Járnsíða og kristinréttur Árna Þorlákssonar/Þjófabálkur
Höfundur: óþekktur og Árni Þorláksson
Þjófabálkur
Hlutahöfundur: óþekktur
1. [Hversu skal fyrir þjófum að sjá]
Várr skal engi annan stela. Nú er það greinandi að ef maður stelur mat, sá er eigi fær sér vinnu til fósturs og helpur svá lífi sínu firi hungurs sakir, þá er sá stulður firi engan mun refsingar verður. En ef sá maður, er vinnu fær sér til fósturs, stell til eyris, sá er ekki var áður að slíku kenndur, þá skal hann á þing færa og leysi húð sína þrim mörkum. Nú stell hann annað sinn til eyris, leysi húð sína sex mörkum, en ef hann leysir eigi, láti húð og sé brugðið lykli á kinn honum. Nú stell hann þriðja sinn til eyris, láti húð, en konungur taki sex merkur af fé hans. En ef sá hinn sami stell oftar, þá er hann dræpur. Ef maður stell til hálfrar merkur, sá er ekki var fyrr að því kenndur, þá skal hann á þing færa og leysi húð sína þrettán mörkum eða fari útlægur. En ef hann stell oftarr, þá er hann dræpur. Nú ef þjófur stell til merkur í fyrsta bragði, þá hefir hann firistolið fé sínu og hafi slíka refsing sem sá maður leggur á er konungs vald hefir til réttra refsinga og haldi hann þó lífinu. En ef hinn sami verður oftarr að þýfsku kenndur, þá hefir hann firigört landi og lausum eyri og lífinu með.
2. [Hversu þjóf skal taka og dæma]
Nú ef þjófur er funninn, þá skal binda fóla á bak honum í því heraði er þjófur er tekinn og færi sóknarmanni bundinn, en hann færi til þings og þaðan í fjöru og fái menn til að láta drepa hann og svá þjófa alla, en bændur eru skyldir að fylgja þjófi til dráps, þá er af þeirra ábyrgð. En ef þeir vilja eigi fylgja, þá liggur þeim slíkt við sem þeir sækti eigi þing, en fé allt það er tekið verður á þjófi, þá á sá er þjóf tekur nema öðrum berist vitni til. En alla aðra lausa aura á konungur. Sá ábyrgist þjóf er bindur, fimm mörkum við konung, þar til er hann setur hann á flet sóknarmanns bundinn og hafi vitni við. Ef þjófur vil verjast, þá fellur hann útlægur. Ef maður lætur þjóf lausan, þá sekist hann fimm mörkum við konung, svá sóknarmaður sem aðrir.
3. [Um þjófstolið fé í hendur öðrum manni]
Nú stendur maður fé sitt þjófstolið í hendi öðrum manni, en hann vænist heimild að og kallast keypt hafa, þá skal æsta taks firi hann og svá firi fé það er hann kennir sér og geri til eindaga. Þar skal hann fram færa vitni að það er hans fé og hann gaf eigi né galt né sölum seldi, þá er honum uppnæmt. Þá skal hann gera hvárt er hann vil, fara á brott með sitt eða reyna heimildartöku hans. Nú ef brestur honum, þá er hann þjófur að.
4. [Hversu skal eftir stolnu fé sækja]
Nú kennir maður öðrum manni stulð, þá skal hann gera hvárt er hann vil að stefna honum heim og þaðan til þings, eða fara á þing og lýsa þar þýft eftir. Þá eiga menn að gera honum stefnu til næsta þings ef hann er innan heraðs, en ef hann er utan heraðs þá skal gera lagastefnu aftur til þings og um hvert mál og eindaga það þing. Nú ef hann kemur eigi, þá ber hann á baki sök, nema nauðsynjavitni berist honum. Nú kemur hann, syni með séttareiði, fellur til útlegðar.
