Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Sjøtta Ríma

Sjøtta Ríma.


Nádugt er þeim nauda frí, í náttúrunnar skauti byggir, þar sem eckert ama ský, yndis sólar ljósin styggir.

2. Fedur vorir vøldu sér, vist í dala skjóli græna; sinnar gætti hjardar hver, og happa rækti búid væna.

3. Aldinn feita akra fløt, øldúngana gømlu fæddi; þá í heit og hreinleg føt, hjørd af sínum skrúda klæddi.

4. Margt ágæti um grundu þá, gróa þeir med idni sáu; dryckinn mæta máttu fá, af módur sinnar ædum bláu.

5. Voru hraustir, hæglindir, hyggju gæddir nógri frædi, vinum traustir, vandlátir, verkum ad og sidum bædi.

6. Lifdu rótt og leingi þar, (leingstu til þess aldir muna), fríir ótta ánaudar, elskudu Gud og náttúruna.

7. Ef ad gerdust upp á þá, ærufíknar þrælar háir, beittu sverdi brugdu þá, bændurnir til varnar knáir.

8. En, því midur, opt og þrátt, af náttúru frjálsum sonum, rændu frid og flæmdu sátt, flockar lids med tírønnonum.

9. Hér til dæmin høfum vér, heims af Søgum fleiri’ enn viljum; þau eru slæm, og því er ver, ad þau ei ennú vid oss skiljum.

10. Nær skal hressa hamíngan, hrelda menn og naudum þjáda? nær skal blessud náttúran, nockurnvegin fá ad ráda?


11. Minnumst nú á Marsalands, menn, sem von á strídi eiga, eptir søgu sendimanns, sig til varnar búa meiga.

12. Kónglaus þjódin þessi var, þjónadi sér og náttúrunni; einginn vald yfir bródur bar, sem befalíngar géfa kunni.

13. Fóru því vid fregn um stríd, foríngja sér ad velja ýtar; margir voru lands af lýd, listamenn og kémpur nýtar.

14. Þegnar géra þad uppskátt, þrjá ad velja kappa dýra; hvur sem hefur mestan mátt, megin hernum á ad stýra.

15. Einn af þessum Alor hét; afli sínu mikid treysti, kémpan ønnur Líger lét, lítid buga sína hreysti.

16. Hektor var hinn þridji þá; þessir fram á skóginn gánga, hríngju festa uppi á, eikar topp med festi lánga.

17. Festin jørdu fellur á, firna þúng af járni gráu; nú skal reyna, mest hvur má, meidar svegja krónu háu.

18. Hektor fær á festi hønd, fellur í, sem mest hann gétur; eikin hrærir hríslu vønd, honum tekst nú ecki betur.

19. Líger kémur og leitast vid, leggjadigur og herda-þrekinn, sígur hann á handfángid, hyggur síst ad verda rekinn.

20. Ofan bognar eikin þá, einga krapta hetjan spardi; en þar ecki meira má, madur slepti festi hardi.

21. Alor kémur út á vøll, ofur hár og firna digur; þángad mæna augu øll, ætla víst hann fái sigur.

22. Fer hann undir fastan stein, festi yfir um bakid tekur, hart vid spyrna hraustleg bein, háan vidar toppinn skékur.

23. Sígur hann á festi fast; forkurinn mikli dregst í boga, en afreks madurinn ørmagnast, eikar stofninn vid ad toga.

24. Eikin fær sinn edlis mátt, upp á lopt hún manninn þrífur; í festinni hann hángir hátt, en hvatast nidur á foldu svífur.

25. Kalla tekur herinn hátt: „hann skal ockar lidi stýra; enginn hefur meiri mátt, mun hann féndur gjøra rýra.“

26. Þegar sigur-hljódin há, herdir þjód med gledi-sladur, vedur fram á vøllinn þá, vígalegur og gildur madur.

27. Hár og digur undrum er, ytst hann klædir húd af ljóni; kallmannlegur kylfu ber, í krapta skædu hauka fróni.

28. Ljónsins eru kræktar klær, í kross á hetju brjósti framan; til hann fer og festi nær, vid fólkid slær svo upp á gaman.

