Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Fimta Ríma
Fimta Ríma.
Vandi er þeim, sem vøldin á, vel á tignarstóli drottna; mikils verd er maktin há, ef manndygd lætur eigi þrotna.
2. Margir kóngar mjøg ad dád, málum øllum vilja snúa; en ef þeir hafa íllgjørn rád, undir þeim er neyd ad búa.
3. Sá med eigin augum sér, ecki nema slots hræsnara, undirsáta ørløg hér, ecki kann frá meinum vara.
4. Slíkur múgur vísir ver, ad vant ad stjórnar háttum gæti; fólkid kúgast, fantarner, flyckjast upp í valda sæti.
5. Til ad sedja fysna feikn, flesta kosti þá er vøl um: brjósta-krossa, titla og teikn, tekst ad fá med ríkisdølum.
6˙ Einn ef hyggur ødrum tjón, eitrudum hreifir laga skjølum, og kaupir margan þarfa þjón; þad fæst allt med ríkisdølum.
7. Allt skal vinna aptan til, og í læstum rádasølum; svo er vænt, ad vinnist spil, ef vafinn midlar ríkisdølum.
8. Eitt mér vanta þykir þó, um þetta efni fyrst vid tølum: hamíngja sønn og hjartans ró, hún fæst ei med ríkisdølum.
9. Vøldin eins og vorsins blóm, visna þegar haustid kémur; þá skal undir ædri dóm, øllum málum skjóta fremur.
10. Heill á vorum høgum er, (heims forsmáum tírannana), gæfan oss því vanda ver, valdi undir Fødurs Dana!
11. Lofdúng, eptir lesinn dóm, lætur farid heim ad sølum; mikinn gjørdu Rómar róm, Rómúlar ad fyrirtølum.
12. Númi þoldi valla vid, (vaka ástar sárin) leingur, Tasa kóngs vid hægri hlid, hugsandi og lotinn geingur.
13. Rennur honum í þánka þá, þúngu hlífar trøllin hvetja, vífi fylgja valþíng á, og verda øllum frægri hetja.
14. Ad verja brúdar væna líf, og vera hennar brjósti skjøldur; vada svo med hildar hníf, heitar gegnum dreyra øldur.
15. Þetta metur þánkinn skást: því er hann fús til hrydju verka, mætti vinna meyar ást, máské um sídir høndin sterka.
16. Eins og barn í fata fald, fálátt sinnar módur togar, fúst á hennar fadma vald, en fúla ad taka sig ei vogar;
17. Þannig Númi þeingli hjá, þrammar yfir vega buga, minnast þorir ecki á, umbrotin í sínum huga.
18. Loksins byrjar budlúng mál: besti vinur! þú munt greina, mér, hvad þína þjáir sál; þad ad bæta mun eg reyna.
19. Númi létti nockud ønd, nádi þannig ordum haga: lángar mig med hjør í hønd, hernum med í stríd ad draga.
20. Fadir minn vann og vardi lønd, verkastór um Skøglar haga; þú hefur líka vígavønd, vaskur reynt í fyrri daga.
21. Eins og þid vid geira grønd, ef gæfan vildi svo til haga, lángar mig ad rista rønd og reyna upp í hina ad slaga.
22. Gamall brosti gilfi þá, glædur í hetju brjósti lifna: „þú skalt, son minn, fara fá; fýsi þína met eg þrifna.
23. Hildar skaltu flíkur fá, fara med þér gamlan tídir, mig, þó ami ellin grá, og þér kenna Spjóta hrídir.
24. Enn þá mínar hærur hjálm, held eg kunni þúngan bera, enn mun þessi armur Skálm, usla kunna med ad gera.
25. Gaman er, í gøndlar þey, gráum járnum hlífar stínga; kætir mig, ad kólnar ei, kónga blódid Sabínínga.
26. Fadmar gramur svinnan svein, sem ad nockru leiti kætist; þegir hann um sitt ástar mein, ecki þad ad sinni bætist.
27. Herklæda í herbergid, hérnæst bádir frændur gánga; Númi tekur vopnum vid, og valinreyndum ættartánga.
28. Gyltan hjálm og hvítan skjøld, hetjan fær, sem trautt mun rofinn, og silfurbrynju, sem tvøføld, saman var í hríngjum ofin.
29. Brynjan steypist búkinn á, bjørtu þrístir hjálmur enni; eins er honum, og allar þá, ædar gégnum logi brenni.
30. Þegar spennir høndin hjør, hjøltin Ránar sólir mála, en augun hvøss og yrmilsnør, eldíngum um bladid strjála.
