Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Veiðibrellur kölska
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Veiðibrellur kölska
Veiðibrellur kölska
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.
Annað veifið leitast djöfullinn við að tæla menn á vald sitt með ýmsum veiðibrellum; bregður hann sér þá stundum í ljóssins engils líki eða hann sætir því lagi að gjöra samninga við menn sem eiga í einhverjum kröggum og skuldbindur hann sig þá til að hjálpa þeim, en heimtar af þeim í staðinn sálir þeirra eða sjálfa þá til þjónustu sinnar eftir ákveðinn tíma. Stundum gjörir hann veðmála við menn og menn við hann sem eru öllum sömu skilmálum bundnir; en mjög eru þær sögur fáar hérlendar að kölski hafi ekki orðið undir í þeim skiptum, verið prettaður um kaupið og orðið sér til skammar.