Heimskringla/Magnússona saga/18

Heimskringla - Magnússona saga
Höfundur: Snorri Sturluson
18. Dauði Ólafs konungs


Ólafur konungur tók sótt, þá er hann leiddi til bana, og er hann jarðaður að Kristskirkju í Niðarósi og var hann hið mesta harmaður. Síðan réðu þeir tveir konungar landi, Eysteinn og Sigurður, en áður höfðu þeir þrír bræður verið konungar tólf vetur, fimm síðan er Sigurður kom til lands en sjö áður. Ólafur konungur var sautján vetra er hann andaðist en það var ellefta Kalendas Januarii.

Þá er Eysteinn konungur hafði verið einn vetur austur í landi, en Sigurður konungur var norður, þá sat Eysteinn konungur lengi um veturinn í Sarpsborg.