Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Þrjár draugasögur (inngangur)

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Þrjár draugasögur

Loksins eru hér þrjár draugasögur og þykir mér eðlilegra að láta þær fylgja afturgöngum en uppvakningum af því það orð hefur á leikið að þeir sem reimleikunum ollu hafi gert sig sjálfir að draugum til að blekkja aðra og hræða og gengið á þann hátt aftur lifandi. Það mælir mest með þessum sögum að þær eru allar teknar eftir sjónar- og heyrnarvottum eða samtíða mönnum og nágrönnum.