Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/36
Eiríkur jarl Hákonarson spyr þessi tíðindi. Hann var þá á Raumaríki. Dró hann þegar lið að sér og fer til Upplanda og svo norður um fjall til Þrándheims á fund Hákonar jarls föður síns.
Þess getur Þórður Kolbeinsson í Eiríksdrápu:
- Og sannlega sunnan,
- sáust vítt búendr ítrir
- stríð, um stála meiða
- stórhersögur fóru.
- Súðlöngum frá Sveiða
- sunnr af dregnum hlunni
- vangs á vatn um þrungið
- viggmeiðr Dana skeiðum.