Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Ønnur Ríma
Ønnur Ríma.
Enn þá hafdi ei heimur forn, hulin nád ad finna, helblá eitureldakorn, í idrum jardarinnar.
2. Þig, sem setur borg og bý, í bál, í andartogi, hvør kom med þig heiminn í, heljardýkis logi?
3. Þú sem dýrfist þreita raust, þrumu saunginn vidur, og alla hluti eirdarlaust, í øsku fellir nidur.
4. Þó í þér qveiki huglaus hønd, hnígur kémpan góda, og þú eidileggur lønd, í loganum Djøfulóda.
5. Hvar sem þér er otad á, ertu fús ad granda, fyrir þér ecki fjøllin blá, í fridi meiga standa.
6. Med þér fylgir mord og svik, mund ef stýrir hvinna, því þú ert ecki augnablik, óluckuna ad vinna.
7. Hermenn, borgir, hús og skip, á hafnar mjúkum dýnum, verdur allt í einum svip, eldur í kjapti þínum.
8. Med þér flykkjast myrkur ljót, og myndir verstu drauga, þegar þitt dregur sindur-sót, sjónar kringum bauga.
9. Hati þig sérhvør hugmynd qvik, á himni, sjó og landi, aldir, daga, og augnablik, eisa full af grandi.
10. Hvørki um þig eg þarf né vil, þetta qvædi leingja, þú varst enn þá ecki til, í orustum minna dreingja.
11. Þegar dagsins bláa brá, breytir háttum tíma, sólin stígur sjái frá, søckur þá hún Gríma.
12. Kérling Hildur kallar þá, kappa ad rísa á fætur, á haukastødum blisin blá, Bølverks qveikja lætur.
13. Hrafnar sig um sóknar leir, saman í hópa kalla, raupa af, ad þecki þeir, þá sem eiga ad falla.
14. Ernir koma og eiga þíng, augna hvassir hlacka, kreppa allar klær í hríng, og kríngja gogginn blacka.
15. Tíma og stadi vargur veit, veidin kitlar góma. En Tasi kóngur sinni sveit, sigar ad hlidum Róma.
16. Fólum þeim er fyr í høll, freyum rændu veiga, býdur hann út á breidan vøll, brúdi Hédins eiga.
17. Rómúl brennir reidin heit, rædst til vopna fimur, kallar hann hátt á sína sveit, sala hvelfíng glymur.
18. Fram á Rómar vada vøll, víga sig til búa, vopn á lopti eru øll, eggjar ad holdi snúa.
19. Sabiníngar hefja um hjall, hildarleik med ergi, rydjast eins og fossa fall, fram af hvøssu bergi.
20. Blódid nidur í flóa flaut, fyrir sára nødrum, hníga menn í heljar skaut, hvør á fætur ødrum.
21. Sókti leingi sverda hret, sveit í hlífum gráum, undan eingin fetar fet, fyllist vøllur náum.
22. Svona lætur reisug Rán, reidar dætur herja, á jardar fætur fridar án, og fjalla rætur berja;
23. Hún vill rydja ríkis þraung, og ráda heimi øllum, hennar idja er harla straung, en hart er ad berja á fjøllum;
24. Vekur hún drauga djúpi frá, dragast haugum saman, þeir sem lauga bjørgin blá, og blaka þaug í framan.
25. Ecki þokast þó úr stad, þau né hrædast voda, Ránar hroka hædast ad, og hrista af sér boda.
26. Þannig herinn beggja berst, Blinds í helliskúrum, stendur hver þar fyrir ferst, føstum líkur múrum.
27. Heila fálma húsum ad, høggvopn, fífur, genja, brotna hjálma bord vid þad, brandar á hlífum grenja.
28. En þar sem stendur hildur há, heit í dreyra idum, sjá menn qvendi í flockum frá, fara borgar hlidum.
29. Þær sem rændar vóru vid, veitslu spjøllin Róma, sjá nú bænda sinna lid, sundrast fyrir skjóma.
30. Æda og hljóda út á vøll, ákéfd drýgir tregi, hrædast blódug bodaføll, og branda gnýinn eigi.
31. Flakir hár, en flóa tár, fadmar sundur sleyngjast, gegnum fár og unda ár, inn í fylkíng þreyngjast.
32. Æpa, kalla, og eggja klid, yfirgnæfa í hljódum, høndur fallast hinum vid, Hárs er kynda glódum.
33. Þannig hljómar þeirra mál: „þér menn, brædur, fedur! sløckvid Oma brádheitt bál, blóds tilfinníng medur!