29. „Fyrst ad eikin undra há, ecki hefur lidid bana, eg ad leiki líka má, leitast vid ad beygja hana.

30. Þannig segi’ eg lokid leik, lánga festi kémpan þrífur, hristir, sveigir, hrekur eik, hana upp med stofni rífur.

31. Þetta undrar alla þjód, Alor sjálfum bløskrar næsta; innan stundar heyrast hljód: „hann skal stýra flocknum glæsta.

32. „Hann oss meinum hvurjum ver, hreysti madur á styrjar þíngi, honum einum hlýdum vér, hann er Marsa lidsforíngi.“

33. Hetjan segir: „ósk mín er, ein, ad fylgja hraustu meingi, en fýsir ei ad fylkja her, fram um Skøglar rauda eingi.

34. „Hreysti er gód, en vitska er vænst; víga þegar trodum stíginn; veit eg þjódin velur kænst, vitran mann og aldur-hníginn.“

35. Gamall svarar Saffanor, sá var Marsa rádgjafari: „þú skalt fara Foríngi vor, en fyrir þig vil eg midla svari.

36. „Hernum mæti høfdínginn, heitid segi, en leyni valla.“ Andsvør lætur lagast hinn: Leó megid þér mig kalla.

37. Fæddur er eg á fróni hér, flestar tídir bý á skógi, fátæklega, sem þú sjer, og safna lítid aura plógi.

38. En fyrst ad snara fýsir drótt, til foríngja mig í stríd ad hylla, vil eg fara nú í nótt, nádum Róma grams ad spilla.

39. Hundrud átta eg hafa skal, hrausta vera af ydar sonum, og í nátt med eld og fal, usla géra í herbúdonum.

40. Rómar varast valla þad, værdar medan tíminn stendur, nú skal fara strax af stad, stálin skrýdi menn og rendur.

41. Þessu sinnir Saffanor; sídan rádast menn til ferda, sem hafa inni afl og þor, ad ánni svo þeir gaungu herda.

42. Sínu lidi leynir hljótt, Leó þar med kænsku rara, þar til mid er metin nótt, móduna þeir yfir fara.

43. Undan gengnr foríngi fús, firna kylfu um axlir reidir; elda dreingur hittir hús, herinn þar sem krásir seydir.

44. Tekur hann skídi eimi á, og eldum hýdir skálann nauma, vekur lýd ad víga þrá, vid ófrída nætur drauma.

45. Harnar víga hrídin þar, heljar sígur blód úr ædum, verda ad hníga vardíngjar, vals í stíga raudu flædum.

46. Tjøldum braka eldar á, ása þakid mylur nidur, med harma qvaki hørdu þá, Hildur vaka alla bidur.

47. Kémur þar frá Niflheims nid, nedan skrimslid bláa Helja; er hamfara óvættid, offur sitt ad fánga og telja.

48. Bølvud gríla bløck ad sjá, bana vinnur lidi hrønnum; eitur-pílum fíngrum frá, fleygdi inn í hjørtu mønnum.

49. Hún um becki æda ód, áfram skreid á fjórum hrømmum, saug og dreckur daudablód, drjúgt af neydar skálum rømmum.

50. Vard því digur versta trøll, vid þann brunn, úr ædum lekur; ógurligur allan vøll, ófreskjunnar búkur þekur.

51. Skrimslid annad, nidsvørt Nótt, um náinn slædir døckvum klædum; fer med bann og blindar drótt, blóds í hrædilegu flædum.

52. Hrønnum dóu halir þar, um heljar vega blóds í ginum; svartar hlóu systurnar, ad svadaligum járna hrinum.

53. Hins má géta, hardlyndur, harla fimur sverda verinn, rís úr fleti Rómulur, rødd hans þrymur gégnum herinn.

54. Stillir dregur vígs á vøll, voda reidir ættartánga;: hrillileg því feingu føll, frídir meidar gullinspánga.

55. Allra hrædir hugar ró, holar blæda undir taka, kóngurinn æda øslar sjó, elda glædur þar sem vaka.

56. Hvar sem fer hann, fellur her; fáir géra móti standa. Leó sjer hann ad hann er, ódur og ber med kylfu fjanda.

57. Þángad brauzt med þúnga raust, þeingill hraustur til hans kémur, høggid traust var hlífdar lauft, í hluti flaustur Ullar lemur.

