Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/66

Skeggi er nefndur ríkur bóndi. Hann var kallaður Járn-skeggi. Hann bjó á Upphaugi á Yrjum. Skeggi talaði fyrst á þinginu móti Ólafi konungi og var mest fyrir bóndum að mæla í móti kristninni. Þeir slitu þinginu með þessum hætti. Fóru þá bændur heim en konungur á Hlaðir.