Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Ævilok Höllu og legstaður

Halla mælti svo fyrir áður hún dó að sig skyldi jarða fyrir framan kirkjudyr á Álftanesi. Sagði hún að kirkjan mundi seinna meir verða færð svo þá mundu þar verða kórdyr sem nú væru kirkjudyr. Þetta var gjört sem Halla beiddi og segja menn að kirkjan hafi verið færð síðan eins og kerling sagði.