Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir fyrra S. Péturs pistil
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Formáli yfir fyrra S. Péturs pistil)
Þennan pistil hefir S. Pétur skrifað til þeirra heiðinna manna sem snúist höfðu til réttrar trúar og áminnir þá stöðuga að vera í trúnni og margfaldast fyrir allsháttaða líðing og góð verk.
Í fyrsta kapítula styrkir hann þeirra trú með guðlegu fyrirheiti og krafti þeirrar tilkomandi farsælu og bívísar það að hún sé eigi af oss forþénuð, heldur áður fyrirfram af spámönnunum tilboðuð. Og fyrir því skulu þeir nú í nýju dagfari heilaglega lifa og þess hins gamla forgleyma svo sem þeir eð nýfæddir eru fyrir eilíflegt lifanda Guðs orð.
Í öðrum lærir hann höfuðið og hyrningarsteininn, Kristum, að kenna og það þeir offri sjálfa sig (svo sem réttilegir prestar) Guði líka sem það Kristur hefir sig offrað og tiltekur síðan allsháttaðar stéttir að leiðrétta. Í fyrstu lærir hann yfir allt veraldlegri valdsstjórn undirgefnum að vera, en síðan sérdeilis það þjónustumennirnir skuli þeirra eiginlegum lánardrottnum undirvorpnir vera og það órétt er af þeim líða fyrir Kristus sakir, sá að einninn hefir fyrir oss órétt liðið.
Í hinum þriðja lærir hann það konunnar sé hlýðugar, einninn líka þeim mönnum sem vantrúaðir eru, og prýði sig heilaglegana. Item það mennirnir sé þolinmóðir og þýðir við sínar konur og síðan þar eftir á til allra það þeir innbyrðis veri hver við annan ljúfir, lítillátir og þolinmóðir líka svo sem það Kristur hefir fyrir vorar syndir verið.
Í hinum fjórða lærir hann holdið að þvinga með sparneytni, vökum, bindindi, bænahaldi og meður píningu Kristi að huggast og styrkjast og undirvísan ágjörir hvað andlegt vald og hverninn það skuli alleinasta rekast með Guðs orði og verkum meðal kristinna manna og hver einn veri öðrum þjónustusamur með sinni gáfu, eigi undranarsamir vera, heldur glaðværir þótt að vér hljótum að líða fyrir Krists nafns sakir.
Í hinum fimmta áminnir hann biskupana og prestana hverninn þeir skulu lifa og fólkinu fóstran veita og tekur oss vara fyrir djöflinum það hann í sífellu veiti oss eftirgöngu allavegana.