Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Hörghóls-Móri

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Hörghóls-Móri

Af flestum afturgöngum voru Hvítárvalla-Skotta og Hörghóls-Móri einhverjar hinar verstu og er mælt þær hafi verið vaktar upp volgar. Hörghóls-Móri fór undan fólki frá Hörghóli hvar sem það kom og er mælt hann hafi í fyrstu drepið menn og fénað. En mikið linaðist hann eftir viðureign sína við Þórð sterka á Bjarnastöðum. Er sagt þeir hafi tekizt á heila nótt og rifið sundur nýtt brekán. Þórður náði hvergi taki á Móra því hann var líkastur því sem væri þófinn ullarflóki. Aldrei varð Þórður heldur jafngóður síðan.

Auk Móranna sem nú hefur nokkuð verið af sagt um sinn má enn nefna Laugalands-Móra í Barðastrandarsýslu og Keflavíkur-Móra í Skagafjarðarsýslu.