Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Töfrabrögð (inngangur)
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Töfrabrögð
Töfrabrögð
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.
Miklu fleira er fært í frásögur um galdrana sjálfa á Íslandi en um yfirnáttúrlega hæfilegleika þess kyns sem nefndir voru í næstu grein á undan. Galdur heitir að fornu fari fítonsandalist, fítonsandi, fjölkynngi, fordæðuskapur, forneskja, galdur, gjörningar, kukl, kunnátta, kynngi, rýnni, seiður, trölldómur, tröllskapur, töfrar o. fl., en nú er galdrar algengasta orðið, eins og galdramenn og galdrakonur eru af því samsett. En þeir hétu svo sem sagt var „að vissi frá sér“ eða „vissi jafnlangt nefi sínu“ og „kynni meira en faðirvor“ og þar fram eftir. Þessir galdramenn hafa fundið ýms töfrabrögð af kunnáttu sinni og skal hér nú getið nokkurra þeirra.