31. Eldaskídi Odins beitt, í ósjálfrædi høndin skekur, til og frá; en hjartad heitt, hetju brjóstid valla tekur.
32. Svo hamóda hefur Þór, haldist vid í brúdar klædum, Mjølner þegar mundum fór, máttar heittist blód í ædum.
33. Tasi gengur heim í høll, hans og frændi tíguglegur, herklædi sín aldinn øll, á sig þar hin fornu dregur.
34. Dóttir hans hin dýra sá, drengi búna rønd og sverdum; henni vid í brúnum brá, bjóst hún ei vid þessum ferdum.
35. Silfur beltis Þrúdi þá, þúngt í hugar gjørdist leynum; hetjan velti henni frá, hálf-naudugur sjónar steinum.
36. Fødur sínum féll um háls, fljód, og qvad med trega sárum: „viltu nú í vinnu stáls, vopna þig á grafar árum?
37. „Hvør á ad vernda land og lýd, líkna snaudum, hugga þjáda, ef þú dregur út í stríd, sem allir qvedja fyrst til ráda?“
38. Gamall kóngur grét og hló, gódri dóttur kossum tærdi; hjálminn yfir hærur þó, hrædilega þúngan færdi.
39. Númi út um hallar hlid, hljóp, en kóngur fetar eptir; úngur þolir ecki vid, en ellin gamlar fætur heptir.
40. Númi hérød yfir øll, ædir líkt og hvirfilbylur, út er hann kominn einn á vøll, ádur enn Sól vid rúmíd skilur;
41. Leid nú hún svo létt úr mar, á ljósa brúnir steypti glódum; fagurbúnar fylkíngar, flyckjast núna á vøllinn ódum.
42. I Kérru rída reckar sjá, Rómúl prýdi skrúda þakinn; vid hans sídu lángur lá, laus vid hýdi brandur nakinn.
43. Hersilía blómann bar, búin týgjum gulli føldum; sýndist því hjá sveitum þar, sem sól í skýa fljóti øldum.
44. Vagni situr vífid á, vafur loga búin flóa: deili lita mangi má, meta, þar sem týgin glóa.
45. Tasi rædir ríkur vid, Rómúl þá, og Núma leidir: „ebli gædin guda lid, Gøndlar láin þar sem freydir.
46. „Eg med mínum frænda fer, fellirs brýna eggjar gladnr; hér eg sýni sveininn þér, sørfa týnir verdur madur!
47. „Kémpan fríd er kóngborinn, krónu mína skal hann bera; hann vill prýda herinn þinn, og hjá þér fyrst í skóla vera.“
48. Þannig rædir Rómulur: Rétt velkominn sveinninn dýri! hann á svædi sidlátur, Sabínínga Fylkíng stýri.
49. En ad hlífa øldnum þér, ættir þú fyrir hrídum sverda, ef orustu ýfir mátt med mér, margt um ríkid kann ad verda.
50. Þegar standa þessi rád, og þarf um bót ad tala fremur, tárfellandi tvinna lád, Tasía móti sjólum kémur.
51. Fram um svædi fylgdu þar, fljódi, er gæda rádum unni, eckjur bædi og øldúngar, ángurs qvædi hafa í munni.
52. Kríngum Tasa qviknar mál, konur og smáu børnin veina: Þér ørvasa hid þúnga stál, þeigi tjáir fremur reyna.
53. Þú, sem fadir allra ert, yfirgéfa mátt ei þína; ockur, þad er opinbert, øll þá vefur neyd og pína.
