Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir S. Páls pistil til Títo

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540)
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Formáli yfir S. Páls pistil til Títo)
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Þetta er einn stuttur pistill, en er þó ein summa kristilegs lærdóms, hvar eð allsháttað innilukt verður og fólgið er hvað einum rétt kristnum þarflegt er að vita og læra.

Í fyrsta kennir hann hvað biskup eða sóknarprestur skal fyrir mann vera, einkum sá sem valinkunnur er og lærður vel evangelion til að predika og mótstöðu veita fölskum lærdómi verkanna og mannasetningum sem alla tíma stríða í gegn trúnni og samviskurnar villa í frá kristilegu frelsi í herfjötran mannlegra setninga svo sem skyldi þeir mönnum björg veita til sáluhjálpar, hverjir þó ekkert stoða til eilífrar sælu.

Í öðrum kapítula lærir hann allsháttaðar stéttir, unga og gamla, meyjar og manna konur, karlmenn, herra og undirmenn, hverninn þeir skulu sér hegða svo sem þeir er Kristur hefir fyrir sinn dauða aflað sér sjálfum til eigindóms.

Í hinum þriðja lærir hann í heiðri að hafa veraldar valdsstéttarmenn og þeim eftirlátir og hlýðugir að vera og áhrærir enn aftur í annað sinn þá náð sem Kristur hefir oss afrekað, upp á það enginn gjöri sér í hugarlund að það nægi til sáluhjálpar, valdsstéttinni hlýðugur að vera, af því að allt vort réttlæti er einkisvert fyrir Guði og bífalar honum síðan að forðast hina harðsvíruðu og fordæðumenn.