34. „Þér sem strídid vegna vor, vitid þid hvad nú gérid? eitrud svída eggja spor, ockar líf þid skérid!
35. „Vorir menn, sem festu fljód, fedur ad velli leggja, og brædur; enn vér berum jód, af blódi hvurutveggja.
36. „Hví svo blódug brjósta mein, búa ockur viljid, beggja þjód er ordin ein, athugid þad og skiljid.
37. „En ef þyrstir ydur í blód, og á þad svo ad vera, ockur fyrst skal eggin rjód, allar sundur skéra.
38. „Yfir vadid ockar ná, og þau jód sem leynast, svo þar hladid ofan á, yckur daudum seinast.“
39. Hernum fallast høndur þá, hremsan stadar nemur; sverdid hallast høggi frá, hik á spjótin kémur.
40. Fljódin herda fremur á; fadm ad mønnum breida, locka sverdin ljót þeim frá, og lauma þeim til skeida.
41. Kóngar bádir koma á tal, kost þann fridar géra: þjód í nádum þeirra skal, þadan af samein vera.
42. Þeir skulu jafnir tignar tveir, á tróni einum ríkja, hers med safni sáttir þeir, svo til borgar víkja.
43. Tasi geymir landsins løg, til líknar snaudum kémur, situr heima mildur mjøg, mál og deilur semur.
44. Stjórnar hyggju sinnir fá, sidum eigi breytir. Dóttur tiggi tíginn á, Tasía meyin heitir.
45. Var ad sønnu frúin fríd, en fegurst þó ad sidum, þocka mønnum baud svo blíd, sem brosi sól ad vidum.
46. Rómúls undra idin hønd, eirdi ei kyrdar høgum, sig hann undir lagdi lønd, og lifdi í sverda sløgum.
47. Døglíng líka dóttur á, um drós vér tølum sídar, henni víkja hrafnar frá Hárs, og fløgta vídar.
48. Nú skal inna nockud frá, Núma: sveinninn besti, fædist sinni ættjørd á, upp med Tulli Presti.
49. Sínum hlýdinn vini var, vitsku og dygdir nemur, andlits prýdi einginn bar, úngum manni fremur.
50. Farfinn rjódi og húdin hrein, hægt í fødmum láu, hjartad góda gégnum skein, glerin hvarma bláu.
51. Svo er væni vidur sá, er vøkvar qvikur beckur, dala grænum grundum á, gródur megnid dreckur.
52. Fagurlitur blómstur ber, beinn í skrúda sléttum, øllum þytum vinda ver, valid skjól af klettum.
53. Rætur festar safna sér, saft af lækjar idum, kosta bestur af því er, og øllum fegri vidum.
54. Fram svo lída átján ár, adalblóminn sveina, vard fulltída, vaxtar hár, vænn ad sjá og reyna.
55. I hofinu beimur þjónar þar, þá ad offur størfum, Guddóm þeim hann géfinn var, gæddur mentum þørfum.
56. Fóstra sínum fylgdi hann, fús á sidi spaka, því hann átti eptir þann, embættid ad taka.
57. Þad var hátíd einni á, úngur sveinn og Prestur, altarinu halda hjá, helgra bæna lestur.
58. Húsid fylla heiløg ský, halir trúar gladdir, hvelfíngunni heyra í, himinbúa raddir.
59. Þessi ord af helgum hljóm, hlustir skilja meiga: „Fari Númi framm í Róm, fólkid skal hann eiga.
60. Møgli ecki manna géd, móti Seres vilja, ástvin sínum er hún med, ei mun vid hann skilja.“
61. Hvør á annan horfir nú, hissa bádir verda, loksins talar Tullur: þú, til mátt búast ferda.
62. Þó ad ockur, son minn! sárt, sambúd þiki ad lúka, himins bodid heyrum klárt, hlýdni krefur mjúka.
63. Følna Núma fagrar brár, følskvast sjónar eldur, fljóta þau hin þýdu tár, sem þacklát ástin géldur.
64. Sveininn klerkur sér vid fáng, sídan þadan teymir, ofan í læstan undirgáng, ad sem lykla geymir.
65. Setur hann fram tvø silfur-kér, segir: þú mátt finna, foreldra beggja aska er, í hér hulin þinna.
66. Þeirra kærar moldir mátt, minnast bljúgur vidur, þau frá sælu sølum hátt, sjá til ockar nidur.