54. Hnéfallandi hrópar þjód: hjá oss bú þú, fadir kjæri! Nú þegjandi stillir stód, steini eins og lostinn væri.
55. Tasía herdir tárin á, teingir um sjóla arma bjarta; linast verdur lofdúng þá, til líknar viknar kémpu hjarta.
56. Núma qvedur kossi med, kappann bidur heilan fara; sídan tredur bjarnar bed, til Borgar heim med sínum skara.
57. Rómúls klíngir røddin klár, rídur hann fyrir lidi framan; í fylkíngar þyrpir þrjár, þúsundunum øllum saman.
58. Fyrst skulu rída Rómverjar, ræsir sjálfur þessum stýrir; aungvum hlýda ødrum par, ódins bjálfa gautar dýrir.
59. Sabínínga fylkíng fer, fram því næst á víga svædi; þann óríngan halda her, Hersílía og Númi bædi.
60. Fyllir drjúgan fylkis her, flockur sá er járnid vefur, Latsíu búar lýd-skylder, af løndum þeim hann unnid hefur.
61. Metsíus rædur mønnum þeim, mesti kappi Sabínínga; fyrr á svædi fylgdi beim, fødur Núma sverds til þínga.
62. Númi hvítum hesti reid, hetjan bar sig vel í sæti; klárinn nýtur kunni skeid, qvikari var enn ljón á fæti.
63. Létt, sem flýgi lausa mjøll, lék skevadur sødulboga; reydar týgin eru øll, Udar hladin vafurloga.
64. Hersilíu vagninn vid, vód hinn stinni Jór á beinum; Númi því á þessa hlid, þeyta kynni brúna steinum.
65. Blása menn til burt-ferdar, byrja hætta reisu þora; grundu renna glófaxar, gøtur og stræti járnum spora.
66. Eins og møckur myrkur, sá, úr meginhafi fram sig dregur, færir røckur frónid á, fer ákafa hryllilegur;
67. Bólginn sá af illsku er: eldi, snjá og fellibiljum, nidur stráir, fram þar fer; føll í bláum tryllir hyljum.
68. Svipir vinda svartir þá, sólar blinda augad skæra, flestar kindir fæla og þjá, frónid, lind og himin æra.
69. Honum líkur herinn er, hvar sem strýkur foldu yfir, undan víkur ódum sér, ógnum slíkum hvad sem lifir.
70. Þar sem voda lid um lád, ljóns í ædi tryltu geingur, undir trodid akra sád, einga fædu gefur leingur.
71. Skógar brotna, skadast jørd, skjólin þrotna flestu vidur, mordvopn drottna hollri hjørd, húsin gotna fellast nidur.
72. Landa búar verda vid, vinnu sína og eignir skilja, því þeir flúa hid leida lid, og lífinu einu bjarga vilja.
73. Sakalausum leingur þá, løg né skyldur ecki hlífa; hvad sem kaus og hirda fá, hjartadaudir menn aflífa.
74. Þannig geingur þvílík ferd, þar sem styrjar flockar sveima; hún er engrar æru verd, eydileggíng vorra heima.
75. Lída vegir léttfetans; lofdúng Rómaborgar kémur, vestanmegin Marsalands, vid módu eina stadar nemur.
76. Tjøldin reisa þjódir þá, þétt med veggjum stofu ála; Gjálpar eisa glóir á, gyltum húnum dúka-skála.
77. Um dægramótin sveitir sjá, sína ferd á báti géra, yfir fljótid ýta þrjá, sem Ør í vinstri høndum bera.
78. Skál af tré í hægri hønd, hafa þeir, og Rómul finna, falla á kné og vekja vønd, vina málin landa sinna.
79. „Marsar bjóda þannig þér, þýda qvediu, drottinn Róma! allt hid góda, er eigum vér, ødlast skaltu, tign og sóma.
80. „Ef menn vanda vina mál, vid oss, þeim vér hollir erum, og þeim til handa þessa skál, af þørfum kosti fulla berum.
81. „En ef mein oss ætlid þér (ei vér munum huga týna), pílu eina eigum vér, óvinonum til ad sýna.
82. „Vort er smátt og vesælt bú, vafid fjalla þraungri skýlu; velja áttu, Vísir, nú, vidar-skál eda þessa pilu.“
83. I bragdi grílu budlúng qvad: „bygd og landid skal eg vinna, fá mér pílu, og fardu á stad, frá oss heim til nauta þinna.“
84. Aptur svarar sendi-mann: „sjái gudir til vor beggja! segi eg hara sekadan, saklaust fólk til stríds ad eggja.
85. „Vér skulum þroka og verja best, veslíngs eignir heima-kynna, en þú, sem hroka hreifir mest, hrædstu reidi guda þinna.“
86. Rómul tekur reidin þá, rædu lætur þannig duna: „hvør mig frekur hrædast sá? heimar aldrei til þess muna.“
87. Sídan fara sendi menn, sína leid á ormi fjalar. Rómular var reidinn enn, runnin ei: hann svona talar:
88. „A morgun, þegar sólin sést, og sverd minn sterki armur skekur, yfir dregur fólkid flest, fljótid þá, og orustu vekur.
89. „Nú í dag ef þurfid þid, þjádir nýrrar fædu vidur, byrjid slag vid bónda lid, og britjid þeirra fénad nidur.“
90. Þadan skundar her óhýr, hyggur nú til mikils vinna; fólkid bundid, fé og kýr, færdu þeir til tjalda sinna.
91. Skiptu ráni sínu senn, sveitir, eins og þókti bera; konur smána, en myrda menn, til matar naut og saudi skera.
92. Númi þá til þengils geck, þessu fólki vægdar beiddi; þridjúng sá af flocknum féck, og fram á skóginn þessa leiddi.
93. Farid, segir hann, heilir heim, hérmed látum ockur sætta; gull óvegid gaf hann þeim, svo gripi sína feingi bætta.
94. Byrja fer svo bæna hljód, besti qvistur mána Rínar: „láttu, Seres, saklaust blód, saurga aldrei hendur mínar;“
95. Gudina bidur sín til sjá, svo med fleirum ordum høldur; lídur nidur úr lopti þá , logandi í gulli skjøldur.
96. Þar á standa þessi ord, þad í gyltum Rúnum sjer hann: „Aldrei grandar manni mord, medan Guda skjøldinn ber hann.“
97. Númi kætist, skygdann skjøld, skilur hann sér gefinn vera; hérnæst lætur heim í tjøld, hestinn sig á spretti bera.