Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Fyrsta Ríma
Fyrsta Ríma.
Líd þú nidur um ljósa-haf, litud hvíta skrúdi, kjærust Idun! oss þig gaf, Alfadir ad Brúdi.
2. Módir stefja minna hlý, mjúklynd, føgur sýnum, lát mig vefjast innaní, arma-løgum þínum.
3. Andleg gétin ockar kyns, afqvæmin sem fóstrum, lát þú eta ódáins-epli af þínum brjóstum.
4. Fyrst þú átt þau eplin há, sem ellibelgnum fleygja, æi! láttu ecki þá, úngana mína deya.
5. Skuld óborna mjaka má, mér ad heljar rockrum, en ei vil eg Nornin nídist á, nidjunum, Idun! ockrum.
6. Kom nú, háa heillin mín! hugann sjúka ad styrkja, himnesk ljá mér hljódin þín, hætti mjúka ad yrkja.
7. Fyltu blessud brjóstid nú, birtu hugarsjónar, sérhvørt vessid signir þú, sem vor harpa tónar.
8. Vini orum, Idun! þá, sem edlid prýdir spaka, bera þorum børnin smá, og bidja hann vid ad taka.
9. Þótt einmana þrokum hér, þeim hjá Grænlands sonum, ljódfuglana látum vér, leika í átthøgonum.
10. Vega skil mín ódfleyg ønd, eingin þarf ad géra, þegar eg vil, er hægt um hønd, heima á Fróni’ ad vera.
11. Fuglinn drjúgum frái sá, faldi skýja undir, sudur fljúga á nú á, Italíu grundir.
12. Og svo þadan óhikad, Islands heim til bragna, segja hvad í hvørjum stad, helst til beri sagna.
13. Vinur hái Velborinn, á voldugum stóli sala, hrektu ei frá þér fuglinn minn, sem fyrir þig vill gala.
14. Albygd vóru — um þad skrár, eru í vorum høndum — herød stór á øldum ár, í Italíu løndum.
15. Þar sem liggja løndin tóm, og Latsíu grundir skína, fóru ad byggja fyrstir Róm, á fjallinu Palatína.
16. Rómulur og Remur tveir, sem ritin brædur géra, Martis burir mundu þeir, mágar Prócass vera.
17. Borgum øllum Róm í rún, reiknast stærri af seggjum; á sjø fjøllum háum hún, til himins lyptir veggjum.
18. Borgin ádur búin var, blóma og heidur firdur, eptir rádum Rómular, Remur deydi myrdur.
19. Hinn, sem efna blódugt bad, bródur réd og pínu, hann lét nefna háan stad, heiti eptir sínu.
20. Borgar meingi í orustum ært, einatt verid hefur, þeirra einginn kynid kært, qvenna armi vefur.
21. Þad var skadi, í þessum stad, því fanst eingin kona! meinid þid hvad, ad þessir þad, þoli leingi svona?
22. Nú skal ødru fólki frá, frásøgn géra nýa: Latsíu jødrum liggur hjá, landid Sabinía.
23. Kóngur Tasi høldum hjá, hefur stjórnar gætur, hlífa þrasi hvørgi sá, hrøckvast fyrir lætur.
24. Hann nam varast vanda og stríd, á velli fyrst uppskéra, ad forsvara land og lýd, lét sér ant um vera;
25. Dygdir metur heidur hann, heillum gæddur fínum; þjódin betur eingin ann, ástum kóngi sínum.
26. Hilmi jafn ad heidri er, hollur bródur nidur, Pompíls nafn sá budli ber, bardaga reyndur vidur.
27. Hernum stýrir hann og ver, haudur, dýrum brandi, fjandmenn rýrir fyrir sér, svo fridurinn býr í landi.
28. Atti dýa røduls rán, reigin tíginn sjóli, Pompilía heitir hún, hjúpud orma bóli.
29. Astin hlý vard af því sár, ángrast bædi vidur, lidin tíu eru ár, ei þeim fædist nidur.
30. Gøfgudu marga Gudi þá, gumnar fræddir midur, til heilla og bjarga hétu á, hvørn þar átti vidur.
31. Trúnad manna mestan bar, (því markir vóru í standi), Sádgydjan hún Seres þar, í Sabiníu landi.
32. Hennar stendur hofid skreytt, þar hefjast skógar grænir, eikur hendur hafa breidt, hússins yfir mænir.
33. Mikill Presta þorri þar, þjónkun gydju veitir, tignar mestur talinn var, Tullur sá sem heitir.
34. Pompilía fundid fær, frømud Presta og bidur, fornir drýgja fyrir mær, svo frjófgist henni qvidur.
35. Skrúda hjúpast hann vid þad, hér til fús ad stydja, bædi krjúpa í einhug ad, altarinu og bidja.
36. Þannig Frúin: „heiløg há, himnesk dísin besta, sjá þú nú mér aumur á, allt mig þikir bresta.
37. Medan eg ei fyrir mannval best, módir fæ ad vera, á øllu feigin ødru brest, eg vil gódu bera.
38. Ef miskun hneigir mér og hal, møg svo géta kunni, þó eg deyi eg þacka skal, þér í fædíngunni.
39. Sonur ef þá audnast mér, eru kostir gódir, hann eg géf og helga þér, honum vert þú módir!“
40. Þannig bad hún þrátt og títt, þessi greidist vandi, eptir þad sig fljódid frítt, finnur barnshafandi.