5. [Um rannsókn að lögum]
Nú er maður stolinn fé sínu og sér hann manna farveg frá liggja, þá skal hann ganga eftir heraðsmönnum sínum og beiða sér liðs til eftirfarar. Þeir skulu ganga til garðs manns og sitja utan garðs og gera einn til húss að segja til erindis og beiða rannsóknar og ef hinn játar því, gangi hinn eftir grönnum sínum. Þá eigu hinir að ganga í skyrtum einum og lausgyrðir. En ef hann býður rannsókn og finnst eigi fóli að hans, þá skal hann synja séttareiði, ef þeir vilja honum kennt hafa.
6. [Kennir maður þjófstolið fé í hendur annars manni]
Kennir maður fé sitt þjófstolið í hendi öðrum manni og tekur féið og skil svá firi að eg drep hvergi konungs rétti niður og nefnir þar vátta að, þá er hinn sannur að sök en sá er ósekur er við tók fé sínu. En ef leynir þjófi og tekur fé firi, þá er hann sekur fimm mörkum við konung. Nú mælir það sóknarmaður eða valdsmaður að þeir hafi sætt görva, sá er stolinn var og sá er stal, og hafi drepið niður konungs rétti, þá skal sá er stolinn var synja lýritareiði, fellur til fimm marka.
7. [Um þjófstolið fé sem eigi fylgir þjófur]
Nú finnur maður fé sitt þjófstolið og fylgir eigi þjófur, þá skal hann hafa við návistarmenn sína að hann tók þar fé sitt og þar er eigi þjófur við. Nú kennir maður manni stulð, en það öðrum að hann hafi tekið við fé hans þjófstolnu, en sá kveður nei við, hann skal synja séttareiði. Sá eiður fellur til útlegðar ef hann vissi að þjófstolið var. Ef maður sækir annan um stulð og er eigi lýst þýft eftir, hann skal synja séttareiði, fellur til útlegðar. Ef ómagi stelur, bæti aftur verk hans sá er ómaga á. Nú verður maður fyri þýfsku útlægur, þá á sá að taka full gjöld fjár, er stolinn var, af fé hins útlæga og kostnað sinn þann er hann þarf til ferðar sem menn meta.
8. [Ef maður leggst undir kýr manna og drekkur]
Ef maður leggst undir kýr manna og drekkur, hann á engan rétt á sér, og svá sá er gingur í laukagarð manns eða í hvanngarð, þó að menn beri hann eða taki klæði af honum.
9. [Um landráð]
Ef manni er kennt að hann hafi ráðið lönd og þegna undan konungi. Nú ef synjar, þá skal hann synja með tylftareiði. Svá skal synja allra óbótamála. Nú skal nefna sex menn á hvára hönd þeim sem undan skulu færast, jafna að rétti við hann, þá sem næstir eru honum og um það mál má kunnigast vera, hvárki sifjaðir við hann né sakaðir, fulltíða menn og skynsama, þá sem hvárki sé áður reyndir að röngum eiðum né að skrökváttum og skal hafa sjau menn af þeim tólf, en hann sjálfur hinn átti og fjóra fangavátta.
10. [Um séttareið]
Séttareiður skal standa um öll fjörutigi marka mál. Nú skal nefna þrjá menn á hvára hönd [hinum sakaða á þann hátt sem sagt er um tylftareið. Hafi þrjá af þeim, sé sjálfur hinn fjórði og tveir fangaváttar.
11. [Um lýritareið]
Lýritareiður skal standa um öll fimm marka mál og fjögra mar]ka mál, [þar sem nefna skal tvá menn á hvára hönd] hinum sakaða, [hafi þá tvá af sem hann fær og sjálfur hinn] þriði. En firi þriggja [marka mál og þrim mörkum] smæri skal nefna til lýritar[eiðs sinn mann á hvára] hönd hinum sakaða, hafi einn af [þeim, sé sjálfur] annarr, fangaváttur hinn þriði. Þessi [eiður skal] standa til þess er hafa skal tveggja manna [eið] eða eineiði, því að einn skal eyris synja en tveir tveggja sem fyrr segir.