Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Kölski gjörir til sauði
Einu sinni átti Sæmundur sauði marga ótilgjörða, kallar því á kölska og bað hann að gjöra nú til og flýta sér og lofar honum ærnu kaupi. Kölski vill ekki annað en Sæmund. Lofar Sæmundur því ef hann gjörði svo vel að ekki yrði að fundið. Kölski fló undramikið og vel, svo ekki varð að fundið, varð nú hróðigur að leikslokum og kvaðst nú eiga Sæmund. Því játti Sæmundur ef ekkert væri vangjört. En er hann aðgætti innyflin vantaði krossana í hjarta og lifur. Varð hann svo af kaupinu.