Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir fyrra S. Páls pistil til Tímóteo

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Þennan pistil skrifar S. Páll til fyrirmyndar öllum biskupum hvað þeir eiga að kenna og hverninn þeir skulu kristninni stjórna í allsháttuðum stéttum upp á það að engin nauðsyn sé, það út af eiginlegum mannsins þótta sé kristninni stjórnað.

Í fyrsta kapítula býður hann það biskup sé staðheldinn og blífi við réttan trúnað og kærleika og standi í mót þeim fölskum lögmálsins predikurum, hverjir jafnframt Kristi og evangelio einninn vilja fram drífa verkin lögmálsins og innilykur svo í stuttri summa allan kristilegan lærdóm og hvar til að lögmálið þénar og hvað Guðs evangelion er og setur sig sjálfan til eins huggunarsamlegs eftirdæmis öllum syndurum og harmþrungnum samviskum. Í öðrum bífalar hann að biðja fyrir allsháttuðum stéttum og býður það konunnar prediki ekki, beri einninn öngvan dýrmætan búnað, heldur að þær sé sínum bændum hlýðugar.

Í hinum þriðja skrifar hann hvað biskupar eður prestar og þeirra eiginkonur fyrir persónur vera skulu, item hvað djáknar og þeirra kvinnur, og lofar það ef nokkur girnist biskup að vera eftir slíkum hætti.

Í hinum fjórða kunngjörir hann þann falsbiskup og andlega stétt sem hinum fyrrsögðum er mótstaðlegur og það að þær persónur munu þar ekki inni vera, heldur sem fyrirbjóða hjúskap og matarnautn og svo munu drífa allt það mótkast meður mannalærdómum í þá mynd sem hann fyrr skrifað hefir. Í fimmta bífalar hann hverninn ekkjum og ungum konum skuli umsjón veitast og hverjar ekkjur vær skulum framfæði veita út af safnaðarins hjálp og samlagi og hverninn vér skulum fróma biskupa eða presta í heiðri halda og þá straffa sem ströffunar eru verðir.

Í hinum sétta áminnir hann biskupana að þeir áhengi í skæru Guðs evangelio það hið sama með predikan og líferni að reka og firra sig ónýtum slenslegum spurningum, þær til veraldlegrar hrósunar og ríkdóms að leita upp byrjaðar verða.