Heimskringla/Saga Inga konungs og bræðra hans/16
Heimskringla - Saga Inga konungs og bræðra hans
Höfundur: Snorri Sturluson
16. Upphaf Orms konungsbróður
Höfundur: Snorri Sturluson
16. Upphaf Orms konungsbróður
Ingiríður drottning gat son við Ívari sneis. Sá hét Ormur er síðan var kallaður konungsbróðir. Hann var hinn fríðasti sýnum og gerðist mikill höfðingi sem enn mun síðar getið verða. Ingiríður drottning var gift Árna á Stoðreimi. Hann var síðan kallaður konungsmágur. Voru þeirra börn Ingi, Nikulás, Filippus í Herðlu og Margrét er átti Björn bukkur en síðan Símon Kárason.