Heimskringla/Magnúss saga blinda og Haralds gilla/6
Heimskringla - Magnúss saga blinda og Haralds gilla
Höfundur: Snorri Sturluson
6. Frá liði Haralds konungs
Höfundur: Snorri Sturluson
6. Frá liði Haralds konungs
Haraldur konungur fór austan með landi og hafði allmikinn her. Var þessi vetur kallaður Múgavetur. Haraldur kom til Björgynjar jólaaftan og lagði liðinu í Flóruvoga og vildi eigi berjast um jólin fyrir helgi sakir.
En Magnús konungur lét búast við í býnum. Hann lét reisa valslöngu út í Hólmi og hann lét gera járnrekendur og sumt af viðum og leggja um þveran voginn yfir frá konungsgarði. Hann lét slá herspora og kasta yfir á Jónsvöllu og eigi meir en þrjá daga var heilagt haldið um jólin að eigi væri smíðað.
En affaradag jólanna þá lét Haraldur konungur blása til brautlögu liðinu. Níu hundruð manna höfðu safnast til Haralds konungs um jólin.