Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Draugar hrökkva undan skoti

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Draugar hrökkva undan skoti

Mjög eru allar vofur og draugar og allt annað óhreint hrætt við skot, og er það til marks að bóndi nokkur við sjó gekk einu sinni seint um kvöld með byssu sína hlaðna inn í sjóbúð nokkra. Ætlaði hann að menn væru þar fyrir. Því gekk hann þar um er hann fór heim frá refaskoti, en skipshöfnin hafði drukknað um daginn. En naumast var hann inn kominn fyr en búðin fylltist af sjóvotum mönnum. Ætluðu þeir að hneppa hann inn að gaflaði, en hann snéri sér við og hleypti af byssunni. Hrukku þá allar vofurnar út um veggina eða sukku niður og sá maðurinn þær ekki framar og fór svo heim.