67. Rodnar Númi og þeigir þá, þánkar túngu fjøtra, ljúfum rennir augum á, ílát moldar tøtra.
68. Astar fadmar hjartad hlý, høndin mjúka og sára, sjónar steinar synda í, sætum lækjum tára.
69. Tullur rétti Sveini sverd, segir túngan fróma: láttu þetta fylgja ferd, fadir þinn átti skjóma.
70. Aldrei lét hann heiptar hønd, hvessíngs eggjar brýna, med því vardi’ hann lífid, lønd, og loksins módur þína.
71. Hafdu, vinur! sama sid, sverd þá reidir høndum, Gudina þá eg géfa bid, ad grand þad vinni fjøndum.
72. Hér er líka lockur klár, leingi geymdan hefi, þad er módur þinnar hár, þigdu nú eg géfi.
73. Númi hirdir hár og geir, hæglyndis med tárum, sídan gánga þadan þeir, þrútnir ástar sárum.
74. Burtu Númi búast hlaut, bestu fær hann týgin, fylgir honum framm á braut, fóstri ára hníginn.
75. Þar sem skilja skulu á, skógar grænum haga, høfud-prestur hollur þá, hóf svo rædu laga.
76. “Hér þó ockar skilji skeid, skal mig sorg ei buga, en framm á þína leingri leid, léttum fleyti’ eg huga.
77. Því eg hrædist þinn úngdóm, þørf er fyrirhyggja, þegar þú kémur þar í Róm, þúsund snørur liggja.
78. A þínum aldri eingan vin, áttu er treysta megir, þeirra ást er yfirskyn, sem aldur og reynslan fleygir.
79. Vellyst holds er vodalig, vid hvørt tækifæri, vill hún fadmi vefja þig, en varastu hana, kæri!
80. Þann sig hennar vélum ver, virdi eg kémpu frída, vidqvæmt hjarta veikast er, en verdur þó ad strída!
81. Ljáirdu henni lausan taum, þó lítid virdast megi, freistínganna fyrir straum, færdu stadist þeigi;
82. Sofnar þú í gøldum glaum, en glatar dygda vegi, þó er tídin náda naum, á næsta máské degi.
83. Vidur sálar veinin aum, vaknar beiskur tregi, værdarlaus í vøku og draum, verdur svæfdur eigi.
84. Því vid sérhvørt fet þú fer, fram á lífsins skeidi, hygdu ad hvørt þad hæfir þér, en hata dramb og reidi.
85. Heidradu þeirra háu stétt, (fyrst heimsins þad er sidur) en láttu hinna lægri rétt, lída þar ei vidur.
86. Vitsku og dygd ad vinum þér, veldu systur bádar, leitadu hvad sem forma fer, fyrst til þeirra ráda.
87. Hamíngjan býr í hjarta manns, høpp eru ytri gædi; dygdin ein má huga hans, hvíla, og géfa nædi.
88. Vidqvæmnin er vanda kind, veik og qvik sem skarid, veldur bædi sælu og synd, svo sem med er farid.
89. Lán og tjón—já líf og mord, lidug fædir túnga, því er vert ad vanda ord, og venja hana únga.
90. Heidradu þann sem hærum á, hrósar døgum sínum, vertu einkum vífum hjá, vandur ad ordum þínum.
91. Vondum solli flýdu frá, og fordast þá sem reidast, elskadu góda, en aumka þá, afvega sem leidast.
92. Heyrdu snaudra harma raust, hamladu sjúkra pínum, vertu øllum aumum traust eptir krøptum þínum.
93. Ræktu þessi rádin fá! ræktu dygdir æfa, svo þó eg þér fari frá, fylgi þér heiløg gæfa.
94. Hér er loksins lítid bréf, lesa máttu skjalid, Tasa kóngi á hendur hef, hérmed eg þig falid.
95. Veri’ á þínum vegum nád, vermi brjóstid fridur, Túllur eptir ord svo tjád, ástvin skilur vidur.
96. Númi finnur sára sút, sem søknud fylgir barna, breidir leingi arma út, eptir þeim burt farna.
97. Sídan upp á hvítan hest, hladinn gódum týgjum, halur næsta hljódur setst, og hvatar á gøtum nýjum.
98. Fákurinn rann sem fyki ský, fyrir hvøssum vindi, átu hvørjar adra því, eikurnar med skyndi.
99. Allt á ferd og flugi var, fjøllin hrærdust stóru, hólar, borgir, hædirnar, á hlaupi allar vóru.
100. Lidu upp úr lopti blá, landa sjónir hinar, en fósturjørdin faldist þá, fyrir augum vinar.