Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/37

Hákon jarl og Eiríkur jarl láta skera upp herör um öll Þrændalög, senda boð á Mæri hvoratveggju og í Raumsdal, svo norður í Naumudal og á Hálogaland, stefna út öllum almenning að liði og skipum.

Svo segir í Eiríksdrápu:

Mjök lét margar snekkjur,
mærðar örr, sem knörru,
óðr vex skálds, og skeiðar
skjaldhlynr á brim dynja,
þá er ólítinn utan
élherðir fór gerða,
mörg var lind fyr landi,
lönd síns föður röndu.

Hákon jarl hélt þegar suður á Mæri á njósn og í liðsafnað en Eiríkur jarl dró saman herinn og flutti norðan.