Kristinréttur Árna Þorlákssonar
Kristinréttur Árna Þorlákssonar eru guðslög samþykkt 1275. Þau voru samin af Árna Þorlákssyni (1237–1298) biskupi í Skálholti. Lögin giltu uns kirkjuordinansía Kristjáns III var lögleidd í Skálholtsbiskupsdæmi árið 1541 og í Hólabiskupsdæmi árið 1551. Ákvæði úr þeim eru þó í gildi enn. Lögin eru varðveitt í vel á annað hundrað handritum en einungis Jónsbók hefur varðveist betur.
Útgáfur af Kristinréttur Árna Þorlákssonar eru eftirfarandi:
- Jus ecclesiasticum novum (1777), Grímur Jónsson Thorkelín (1752–1829)
- Kristinréttur Árna Þorlákssonar, gefinn út í Kaupmannahöfn. Texti á latínu og fornnorrænu. Fullur titill: Jus ecclesiasticum novum sive Arnæanum constitutum anno domini MCCLXXV og á íslensku: Kristinréttur hinn nýi eða Árna settur árið 1275. Verkið hefst á kristindómsbálki Járnsíðu sem ólíklega má teljast sem hlut af kristinrétti Árna.
- Norges gamle Love, 5. bindi (1895), Gustav Storm (1845–1903) og Ebbe Carsten Hornemann Hertzberg (1847–1912)
- Kristinréttur Árna Þorlákssonar er birtur í kafla „V. Biskop Arnes Kristenret, vedtaget paa Althinget 1275.“ Verkið hefst á kristindómsbálki Járnsíðu sem ólíklega má teljast sem hlut af kristinrétti Árna.
- Járnsíða og kristinréttur Árna Þorlákssonar (2005), Haraldur Bernharðsson (f. 1968), Magnús Lyngdal Magnússon (f. 1975) og Már Jónsson (f. 1959)
- Texti færður til samræmdrar nútímastafsetningar.