Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Annar pistill s. Páls til Þessalonia
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Annar S. Páls pistill til Tessalonikenses)
Fyrsti kapítuli
breytaPáll og Silvanus og Tímóteus. Þeim söfnuði til Tessalonia í Guði, vorum föður, og Drottni Jesú Kristo. Náð sé með yður og friður af Guði, vorum föður, og Drottni Jesú Kristo. Vér skulum alltjafnt gjöra Guði þakkir fyrir yður, kærir bræður, sem að verðugt er því að yðar trúa vex að næsta og kærleikurinn sérhvers meðal yðar allra yfirgnæfir innbyrðis hver við annan svo það vér hrósum oss í Guðs söfnuði yðrar þolinmæði og trúar í öllum yðar ofsóknum og hörmungum, hverjar þér þolið, til útvísingar það Guð muni réttferðuglega dæma og það þér verðugir verðið til Guðs ríkis, fyrir hvert þér og líðið. Að því er það rétt hjá Guði að endurgjalda þeim hörmung sem yður hörmung veita, en yður, þér sem hörmung líðið, hvíld meður oss þá er Drottinn Jesús mun opinberast af himni meður englum síns kraftar og með eldsins loga, hefnd að gefa yfir þá sem ekki kenna Guð og yfir þá sem ekki eru hlýðugir evangelio vors Drottins Jesú Kristi, hverjir píslir munu líða, ævinlega fordjörfun af augliti Drottins og af hans dýrðarlegri makt þá hann mun koma og vegsamlegur birtast meður sínum heilögum og dásamlegur með öllum trúuðum. Því að vorum vitnisburði til yðar af þeim sama degi hafi þér trúað. Og sakir þess biðjum vér einninn alla tíma fyrir yður það vor Guð gjöri yður verðuga sinni kallan og uppfylli alla góðvild náðarinnar og trúarinnar verk í kraftinum svo að á yður verði prísað nafn vors Drottins Jesú Kristi og þér á honum eftir þeirri náð vors Guðs og Drottins Jesú Kristi.
Annar kapítuli
breytaEn vegna þeirrar tilkomu vors Drottins Jesú Kristi og vorrar samansöfnunar til hans biðjum vér yður, kærir bræður, það þér látið ekki skjótlega hræra yður af yðru sinni né skelfa, hvorki fyrir anda eða fyrir orð né bréf svo sem af oss send, það að dagur Kristi sé þegar fyrir höndum. Látið öngvan villa yður með neinu móti. Því að hann kemur ekki nema að sé, það áður fyrri komi það fráfall og opinskár verði maður syndarinnar og glatanarsonur, sá sem að er mótstandari og sig forhefur upp yfir allt hvað Guð eður Guðs dýrkan heitir, svo það hann setur sig í Guðs mustéri svo sem Guð og það útvísandi að hann sé Guð.
Minnist þér ekki á það eg sagða yður þetta þann tíð eg var í hjá yður? Og hvað það nú inniheldur, viti þér það hann muni opinberast á sínum tíma. Því að sú vonska hreyfir sér allareiðu heimuglega utan það alleinasta sá sem því nú inniheldur, hlýtur burt tekinn að verða. Og svo mun þá hinn vondi opinskár verða, hverjum Drottinn mun steypa með anda síns munns og honum endalok gjöra fyrir sinnar uppbirtingar tilkomu, hvers tilkoma að sker eftir verkan andskotans með allsháttuðum lygilegum krafti, táknum og stórmerkjum og með allsháttuðu fláræði til ranglætis meðal þeirra sem tapaðir verða fyrir það þeir hafa eigi meðtekið kærleikann sannleiksins svo þeir hjálpuðust. Því mun Guð senda þeim megnan villudóm það þeir trúi lyginni upp á það þeir verði allir dæmdir sem sannleiknum eigi trúa og heldur samþykkjast ranglætinu.
En vér skulum þakka Guði alla tíma fyrir yður, elskanlegir bræður af Drottni, það Guð hefir útvalið yður allt frá upphafi til hjálpráðsins í helgun andans og í trú sannleiksins þar hann hefir yður í kallað fyrir evangelion til vegsamlegs eigindóms vors Drottins Jesú Kristi.
Svo standið nú, kærir bræður, og haldið þá setninga sem þér eruð til lærðir, sé það fyrir vor orð eður bréf. En sjálfur vor Drottinn Jesús Kristur og Guð, vor faðir, sá oss hefir elskað og gefið eilífa huggan og góða von fyrir náðina, hann huggi yðar hjörtu og staðfesti yður í öllum lærdómi og góðum verkum.
Þriðji kapítuli
breytaFramar, kærir bræður, biðjið fyrir oss svo að orð Drottins hlaupi og vegsamað verði líka svo sem hjá yður og það vér verðum frelsaðir í frá óráðvöndum og illgjörnum mönnum. Því að trúan er ekki hvers manns. En sá Drottinn er trúr sem yður mun styrkja og varðveita frá illu. En vér væntum til yðar í Drottni það þér gjörið og gjöra munið hvað vér bjóðum yður. Og Drottinn greiði yðar hjörtu til Guðs kærleika og til þolinmæði Kristi.
En vér bjóðum yður, kærir bræður, í nafni vors Drottins Jesú Kristi það þér burt takið yður í frá sérhverjum þeim bróður sem óráðvandlega gengur og ei eftir þeim setningi sem hann hefir meðtekið af oss. Því að þér vitið hverninn þér skuluð oss eftir fylgja. Því vér vorum ekki ótérugir á meðal yðar, höfum einninn ekki brauðið fyrir ekkert út af nokkrum tekið, heldur með erfiði og mæðu dag og nótt þá höfum vér verkað svo að vér veittum öngum yðar nein þyngsl. Eigi fyrir það svo sem að vér hefðum þar öngva makt til, heldur það vér gefum oss sjálfa yður til fyrirmyndar oss eftir að fylgja. Og þá vér vorum hjá yður, boðuðum vér yður það að ef nokkur vill eigi erfiða, sá skal og ekki heldur eta.
Því að vér heyrum, það nokkrir meðal yðar ganga óráðvandlega og erfiða ekkert, drýgjandi heldur slenskap. En þess háttar boðum vér og áminnum þá fyrir vorn Drottin Jesúm Kristum það þeir erfiði með spaklæti og eti sitt eigið brauð. En þér, kærir bræður, þreytist ekki nokkuð gott að gjöra. En ef nokkur er eigi hlýðinn voru orði, þann teiknið upp fyrir bréf og hafið ekkert með honum að gjöra svo að hann verði blygðaður. Haldið hann þó ekki sem óvin, heldur áminnið hann sem bróður.
En sjálfur Drottinn friðarins gefi yður ætíð frið í öllum stöðum. Drottinn sé með yður öllum. Heilsan með minni hendi, Páls, hvert að er það merki í öllum þeim bréfum sem skrifa eg. Náð vors Drottins Jesú Kristi sé með yður öllum. AMEN.
Skrifaður frá Aþenu.