41. Gledin blída hjørtun há, hjóna fadmi vefur, tekur ad lída tímann á, til þess fædíng krefur.
42. Nú er búin borgin Róm; bod til Sabinía, berast nú og bréfin fróm, ad bjóda í stadinn nýa.
43. Þar á ad vera helgihald, og hátíd Guda mesta, hvør sem ber til vilja og vald, velkominn sé gesta.
44. Margir girnast þetta þá, þángad flockar renna, borgar firna byggíng sjá, bædi manna og qvenna.
45. Pompíll fylgir þángad þjód; þakinn flocki meya, líka bylgju blóma rjód, barnshafandi freya.
46. Inn í stadinn ýta hvur, otar hvøtum fæti, lætur rada Rómulur, reckum þá í sæti.
47. Tignar rædur tróni sá, til hans augun voga, lofdúngs klædum logudu á, ljósin Elivoga.
48. Þegar hann setst í sætid há, svipadi þadan ótti, vaxtar mestur manna sá, mildíng vera þótti.
49. Hann ólútur leit um her, á lægri skør er sitnr, dymt og þrútid andlit er, augun snør og bitur.
50. Veltir þannig fjalli frá, fálkinn sjónar vølum, þar sem fann hann fugla smá, fløgta í grónum dølum.
51. Géfur bendíng hilmir hár; hana Rómar vidur, taka í hendur sverdin sár, og sýngja skjóma-qvidur.
52. Byrja slag og þrætur þá, þræls ad háttum vestum, konur draga og dætur frá, djarfir sáttum géstum.
53. Sabiníngar sjá þad rán, svipar brúnum nidur, viknir híngad vopna án, vóru og búnir midur.
54. Taka fángbrøgd fjøndum á, fyrir líf ei vakta, en sverdin gánga gégnum þá, guma hlífar nakta.
55. Grátur qvenna óhljód øll, yfirgnæfir hinna, þeirra menn og fedur føll, fá og æfi linna.
56. Rómar eira aungvu meir, undir fá ad svída, fljódin keyra í felur þeir, en fella þá sem strída.
57. Bani því er búinn hveim, sem brúda þvíngar skadinn, sumir flýa færdir heim, svívirdíngar stadinn.
58. Pompíl segja førum frá, fyrst þar harnar ýma, qvinnu eigin nam ad ná, þar Nídíngarnir glíma.
59. Kémpan hrund á handlegg ber, húsid flúid gétur, eptir skundar honum her, heppnast nú ei betur.
60. Honum rífa frúna frá, fast ad herda leidir, af einum þrífur ødlíng þá, eggjad sverd og reidir.
61. Leiptradi bláa Blinds-eldíng, budla þá í høndum, nidur sáir hann í hríng, hlífa gráum fjøndum.
62. Sár af boga flugum fær, fylkir og þó stendur, en hvør sem vogar honum nær, Hárs er loga brendur.
63. Sókn uppgéfa þrælar því, þeingill fljód án skada, sína vefur innan í, arma blódlitada.
64. Lángt frá þannig ljónsinnan, lítur af gøtu breidri, veidimanninn vopnadan, voga ad sínu hreidri.
65. Hennar reidin svellur sár, svo vill hreysti reyna,øskrar,freydir,hristir hár, hrømmum kreistir steina.
66. Ecki hlítir hlaupi mann, hún er frá sem tundur, rífur, slítur, hremmir hann, hjartad táir sundur.
67. Sína únga sídan mód, sig í kríngum vefur, hennar túnga, er hylur blód, hjúkrun þessum géfur.
68. Þar sem blódug báladist, í brjósti heiptin strída, á nú módur ástin vist, innilega blída.
69. Pompíll fimur leid um lód, med ljúfa byrdi hvatar, af hans limum lekur blód, litud verdur gata.
70. Hofi gétur helgu nád , há-altarid vidur, nidursetur sørfa lád, og Seres vernda bidur.
71. Frá sér unda líka ljá, lagdi sverda Haudur, þadan skundar fetin fá, og fellur nidur daudur.
72. Høfud-Prestur Tullur tród, til og finnur brúdi, þar vid mestu harma hljód, hjartad sorgin gnúdi.
73. Hørmúng alla í einu bar, eingar bjargir skína, yfirfalla fædíngar-feiknir hana og pína.
74. Tullur vann sitt lid ad ljá; lífs med merkjum følum, fæddi svannin son, og þá, sofnadi burt frá qvølum.
75. Klerkur minnast vitur vann, víf hvørs bedid hefur, Gydju sinni hollri hann, helgar svein og géfur.
76. Ber til sinna húsa heim, hann ad væru rúmi, konur sinna sveini þeim, sá er heitinn Númi.
77. Bál med prýdi búid var, bádum hjóna náum, fylgdi lýdur landsins þar, lofdúng Tasa háum.
78. Allur herinn harma bar, hrópudu qvinnur linar, en lofdúng sver vid logann þar, látins hefna vinar.
79. Pompíls brennu firdar frá, feta senn í stadinn, sækja menn til sjóla þá, svídur qvenna skadinn.
80. Ødlíng sjálfur oddvitinn, er og fylkíng setur, hjørtun skjálfa harmþrútin, heiptin ferda hvetur.
81. Þar sem stofnast ferd áfjád, flesta kynjar sveina: loptid klofnar, kiknar lád, klettar stynja og veina;
82. Runnar fjúka, falla tré, í felur grøsin skrída, fljótin strjúka úr farvegje, flestar sképnur qvída.
83. Allt hvad lifir undan rak, ótta grídar vedur, þar sem yfir ekru bak, ógnfylkíngin tredur.
84. Fram svo nádi æda øld, opt þó mæti slørkum, uns þeir ráda ad reisa tjøld, á Rómaborgar mørkum.