Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Hart undir tönn, fóstra
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Hart undir tönn, fóstra“
„Hart undir tönn, fóstra“
Halla hét kona; hún bjó í Straumfirði og var kölluð Straumfjarðar-Halla. Hún þótti kunna margt sem aðrir kunnu ekki. Hún hafði fóstrað unglingspilt og kennt honum fræði sín. Síðan fór hann frá henni, en nokkru síðar mætti hann henni á förnum vegi. Var hún þá í för með mörgum öðrum sem fluttu fisk í kaupstað og bar hún á einum hesti. Fóstri hennar leit brosandi til hennar og sagði við hana: „Hart undir tönn, fóstra.“ Hún reiddist og sagði: „Þegi þú strákur, of mikið hefi ég kennt þér.“ Það var raunar að hann sá að Halla reiddi grjót í böggum og sýndist öllum það vera fiskur.