Járnsíða og kristinréttur Árna Þorlákssonar
Höfundur: óþekktur og Árni Þorláksson
Ritstjórn: Haraldur Bernharðsson, Magnús Lyngdal Magnússon og Már Jónsson
Kristinréttur Árna Þorlákssonar eru guðslög samþykkt 1275. Þau voru samin af Árna Þorlákssyni (1237–1298) biskupi í Skálholti. Lögin giltu uns kirkjuordinansía Kristjáns III var lögleidd í Skálholtsbiskupsdæmi árið 1541 og í Hólabiskupsdæmi árið 1551. Ákvæði úr þeim eru þó í gildi enn. Lögin eru varðveitt í vel á annað hundrað handritum en einungis Jónsbók hefur varðveist betur.
Árið 2005 gaf Sögufélag út Járnsíða og kristinréttur Árna Þorlákssonar eftir Harald Bernharðsson, Magnús Lyngdal Magnússon og Má Jónsson. Inniheldur bókin efni Járnsíðu og kristinréttar Árna Þorlákssonar í stöðluðu og uppfærðu máli ásamt ýmsum skýringum. Framsetning þessi á Járnsíðu byggir á fyrrnefndri bók sem sjálf byggir á efni Staðarhólsbókar einnar að nær öllu leyti. Framsetning þessi á kristinrétti Árna Þorlákssonar byggir á fyrrnefndri bók sem sjálf byggir á efni handritsins AM 49 8vo að nær öllu leyti en á stöku stað hefur verið leiðrétt eftir handritinu GKS 3270 4to.
Einungis texti Járnsíðu og kristinréttar Árna Þorlákssonar er birtur hér þar sem lagatexti getur ekki verið höfundarréttarvarinn, hvort sem hann er í upprunalegu máli eða nútímavæddu. Annað efni bókarinnar er enn höfundaréttarvarið.- Þingfararbálkur
- Kristindómsbálkur
- Mannhelgi
- Kvennagiftingar
- Erfðatal
- Landabrigðabálkur
- Rekabálkur
- Kaupabálkur
- Þjófabálkur
- Kristinréttur Árna Þorlákssonar
Þetta verk er birt í samræmi við 9. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Sú grein tekur til laga, reglugerða, fyrirmæla stjórnvalda, dóma og önnur áþekk gögn, sem gerð eru af opinberri hálfu, og opinberar þýðingar á slíkum gögnum.
Þó Wikimedia Foundation sé bandarísk stofnun sem vistar efni sitt í mismunandi heimsálfum þá gilda ávallt íslensk lög um íslensk verk vegna ákvæða Bernarsáttmálans.
Public domainPublic domainfalsefalse