Heimskringla/Ynglinga saga/45

Heimskringla - Ynglinga saga
Höfundur: Snorri Sturluson
45. Frá Ingjaldi

Ingjaldur bróðir Hálfdanar var konungur í Vermalandi en eftir dauða hans lagði Hálfdan konungur Vermaland undir sig og tók skatta af og setti þar jarla yfir meðan hann lifði.