Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Magnús á Hörgslandi

Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Magnús varð prestur til Kálfafells á Síðu 1630 og var þar um tíu ár. Síðan voru honum veitt Þykkvabæjarklaustursþingin 1640. Síðast varð hann prestur til Kirkjubæjarklausturs 1652 og bjó eftir það á Hörgslandi, enda hefir hann ávallt síðan við Hörgsland kenndur verið. Hann andaðist 1687 er hann hafði prestur verið 57 ár og prófastur um 50 ár. Hann var tvígiftur og átti fyrr Margréti Einarsdóttir á Hörgslandi Stefánssonar og við henni sjö börn og er ætt frá mörgum þeirra allt til vorra daga. Margrétar missti hann snögglega og getur þess í sögu Tómasar á Söndum.[1]

  1. Sjá annars Tómas á Söndum