Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Uppruni álfa (inngangur)
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Uppruni álfa
Uppruni álfa
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.
„Allar álfasögur sem ég hef náð í,“ segir dr. Maurer, „hafa eins og eðlilegt er tillit til þeirra viðskipta er huldufólk hefur hér og þar átt við menn.“ En þær tvær sögur sem næstar koma eru eins frábrugðnar öðrum álfasögum í þessu eins og hver þeirra um sig er ólík annari innbyrðis, hvað álfar eru í þeim ekki látnir hafa nein önnur mök við menn en þau að eftir „Huldumanna genesis“ sem tekin er út úr sögunni af Ljúflings-Árna eiga þeir ætt sína til Adams að rekja sem aðrir menn, og kemur það þar heim sem Purkeyjar-Ólafur segir að „þeir hafi tekið þátt í Adams syndastraffi“.