Skjölun sniðs[skoða] [breyta] [breytingaskrá] [hreinsa]

Þessi síða var afrituð frá ensku Wikiheimild. Reynt hefur verið að aðlaga hana að íslensku Wikiheimildum með sem fæstum mögulegum breytingum. Það er gert til að forðast fjölverknað og spara tíma en einnig svo hægt sé að taka við uppfærslum og nýjum eiginleikum með sem minnstri fyrirhöfn. Leiðbeiningar um notkun hennar má finna á enska verkefninu. Einungis það sem lesandinn sér skal íslenskað. Ef frekari breytingar eru nauðsynlegar til að aðlaga hana að íslenska verkefninu skulu þær útskýrðar hér fyrir neðan.

Aðlögun breyta

Nöfn breyta

Sniðið er hannað út frá enskum málvenjum hvað meðferð eiginnafna og eftirnafna varðar. Til þess að breyta sniðinu sem minnst frá því upprunalega er einungis færibreytan firstname notuð fyrir nöfn höfunda og færibreytan lastname er falin með HTML-athugasemdakóða þar sem hún er notuð sjálfkrafa.

Öll virknin í kringum færibreytuna invert_names er hins vegar enn til staðar. Gera má ráð fyrir því að færibreytan verði aldrei notuð á síðum höfunda í þessu verkefni og því er óhætt að hunsa hana.

Flokkun eftir upphafsstöfum eftirnafna breyta

Enska verkefnið notar kerfi upphafsstafa eftirnafna til að flokka höfunda þar sem tveir síðustu stafirnir eru notaðir til að skipa höfundum í flokka. Íslenska verkefnið hefur ekki þörf fyrir slíkt þar sem fólki er ekki raðað eftir eftirnöfnum samkvæmt íslenskri málvenju. Slíkt kerfi kemur að notum þegar höfundar skipta þúsundum eða tugþúsundum en íslenskumælandi höfundar munu seint verða svo margir.

Aðlögunin felur í sér að fela færibreytuna last_initial og virknina sem henni tengist með HTML-athugasemdakóða.