Heimskringla/Ólafs saga helga/14
Ólafur konungur var um veturinn með Aðalráði konungi. Þá áttu þeir orustu mikla á Hringmaraheiði á Úlfkelslandi. Það ríki átti þá Úlfkell snillingur. Þar fengu konungarnir sigur.
Svo segir Sighvatur skáld:
- Enn lét sjöunda sinni
- sverðþing háið verða
- endr á Úlfkels landi
- Ólafr, sem eg fer máli.
- Stóð Hringmaraheiði,
- herfall var þar, alla
- Ellu kind, er olli
- arfvörðr Haralds starfi.
Enn segir Óttar svo frá þessari orustu:
- Þengill, frá eg að þunga
- þinn herr skipum ferri,
- rauð Hringmaraheiði,
- hlóð valköstu, blóði.
- Laut fyr yðr, áðr létti,
- landfólk í gný randa,
- Engla ferð, að jörðu
- ótt, en mörg á flótta.
Þá lagðist landið enn víða undir Aðalráð konung en þingamenn og Danir héldu mörgum borgum og víða héldu þeir þá enn landinu.