Heimskringla/Haraldar saga hárfagra/30
Eftir Eirík var konungur í Svíþjóð Björn sonur hans fimm tigu vetra. Hann var faðir þeirra Eiríks hins sigursæla og Ólafs föður Styrbjarnar.
Guttormur hertogi varð sóttdauður í Túnsbergi. Þá gaf Haraldur konungur yfirsókn ríkis þess alls Guttormi syni sínum og setti hann þar höfðingja yfir.