Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir opinberingar s. Jóhannis

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540)
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Formáli [yfir opinberingar s. Jóhannis])
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Mínir herrar, kristilegir bræður, þennan formála, sem doktores hafa samansett yfir þessari bók apokalipsis, það er opinberanir Jóhannis, hefi eg eigi þorað hér fyrir að setja láta (því að eg vilda öngum yðar sturlan gjöra í neinu) af því mér þykir hann næsta harðlega hljóða upp á þann eð þeir kalla veraldlegan páfadóm og fúlan fédrátt er biskupar og þeirra hofprestar hafa nú um stundir haft, hverjir með réttu ættu að vera Jesú Kristi og hans guðsspjalla eyrindrekar, en öngvir plægjendur sleimilegs fédráttar (hvað er S. Páll kallar skurgoðadýrkan), eg dirfunst varla að segja Antakrists ríki etc.

En það hann kallar hér engla, það skulu þér undirstanda með biskupa og predikara í kristninni, það að Angelus, það vér köllum engil, það þýðist á norrænu sendiboði, sumir út af þeim góðir svo sem voru helgir feður og doktores, þeir eð Guðs orð réttilega predikuðu líka sem að voru þeir Atanasíus og Ágústínus og aðrir þeim líkir.

En með þá hinu vondu engla merkjast villumenn og þeir biskupar sem ekki framfylgja sínu embætti, hvað að er guðsspjallleg predikan, en elska meir stundlegan auð þessarar fallvöltu veraldar með svo ókristilegum fédrætti undir sig og sínar (þær þeir kalla) kristilegar kirkjur, um hvað hér gjörist engin þörf að ræða því að mér ónýtum ynglingi ber eigi þess konar að straffa að svo komnu. En Guð Drottinn dýrðarinnar gefi yður, bræður mínir, sína réttferðuga sendiboða, þá er yður læra réttan veg guðsspjalllegs sannleika. Amen.