Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Afreksmannasögur

Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Stundum virðist það vafasamt hvort maður eigi að álíta þá eða þá sögu viðburðasögu; því svo lítur út sem í sumum þeirra liggi aðeins hugmyndaleikur sem klæði einhvern siðalærdóm í sögulegan hjúp. En annað veifið sýnist liggja við sjálft að slíkar sögur séu tröllasögur, galdrasögur, kímnisögur og þar fram eftir svo að varla er auðið að fá þeim fast sæti í flokkaskipuninni. Af því einhver hreystibrögð liggja í flestum þessum sögum sýnist ekki fjarstætt að kalla þær afreksmannasögur.