistil og forklárar sig sjálfan.

Í hinum fyrsta kapítula huggar hann þá með eilífu verðkaupi þeirra trúarþolinmæðu í alls háttaðri hörmung og með straffan þeirra ofsóknara.

Í hinum öðrum lærir hann það að fyrir dómadag hljóti áður fyrri hið rómverska ríkið undir að ganga og það Antikristur upphefji sig fyrir einn Guð í kristindóminum og með fölskum lærdómi og jarðteiknum villi hann hina vantrúuðu veröld þar til að Kristur kemur og niðurbrýtur hann fyrir sína dýrðarlega tilkomu og deyðir hann áður fyrirfram með einni andlegri predikan.

Í hinum þriðja gjörir hann nokkrar áminningar og sérdeilis það þeir straffi þá sem iðjulausir ganga og sér vilja eigi bjarga með eiginlegu handafli. Og ef þeir betra sig eigi, þá skulu þeir firrast þá, hvað næsta harðlega hljóðar í gegn andlegri stétt á þessum tímum.