Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Tröllkonurnar og hvalrekinn
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Tröllkonurnar og hvalrekinn
Tröllkonurnar og hvalrekinn
Eftirfarandi saga sýnir að tröll eru engu vægari hvert við annað í viðskiptum innbyrðis ef þeim er sýndur mótþrói en við menn.
Einu sinni bjuggu tvær tröllkonur í björgum nokkrum með sjó fram, og var sem svaraði bæjarleið milli híbýla þeirra. Einu sinni rak hval fyrir framan helli annarar tröllkonunnar; kom hin þá til hennar og beiddi hana að miðla sér af hvalnum, en hún synjaði. Þá kvað tröllkonan:
- „Láttu reka reyðina stóru,
- ríkur, svo mér líki,
- brátt fyrir björgin ytri,
- buðlungur himintungla.“
Um nóttina sleit líka reyðina út af klettunum og rak upp aftur að hinum nyrðri hömrum þar sem hin tröllkonan bjó.[1]