Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfar gjöra mönnum mein (inngangur)
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Álfar gjöra mönnum mein
Álfar gjöra mönnum mein
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.
Annað veifið lítur svo út sem álfar gjöri sér far um að gjöra mönnum mein með ýmsu móti; vita menn stundum til þess orsakir, t. d. ef menn hafa ert þá eða áreitt á einhvern hátt, en oft líka engar.
Þannig er þess getið um álfakyn það er búið hafi í Steinkerum í Þjórsárdal að það hafi valdið því að ein kýrin frá Ásólfsstöðum, bæ í sama dalnum, fannst þar dauð í fjallinu. Þegar að var komið voru lungun út úr henni og annað augað og skrokkurinn allur kolsvartur og illa útleikinn, og þótti þetta allundarlegt og var huldufólkinu í Steinkerum kennt um það þó Ásólfsstaðamenn ættu sér þaðan einkis ills von.