Heimskringla/Ynglinga saga/50

Heimskringla - Ynglinga saga
Höfundur: Snorri Sturluson
50. Rögnvaldur heiðumhæri

Rögnvaldur hét son Ólafs er konungur var á Vestfold eftir föður sinn. Hann var kallaður heiðumhæri. Um hann orti Þjóðólfur hinn hvinverski:

Það veit eg best
und blám himni
kenninafn,
svo að konungr eigi,
er Rögnvaldr
reiðar stjóri,
heiðumhæri
of heitinn er,
og mildgeðr
markar drottinn.