Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Uppruni Höllu

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Uppruni Höllu

Halla var uppi um sömu mundir og Sæmundur prestur hinn fróði og vóru þau systkin þrjú: Sæmundur,[1] Halla og Elín í Elínarhöfða á Akranesi. Líktust þær systur bróður sínum Sæmundi í því að þær vóru margfróðar og fóru með forneskju. Þó var Halla trúkona mikil og mátti það sjá á ýmsu því er hún gjörði, svo sem vóru gjafir hennar til Álftaneskirkju o. fl.

  1. Hér er eins og oft í munnmælasögum glundrað ártali þar sem Sæmundur sem dó hér um bil 1133 er látinn vera bróðir Straumfjarðar-Höllu sem var uppi á fyrri hluta 15. aldar og a. m. k. 300 ár á milli þeirra.