Heimskringla/Magnúss saga góða/9
En er Magnús Ólafsson kom til Svíþjóðar úr Garðaríki þá var Sighvatur þar fyrir með Ástríði drottningu og urðu þau öll fegin mjög.
Þá kvað Sighvatur:
- Heim sóttir þú hættinn
- hönd, en vel mátt löndum,
- þinn stoða eg mátt, sem mönnum,
- Magnús konungr, fagna.
- Færi eg víst, því að vorum
- varðr að þér, í Garða,
- skrifnast skírinafna
- skrift, þjóðkonungr, niftar.
Síðan réðst Sighvatur í ferð með Ástríði drottningu að fylgja Magnúsi til Noregs.
Sighvatur kvað:
- Minn hug segi eg mönnum,
- Magnús, að eg fagna,
- guðs lán er það, þínu
- þingdrífu vel lífi.
- Ætti drengja drottinn
- dýrðar son, ef yrði,
- þjóð mætti fá fæðast,
- feðr líkr, konung slíkan.
En er Magnús var konungur orðinn að Noregi þá fylgdi Sighvatur honum og var hinn kærsti konungi.
Hann kvað þá þetta þá er Ástríður drottning og Álfhildur konungsmóðir höfðu skotist á orðum nokkurum:
- Ástríði láttu æðri,
- Álfhildr, en þig sjálfa,
- þér þótt þinn hagr stórum,
- þat vildi guð, batni.