58. Brandurinn stóri brjósti nær, bilar megingjørdin ríta, en ljóns þar vóru læstar klær, sem laufinn egi mátti bíta.

59. Leó módi magna í, móti honum rédi gánga, vedur blódug víga dý, vørn Hákonar reidir lánga.

60. Ræsir æri Róma lands, reidir glika Brandinn stránga, kylfu slær úr hendi hans, hún svo fýkur vegu lánga.

61. Lofdúng vedur óvin ad, og hann kaus ad selja grandi; hinn ei tredur hót úr stad, hlífarlaus fyrir nøktum brandi.

62. Fángbrøgd ramur festi á, fylkir strída vígs um elfur, gánga saman og glíma þá, grundin qvídir vid og skelfur.

63. Niflúng fleygja nadi má; nú skal hreysti reyna leggja, svo af megin-þrótti þá, í þrimla kreistist holdid beggja.

64. Vífid bifast Valgautar, verda rifin hennar klædi, af til - þrifa ógnum hvar, øklar hrifu nakid svædi.

65. Frábært manna ædid er, eldur brann af hvarma tinnum, milli tanna froda fer, flói rann af sveittum kinnum.

66. Leó stífur verka var, vígs ad gífurlegu ædi, brynju rífur Rómular, svo ræsir svífur á kné sín bædi.

67. Stein í hendur hrífur þá, hinn, sem stendur eigi smáan, hilmirs sendir herdar á, hann, svo enda-fallinn lá hann.

68. Blódid svart af vitum vall, vísis hjarta aungvit þrífur, eptir hart svo fengid fall, filkir snart vid náinn blífur.

69. Mildíng daudan metur þjód, med hann þá til búdar fara, þvo hid rauda af búknum blód, og budlúng sjá á lífi hjara.

70. Leó minnumst aptur á, ecki linnir þróttur halnum; kífs í vinnu - kófi sá, kylfu finnur sína í valnum.

71. Skaptid kreisti høndum hann, henni treysti best ad voga, kapp og hreysti í brjósti brann, brúna neistar fóru ad loga.

72. Hamarinn fordum þannig Þór, Þryms hjá bordum féck í hendi, trøllum mord og meidsli stór, Mjølnir ordalaust þá sendi.

73. Øndótt hvesti augu þá, eldi sló af tinnum brúna, trøllin vestu forløg fá, flockar dóu þeirra núna.

74. Líkur honum Leó þar, lid um grundir feldi nidur, í nidmyrkronum ná-hrídar, nøtradi undir jardar qvidur.

75. Kylfan molar allt og eitt, øld má þola helju krappa, blódid skolar harla heitt, hendur á svolalegum kappa.

76. Búinn daudi øllu er, ef þar nockra stødu tekur, eins og saudi undan sér, allann flockinn Leó rekur.

77. Þrumur branda fældu frid, fjalla buldi þakid dofid, girdíng landa glumdi vid, gat ei Huldufólkid sofid.

78. Kolsvørt Gríma þrasir þar, þrumur af brotum skýa hrína, stjørnur híma huglausar, hvurgi ad notum birtu sýna.

79. Lítid veit um ljósin há, loptid skýa drúngi kéfur, mikilleitur Máni þá, møcknum í sig kaldur vefur.

80. Vølt í heimi er veran þá, voda sætir þjódin sløgum, stormar sveima svalir á, svørtum nætur vængjadrøgum

81. Vid svartálfa myrkur mest, manna blód og daudra hauga, hjørtu skjálfa af fælu flest, fyrir ógódu sjónum drauga.

82. Hvad sem skédur mest til meins, af myrkra sendur ófreskjonum, Leó vedur áfram eins, eckért stendur á móti honum.